Kaupþing selur um þrettán milljarða „samúræjabréf“ 27. júní 2007 00:30 Kaupþing gefur út 25 milljarða jena í Japan á mun betri kjörum en fengust við fyrstu skuldabréfaútgáfu bankans í fyrrahaust. Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Kaupþing horfir í vaxandi mæli til skuldabréfaútgáfu í Asíu. Japan er orðið einn af mörgum hornsteinum í fjármögnun bankans en fyrr á árinu fékk Kaupþing lánshæfismat frá ROI, japönsku lánhæfismatsfyrirtæki. Bankinn greinir frá „samúræjaútgáfu“ í Japan í dag þar sem seld voru skuldabréf fyrir um 25 milljarða jena, um 12,5 milljarða króna, til fjárfesta en kjörin lágu ekki fyrir við gerð þessarar fréttar. Guðni Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Fjárstýringar Kaupþings, segir að vel hafi gengið að sækja lánsfé til Japans. „Þetta er hluti af áhættudreifingu á okkar fjármögnun að sækja inn á nýja markaði. Við viljum kroppa smá upphæðir hér og þar án þess að hafa of mikil áhrif á kjörin á markaðnum.“ Hann bendir á að kjörin hafi batnað mikið frá því í september þegar Kaupþing fór í sínu fyrstu útgáfu í Japan sem nam fimmtíu milljörðum jena. Breytingar á markaðsaðstæðum valda þessu en einnig er Kaupþing orðið þekktara nafn meðal japanskra fjárfesta og hefur japanskt lánshæfismat í vasanum. Guðni segir að Kaupþing vilji sækja fjármögnun inn í Asíu. Indland, Kína og Suður-Kórea eru í sigtinu hjá Kaupþingsmönnum, meðal annars til að fylgja eftir starfseminni í Mið-Austurlöndum. Fyrr á árinu fór bankinn í fyrsta skipti inn í Kanada. Kaupþing hefur selt víkjandi skuldabréf að upphæð 250 milljónir evra, um 21 milljarður króna, til 66 fjárfesta. „Útgáfan er fyrst og fremst gerð í þeim tilgangi að mæta vexti í vaxandi banka,“ segir Guðni. Bréfin teljast með eiginfjárþætti A (Tier 1) og bera 6,75 prósenta fasta vexti án lokagjalddaga. Þau eru þó innkallanleg af hálfu útgefanda að fimm árum liðnum. „Við gerum þetta reglulega að bæta við víkjandi skuldabréfum. Markaðsaðstæður hafa verið góðar á síðustu vikum og því létum við slag standa.“ Markmið Kaupþings er að eiginfjárhlutfall A sé yfir átta prósentum en það var vel yfir þeim mörkum við lok fyrsta ársfjórðungs. Guðni segir að eiginfjárhlutfallið hækki um 0,8 prósentustig. Fjórir bankar, Citigroup, Credit Suisse, Deutsche Bank og HSBC, önnuðust útgáfuna. Viðskipti Mest lesið Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Kaupþing horfir í vaxandi mæli til skuldabréfaútgáfu í Asíu. Japan er orðið einn af mörgum hornsteinum í fjármögnun bankans en fyrr á árinu fékk Kaupþing lánshæfismat frá ROI, japönsku lánhæfismatsfyrirtæki. Bankinn greinir frá „samúræjaútgáfu“ í Japan í dag þar sem seld voru skuldabréf fyrir um 25 milljarða jena, um 12,5 milljarða króna, til fjárfesta en kjörin lágu ekki fyrir við gerð þessarar fréttar. Guðni Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Fjárstýringar Kaupþings, segir að vel hafi gengið að sækja lánsfé til Japans. „Þetta er hluti af áhættudreifingu á okkar fjármögnun að sækja inn á nýja markaði. Við viljum kroppa smá upphæðir hér og þar án þess að hafa of mikil áhrif á kjörin á markaðnum.“ Hann bendir á að kjörin hafi batnað mikið frá því í september þegar Kaupþing fór í sínu fyrstu útgáfu í Japan sem nam fimmtíu milljörðum jena. Breytingar á markaðsaðstæðum valda þessu en einnig er Kaupþing orðið þekktara nafn meðal japanskra fjárfesta og hefur japanskt lánshæfismat í vasanum. Guðni segir að Kaupþing vilji sækja fjármögnun inn í Asíu. Indland, Kína og Suður-Kórea eru í sigtinu hjá Kaupþingsmönnum, meðal annars til að fylgja eftir starfseminni í Mið-Austurlöndum. Fyrr á árinu fór bankinn í fyrsta skipti inn í Kanada. Kaupþing hefur selt víkjandi skuldabréf að upphæð 250 milljónir evra, um 21 milljarður króna, til 66 fjárfesta. „Útgáfan er fyrst og fremst gerð í þeim tilgangi að mæta vexti í vaxandi banka,“ segir Guðni. Bréfin teljast með eiginfjárþætti A (Tier 1) og bera 6,75 prósenta fasta vexti án lokagjalddaga. Þau eru þó innkallanleg af hálfu útgefanda að fimm árum liðnum. „Við gerum þetta reglulega að bæta við víkjandi skuldabréfum. Markaðsaðstæður hafa verið góðar á síðustu vikum og því létum við slag standa.“ Markmið Kaupþings er að eiginfjárhlutfall A sé yfir átta prósentum en það var vel yfir þeim mörkum við lok fyrsta ársfjórðungs. Guðni segir að eiginfjárhlutfallið hækki um 0,8 prósentustig. Fjórir bankar, Citigroup, Credit Suisse, Deutsche Bank og HSBC, önnuðust útgáfuna.
Viðskipti Mest lesið Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira