Unity byggir upp 20 milljarða króna safn í Bretlandi 13. júní 2007 03:00 Fjárfestingarfélagið Unity Investments hefur látið til skarar skríða í bresku verslanakeðjunni Debenhams og heldur nú utan um 4,87 prósenta hlut sem metinn er á 7,7 milljarða króna. Kaupin vekja athygli fyrir þær sakir að eigendur Unity, Baugur Group, FL Group og Kevin Stanford ráða för í House of Fraser, einum helsta keppinauti Debenhams. Unity er umsvifamikill fjárfestir skráðum félögum í breska smásölugeiranum og hefur byggt upp áhrifastöður í tískuverslunarkeðjunni French Connection og verslunarkeðjunni Woolworths auk nærri þrjátíu prósenta hlutar í herrafatakeðjunni Moss Bros. Heildarvirði þessara eignarhluta auk bréfanna í Debenhams nemur um tuttugu milljörðum króna. Sérfræðingar telja að Unity horfi á að gott kauptækifæri hafi myndast í bréfum Debenhams fremur en að félagið ætli sér að ráðast til yfirtöku. Hlutabréf í Debenhams hafa fallið hratt á síðustu mánuðum, eða um rúm 22 prósent frá áramótum í kjölfar þriggja neikvæðra afkomuviðvarana. Fjárfestingasjóðir settu Debenhams aftur á hlutabréfamarkað fyrir rúmu ári síðan á genginu 195 pens á hlut. Hluturinn stóð í gær í 146 pensum. „Við trúum því að þetta sé strategísk fjárfesting þar sem er verið er að nýta sér veikleika í hlutabréfaverði," segir Richard Ratner hjá Seymour Pierce í samtali við Scotsman. Þessar fregnir komu skömmu eftir að Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs, sagði í samtali við Reuters-fréttastofuna að fjárfestingargeta Baugs eins og sér væri um 75 milljarðar króna, 600 milljónir punda. Baugur ætti að þekkja vel til Debenhams sem sérleyfishafi keðjunnar á Norðurlöndum. Hagar, dótturfélag Baugs, reka Debenhams-verslun í Smáralind. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Sjá meira
Fjárfestingarfélagið Unity Investments hefur látið til skarar skríða í bresku verslanakeðjunni Debenhams og heldur nú utan um 4,87 prósenta hlut sem metinn er á 7,7 milljarða króna. Kaupin vekja athygli fyrir þær sakir að eigendur Unity, Baugur Group, FL Group og Kevin Stanford ráða för í House of Fraser, einum helsta keppinauti Debenhams. Unity er umsvifamikill fjárfestir skráðum félögum í breska smásölugeiranum og hefur byggt upp áhrifastöður í tískuverslunarkeðjunni French Connection og verslunarkeðjunni Woolworths auk nærri þrjátíu prósenta hlutar í herrafatakeðjunni Moss Bros. Heildarvirði þessara eignarhluta auk bréfanna í Debenhams nemur um tuttugu milljörðum króna. Sérfræðingar telja að Unity horfi á að gott kauptækifæri hafi myndast í bréfum Debenhams fremur en að félagið ætli sér að ráðast til yfirtöku. Hlutabréf í Debenhams hafa fallið hratt á síðustu mánuðum, eða um rúm 22 prósent frá áramótum í kjölfar þriggja neikvæðra afkomuviðvarana. Fjárfestingasjóðir settu Debenhams aftur á hlutabréfamarkað fyrir rúmu ári síðan á genginu 195 pens á hlut. Hluturinn stóð í gær í 146 pensum. „Við trúum því að þetta sé strategísk fjárfesting þar sem er verið er að nýta sér veikleika í hlutabréfaverði," segir Richard Ratner hjá Seymour Pierce í samtali við Scotsman. Þessar fregnir komu skömmu eftir að Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs, sagði í samtali við Reuters-fréttastofuna að fjárfestingargeta Baugs eins og sér væri um 75 milljarðar króna, 600 milljónir punda. Baugur ætti að þekkja vel til Debenhams sem sérleyfishafi keðjunnar á Norðurlöndum. Hagar, dótturfélag Baugs, reka Debenhams-verslun í Smáralind.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Sjá meira