Tesco heimsótti Bakkavör óvænt 31. maí 2007 09:01 Bakkavör mótmælir einhliða fréttaflutningi Guardian og sakar fulltrúa verkalýðsfélaga um ófrægingarherferð. Bresku verkalýðssamtökin GMB saka Bakkavör, einn helsta birgja Tesco, um að taka framleiðslu fyrir stórmarkaði fram yfir velferð verkafólks. Fulltrúar á vegum bresku stórverslanakeðjunnar Tesco könnuðu fyrirvaralaust aðbúnað í einni af verksmiðjum Katsouris, dótturfélags Bakkavarar Group, í fyrradag. Fyrr um daginn höfðu GMB, ein stærstu verkalýðssamtök Bretlandseyja, mótmælt, fyrir utan höfuðstöðvar Tesco í Chestnut, afskiptaleysi Tesco af aðbúnaði verkafólks í þremur verksmiðjum Katsouris. Í frétt Guardian bera verkalýðsforkólfar stjórnendur Bakkavarar þungum sökum: þeir taki viðskiptasambönd við stórmarkaði fram fyrir lagalega skyldu að búa vel að heilsu og öryggi starfsmanna sinna. Félagsmenn hafi slasast illa við störf sín í verksmiðjunum. Hildur Árnadóttir, fjármálastjóri Bakkavarar, segir að GMB hafi verið í fjölmiðlastríði gagnvart Bakkavör á undanförnum mánuðum sem megi rekja til árangurslausra tilrauna verkalýðsfélagsins að hafa starfsmenn Katsouris innan sinna vébanda. Starfsmenn hafa val um slíkt og hafi kosið að standa utan félagsins og hefur fyrirtækið stutt ákvörðun starfsmanna. Hún telur umfjöllun Guardian vera einhliða og segir ásakanir ekki eiga við rök að styðjast, enda hafi ekkert verið gert til að leita eftir svörum frá Bakkavör. „Það er reglulegt eftirlit haft af hálfu fyrirtækisins og utanaðkomandi aðila, svo sem viðskiptavina og opinberra aðila," segir hún um heimsókn Tesco sem sé reglubundnu gæðaeftirliti. Katsouris, sem er einn af meginbirgjum Tesco, ákvað að innkalla 500 þúsund dósir af ídýfum í varúðarskyni eftir að salmonella fannst í framleiðslunni fyrir um tveimur mánuðum. Hildur segir að athugun Tesco og innköllunin séu algjörlega ótengd mál. „Orsökin fyrir innkölluninni lá í aðkeyptu hráefni sem við gátum lítið að gert." Í tilkynningu frá Tesco, sem Guardian birtir, kemur fram að félagið skoði aðstæður hjá framleiðendum sínum, ýmist með því að boða komur sínar eða fyrirvaralaust. Komið hafi í ljós við skoðun hjá Katsouris að ýmislegt hafi mátt betur fara og muni fyrirtækið vinna með framleiðenda í að bæta þau atriði. Forsvarsmenn GMB fullyrða að Tesco hafi fundið við athugun sína 34 atriði sem brjóti í bága við öryggis- og heilbrigðisreglugerðir. Hildur segir þarna um misskilning Guardian að ræða, þarna hafi ekki um heilbrigðis- og öryggisatriði að ræða heldur reglubundið framleiðslueftirlit. Aðspurð um hvort viðskiptasamband Tesco og Bakkavarar kunni að vera í hættu segir hún að ekkert gefi tilefni til þess. „Það er eðilegt í úttekt sem þessari að það sé eitthvað rými fyrir að gera betur." Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Sjá meira
Bakkavör mótmælir einhliða fréttaflutningi Guardian og sakar fulltrúa verkalýðsfélaga um ófrægingarherferð. Bresku verkalýðssamtökin GMB saka Bakkavör, einn helsta birgja Tesco, um að taka framleiðslu fyrir stórmarkaði fram yfir velferð verkafólks. Fulltrúar á vegum bresku stórverslanakeðjunnar Tesco könnuðu fyrirvaralaust aðbúnað í einni af verksmiðjum Katsouris, dótturfélags Bakkavarar Group, í fyrradag. Fyrr um daginn höfðu GMB, ein stærstu verkalýðssamtök Bretlandseyja, mótmælt, fyrir utan höfuðstöðvar Tesco í Chestnut, afskiptaleysi Tesco af aðbúnaði verkafólks í þremur verksmiðjum Katsouris. Í frétt Guardian bera verkalýðsforkólfar stjórnendur Bakkavarar þungum sökum: þeir taki viðskiptasambönd við stórmarkaði fram fyrir lagalega skyldu að búa vel að heilsu og öryggi starfsmanna sinna. Félagsmenn hafi slasast illa við störf sín í verksmiðjunum. Hildur Árnadóttir, fjármálastjóri Bakkavarar, segir að GMB hafi verið í fjölmiðlastríði gagnvart Bakkavör á undanförnum mánuðum sem megi rekja til árangurslausra tilrauna verkalýðsfélagsins að hafa starfsmenn Katsouris innan sinna vébanda. Starfsmenn hafa val um slíkt og hafi kosið að standa utan félagsins og hefur fyrirtækið stutt ákvörðun starfsmanna. Hún telur umfjöllun Guardian vera einhliða og segir ásakanir ekki eiga við rök að styðjast, enda hafi ekkert verið gert til að leita eftir svörum frá Bakkavör. „Það er reglulegt eftirlit haft af hálfu fyrirtækisins og utanaðkomandi aðila, svo sem viðskiptavina og opinberra aðila," segir hún um heimsókn Tesco sem sé reglubundnu gæðaeftirliti. Katsouris, sem er einn af meginbirgjum Tesco, ákvað að innkalla 500 þúsund dósir af ídýfum í varúðarskyni eftir að salmonella fannst í framleiðslunni fyrir um tveimur mánuðum. Hildur segir að athugun Tesco og innköllunin séu algjörlega ótengd mál. „Orsökin fyrir innkölluninni lá í aðkeyptu hráefni sem við gátum lítið að gert." Í tilkynningu frá Tesco, sem Guardian birtir, kemur fram að félagið skoði aðstæður hjá framleiðendum sínum, ýmist með því að boða komur sínar eða fyrirvaralaust. Komið hafi í ljós við skoðun hjá Katsouris að ýmislegt hafi mátt betur fara og muni fyrirtækið vinna með framleiðenda í að bæta þau atriði. Forsvarsmenn GMB fullyrða að Tesco hafi fundið við athugun sína 34 atriði sem brjóti í bága við öryggis- og heilbrigðisreglugerðir. Hildur segir þarna um misskilning Guardian að ræða, þarna hafi ekki um heilbrigðis- og öryggisatriði að ræða heldur reglubundið framleiðslueftirlit. Aðspurð um hvort viðskiptasamband Tesco og Bakkavarar kunni að vera í hættu segir hún að ekkert gefi tilefni til þess. „Það er eðilegt í úttekt sem þessari að það sé eitthvað rými fyrir að gera betur."
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Sjá meira
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent