Djasshátíð í fjallafaðmi 13. júlí 2007 09:00 Sigurður Flosason, listrænn stjórnandi Jazz undir fjöllum, vonast eftir góðri aðsókn og vill endilega fá fólk úr nærliggjandi sveitum á Skóga. MYND/Vilhelm Árlega djasshátíðin Jazz undir fjöllum fer fram í fjórða skiptið á Skógum á morgun. Sigurður Flosason, listrænn stjórnandi hátíðarinnar frá upphafi, segir hana hafa fengið afar góðar viðtökur á liðnum árum. „Jazz undir fjöllum er skemmtilegur menningarviðburður í fallegu umhverfi. Það er ekkert allt of mikið af tónlistarhátíðum á Suðurlandi, svo hún er kærkomin viðbót í flóruna,“ sagði Sigurður, sem vonast til að fá gesti sem víðast að. „Fólk sem á leið um þjóðveginn kíkir væntanlega inn yfir daginn, og svo koma einhverjir sem staldra yfir nótt. Veðurspáin fyrir svæðið er góð, það skemmir ekki. En við viljum líka sjá fólk úr nærliggjandi sveitum og sýslum. Við viljum ekki síður skemmta því,“ sagði hann. Í ár fer hátíðin fram á einum degi, þegar fimmtán tónlistarmenn koma fram á sex tónleikum. „Formið á þessu hefur nú reyndar aldrei verið eins. Við höfum bæði haft tveggja og þriggja daga prógramm, en ætlum að prófa að hafa þetta á einum degi í ár. Við verðum með tónleika frá eitt um daginn og nánast til miðnættis, að undanskildu smá kvöldverðarhléi,“ útskýrði Sigurður. Fyrir kvöldverðarhlé leika ungir og efnilegir tónlistarmenn tónlist sína í kaffiteríu Byggðasafnsins á Skógum. Á kvöldtónleikunum stígur svo Tríó Björns Thoroddsens á stokk ásamt gestunum Andreu Gylfadóttur og Halldóri Bragasyni. „Þetta er mjög breiður hópur listamanna. Yfir daginn er þetta yngra fólk og upprennandi, þeir yngstu eru að ljúka námi við FÍH á næstunni og aðrir eru tiltölulega nýkomnir heim úr námi úti,“ sagði Sigurður. Ívar Guðmundsson og hljómsveit halda minningartónleika um trompetleikarann Viðar Alfreðsson klukkan 15. „Viðar, sem var frábær trompetleikari, átti ættir að rekja til Eyjafjalla og hljóðfæri hans eru geymd þarna á safninu. Við vorum með minningartónleika á fyrstu hátíðinni og datt núna í hug að gera þetta að árlegum viðburði,“ útskýrði Sigurður. Hátíðin hefst klukkan 13 á morgun og lýkur um miðnætti. Inn á kvöldtónleikana er aðgangseyrir 1.500 krónur. Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Árlega djasshátíðin Jazz undir fjöllum fer fram í fjórða skiptið á Skógum á morgun. Sigurður Flosason, listrænn stjórnandi hátíðarinnar frá upphafi, segir hana hafa fengið afar góðar viðtökur á liðnum árum. „Jazz undir fjöllum er skemmtilegur menningarviðburður í fallegu umhverfi. Það er ekkert allt of mikið af tónlistarhátíðum á Suðurlandi, svo hún er kærkomin viðbót í flóruna,“ sagði Sigurður, sem vonast til að fá gesti sem víðast að. „Fólk sem á leið um þjóðveginn kíkir væntanlega inn yfir daginn, og svo koma einhverjir sem staldra yfir nótt. Veðurspáin fyrir svæðið er góð, það skemmir ekki. En við viljum líka sjá fólk úr nærliggjandi sveitum og sýslum. Við viljum ekki síður skemmta því,“ sagði hann. Í ár fer hátíðin fram á einum degi, þegar fimmtán tónlistarmenn koma fram á sex tónleikum. „Formið á þessu hefur nú reyndar aldrei verið eins. Við höfum bæði haft tveggja og þriggja daga prógramm, en ætlum að prófa að hafa þetta á einum degi í ár. Við verðum með tónleika frá eitt um daginn og nánast til miðnættis, að undanskildu smá kvöldverðarhléi,“ útskýrði Sigurður. Fyrir kvöldverðarhlé leika ungir og efnilegir tónlistarmenn tónlist sína í kaffiteríu Byggðasafnsins á Skógum. Á kvöldtónleikunum stígur svo Tríó Björns Thoroddsens á stokk ásamt gestunum Andreu Gylfadóttur og Halldóri Bragasyni. „Þetta er mjög breiður hópur listamanna. Yfir daginn er þetta yngra fólk og upprennandi, þeir yngstu eru að ljúka námi við FÍH á næstunni og aðrir eru tiltölulega nýkomnir heim úr námi úti,“ sagði Sigurður. Ívar Guðmundsson og hljómsveit halda minningartónleika um trompetleikarann Viðar Alfreðsson klukkan 15. „Viðar, sem var frábær trompetleikari, átti ættir að rekja til Eyjafjalla og hljóðfæri hans eru geymd þarna á safninu. Við vorum með minningartónleika á fyrstu hátíðinni og datt núna í hug að gera þetta að árlegum viðburði,“ útskýrði Sigurður. Hátíðin hefst klukkan 13 á morgun og lýkur um miðnætti. Inn á kvöldtónleikana er aðgangseyrir 1.500 krónur.
Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira