Heimsótti Halifax um helgina 1. ágúst 2007 00:45 Um helgina sótti Geir H. Haarde heim borgina Halifax í Nova Scotia í Kanada. Viðskiptatækifæri bar á góma í heimsókn Geirs H. Haarde forsætisráðherra til Nova Scotia í Kanada um síðustu helgi, en um miðjan mánuðinn var gengið frá nýjum og víðtækum loftferðasamningi við Kanada. Halifax í Nova Scotia byggist upp að stórum hluta í kringum sjávarútveg og þar er sjávarfang í miklum metum. Borginni er oft líkt við San Francisco í Bandaríkjunum.Mynd/Getty Images Loftferðasamningurinn er sá fyrsti sem gerður er milli ríkjanna og kemur í stað samkomulags frá árinu 2001 sem þá var gert vegna flugs Icelandair til Halifax. HFX News, fréttarit í Halifax, greinir frá heimsókn Geirs og lýsir heimsókn hans á Íslendingaslóðir í Markland nærri gullnámum Moose River, en þangað komu um þrjátíu íslenskar fjölskyldur á árunum 1875 til 1882. „Ég verð að viðurkenna að vitneskja mín um þessa hluti var mjög takmörkuð fyrir komu mína hingað," hefur HFX News eftir forsætisráðherra eftir að hann hafði fundað á sunnudag með Len Goucher, ráðherra ferðamála. Flestir Íslendinganna fluttu á brott svo sem til Gimlis en einhverja afkomendur mun þó enn að finna í Nova Scotia. Í Markland var árið 2000 reist minnismerki um íslensku landnemana. Í Halifax er loftferðasamningi ríkjanna fagnað en Icelandair hefur tekið upp að nýju flug þangað, árstíðabundið til að byrja með, en í maí á næsta ári á að taka upp heilsársflug þangað. Eins eru ráðagerðir um flug til Toronto. Á fundi ráðherranna hafði Goucher orð á sterkri stöðu krónunnar og sagði það gott því Nova Scotia yrði því ákjósanlegur áfangastaður fyrir Islendinga. Haft er eftir Geir Haarde að hann vildi gjarnan sjá viðskipti og fjárfestingu frá Kanada til Íslands líka og kvað ríkisstjórnir landanna mundu vinna að umhverfi þar sem aukin viðskipti fengju blómstrað á milli landanna og þar mundu liggja tækifæri fyrir frumkvöðla. „Við erum með stórt álver í eigu Alcan, en vildum gjarnan sjá annars konar fjárfestingu líka," hefur HFX News eftir Geir Haarde. Viðskipti Mest lesið Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Viðskiptatækifæri bar á góma í heimsókn Geirs H. Haarde forsætisráðherra til Nova Scotia í Kanada um síðustu helgi, en um miðjan mánuðinn var gengið frá nýjum og víðtækum loftferðasamningi við Kanada. Halifax í Nova Scotia byggist upp að stórum hluta í kringum sjávarútveg og þar er sjávarfang í miklum metum. Borginni er oft líkt við San Francisco í Bandaríkjunum.Mynd/Getty Images Loftferðasamningurinn er sá fyrsti sem gerður er milli ríkjanna og kemur í stað samkomulags frá árinu 2001 sem þá var gert vegna flugs Icelandair til Halifax. HFX News, fréttarit í Halifax, greinir frá heimsókn Geirs og lýsir heimsókn hans á Íslendingaslóðir í Markland nærri gullnámum Moose River, en þangað komu um þrjátíu íslenskar fjölskyldur á árunum 1875 til 1882. „Ég verð að viðurkenna að vitneskja mín um þessa hluti var mjög takmörkuð fyrir komu mína hingað," hefur HFX News eftir forsætisráðherra eftir að hann hafði fundað á sunnudag með Len Goucher, ráðherra ferðamála. Flestir Íslendinganna fluttu á brott svo sem til Gimlis en einhverja afkomendur mun þó enn að finna í Nova Scotia. Í Markland var árið 2000 reist minnismerki um íslensku landnemana. Í Halifax er loftferðasamningi ríkjanna fagnað en Icelandair hefur tekið upp að nýju flug þangað, árstíðabundið til að byrja með, en í maí á næsta ári á að taka upp heilsársflug þangað. Eins eru ráðagerðir um flug til Toronto. Á fundi ráðherranna hafði Goucher orð á sterkri stöðu krónunnar og sagði það gott því Nova Scotia yrði því ákjósanlegur áfangastaður fyrir Islendinga. Haft er eftir Geir Haarde að hann vildi gjarnan sjá viðskipti og fjárfestingu frá Kanada til Íslands líka og kvað ríkisstjórnir landanna mundu vinna að umhverfi þar sem aukin viðskipti fengju blómstrað á milli landanna og þar mundu liggja tækifæri fyrir frumkvöðla. „Við erum með stórt álver í eigu Alcan, en vildum gjarnan sjá annars konar fjárfestingu líka," hefur HFX News eftir Geir Haarde.
Viðskipti Mest lesið Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira