Deila um aðkomu SA að kosningabaráttu 27. mars 2007 06:45 Kosið verður um deiliskipulagstillögu Hafnarfjarðarbæjar en í henni felst meðal annars að stækkunaráform Alcan í Straumsvík nái fram að ganga. Álverið verður þá með 460 þúsund tonna framleiðslugetu en hún er 180 þúsund tonn nú. tölvumynd/alexander efanov Kristín Pétursdóttir, hagfræðingur og fyrrverandi aðstoðarforstjóri Singer & Friedlander bankans í London, segir Samtök atvinnulífsins beita sér af of miklum mætti fyrir stækkun álvers Alcan í Straumsvík á kostnað annarra fyrirtækja. „Mér finnst það ómálefnalegt og í raun með ólíkindum að SA, sem eru samtök allra atvinnuvega á Íslandi, skuli mæla með því að ráðist verði í virkjanaframkvæmdir og frekari uppbyggingu stóriðju með tilheyrandi ruðningsáhrifum sem hafa ótvíræð slæm áhrif fyrir önnur útflutningsfyrirtæki í landinu, þar eru meðal annars hátækni- og vaxtafyrirtæki." Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir SA fyrst og fremst beita sér fyrir því að staðreyndir verði lagðar á borðið og málið rætt út frá þeim. „Við höfum lagt mat á afleidd áhrif þess ef af stækkun álversins verður og það er okkar mat að hún leiði af sér fjölda nýrra starfa og skapi þar með mikilvæg verðmæti. Við höfum einbeitt okkur að því að afla upplýsinga og leggja þær á borðið svo hægt sé að ræða um þessi málefni með skynsömum hætti. Þetta virðist vera mikið tilfinningamál fyrir suma en ég tel að það sé skynsamlegast að reyna að stuðla að upplýstri umræðu um þessi mál og það er það sem við höfum verið að gera, bæði með faglegri upplýsingaöflun og umræðufundum." Hannes G. Sigurðsson segir kosningarnar ólíklegar til þess að skapa sátt. MYND/GVA Hannes segir kosningar eins og þær sem fara fram í Hafnarfirði ekki vera til þess fallnar að skapa sátt. „Ég hygg að þetta sé í fyrsta skipti í sögunni sem íbúar í sveitarfélagi greiða atkvæði um stækkun fyrirtækis. Með þessum hætti er verið að koma fyrirtæki í aðstæður sem það hefur ekki lent í áður, það er að fara út í kosningabaráttu um framtíðaráform sín. Fyrirtækið getur ekkert annað gert en að taka þátt í baráttunni og ég efast um að þessi kosning verði til þess að sætta ólík sjónarmið í þessu máli, hver sem niðurstaðan verður." Kristín segir kosningarnar snúast um stórar spurningar og hver og einn verði að gera upp við sig hvernig hann vill svara. „Stóru spurningarnar eru þær hvort við viljum halda áfram á þeirri vegferð að niðurgreiða raforku til erlendra álframleiðanda í stað þess að efla íslensk útflutningsfyrirtæki. Það er alveg ljóst að Landsvirkjun er rekin með óviðunandi arðsemi og það þýðir, þegar öllu er á botninn hvolft, að íslenskir skattborgarar eru að niðurgreiða rafmagn til þessarar stóriðju." Álverskosningar Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Forstöðumenn Sólheima lýsa yfir stuðningi við stjórnendur Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Sjá meira
Kristín Pétursdóttir, hagfræðingur og fyrrverandi aðstoðarforstjóri Singer & Friedlander bankans í London, segir Samtök atvinnulífsins beita sér af of miklum mætti fyrir stækkun álvers Alcan í Straumsvík á kostnað annarra fyrirtækja. „Mér finnst það ómálefnalegt og í raun með ólíkindum að SA, sem eru samtök allra atvinnuvega á Íslandi, skuli mæla með því að ráðist verði í virkjanaframkvæmdir og frekari uppbyggingu stóriðju með tilheyrandi ruðningsáhrifum sem hafa ótvíræð slæm áhrif fyrir önnur útflutningsfyrirtæki í landinu, þar eru meðal annars hátækni- og vaxtafyrirtæki." Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir SA fyrst og fremst beita sér fyrir því að staðreyndir verði lagðar á borðið og málið rætt út frá þeim. „Við höfum lagt mat á afleidd áhrif þess ef af stækkun álversins verður og það er okkar mat að hún leiði af sér fjölda nýrra starfa og skapi þar með mikilvæg verðmæti. Við höfum einbeitt okkur að því að afla upplýsinga og leggja þær á borðið svo hægt sé að ræða um þessi málefni með skynsömum hætti. Þetta virðist vera mikið tilfinningamál fyrir suma en ég tel að það sé skynsamlegast að reyna að stuðla að upplýstri umræðu um þessi mál og það er það sem við höfum verið að gera, bæði með faglegri upplýsingaöflun og umræðufundum." Hannes G. Sigurðsson segir kosningarnar ólíklegar til þess að skapa sátt. MYND/GVA Hannes segir kosningar eins og þær sem fara fram í Hafnarfirði ekki vera til þess fallnar að skapa sátt. „Ég hygg að þetta sé í fyrsta skipti í sögunni sem íbúar í sveitarfélagi greiða atkvæði um stækkun fyrirtækis. Með þessum hætti er verið að koma fyrirtæki í aðstæður sem það hefur ekki lent í áður, það er að fara út í kosningabaráttu um framtíðaráform sín. Fyrirtækið getur ekkert annað gert en að taka þátt í baráttunni og ég efast um að þessi kosning verði til þess að sætta ólík sjónarmið í þessu máli, hver sem niðurstaðan verður." Kristín segir kosningarnar snúast um stórar spurningar og hver og einn verði að gera upp við sig hvernig hann vill svara. „Stóru spurningarnar eru þær hvort við viljum halda áfram á þeirri vegferð að niðurgreiða raforku til erlendra álframleiðanda í stað þess að efla íslensk útflutningsfyrirtæki. Það er alveg ljóst að Landsvirkjun er rekin með óviðunandi arðsemi og það þýðir, þegar öllu er á botninn hvolft, að íslenskir skattborgarar eru að niðurgreiða rafmagn til þessarar stóriðju."
Álverskosningar Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Forstöðumenn Sólheima lýsa yfir stuðningi við stjórnendur Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Sjá meira