Spilar með KR í vetur ef ekkert breytist 4. ágúst 2007 07:30 Helgi Már Magnússon Helgi Már Magnússon, landsliðsmaður í körfubolta, gæti vel hugsað sér að spila með Íslandsmeisturum KR á næsta tímabili ef hann fær ekki freistandi tilboð erlendis frá. Helgi Már lék með svissneska liðinu Basket-Club Boncourt við góðan orðstír í vetur og er nú á fullu að undirbúa sig fyrir verkefni landsliðsins í haust. „Ég verð ekki áfram í Sviss, var að vonast eftir því að komast til Frakklands en eins og staðan er núna þá verð ég bara heima," segir Helgi Már. Helgi Már Magnússon spilaði eitt fullt tímabil með KR áður en hann fór í háskólanám við Catawba-skólann. Það var veturinn 2001-02 og var Helgi Már með 12,4 stig og 7,9 fráköst að meðaltali í leik. Helgi Már var í stóru hlutverki á fjórum árum sínum í Catawba þar sem hann var með 13,8 stig og 5,9 fráköst að meðaltali í 119 leikjum sínum fyrir skólann. Helgi og félagar í Boncourt komu mörgum á óvart með frammistöðu sinni í úrslitakeppninni þar sem liðið veitti verðandi meisturum í Benetton harða keppni í undanúrslitunum. Helgi Már átti mjög góða leiki í úrslitakeppninni og í undanúrslitaeinvíginu gegn Benetton var hann með meðal annars með 14,3 stig að meðaltali og 47 prósent nýtingu úr 19 skotum fyrir utan þriggja stiga línuna. „Það er enginn heimsendir að vera hérna heima enda eru mjög spennandi tímar hjá KR. Ég er að vonast eftir því að þetta skýrist á næstu dögum því ég nenni ekki að hafa þetta hangandi yfir mér eitthvað fram eftir hausti. Ég ætla að bíða næstu vikurnar og sjá hvað gerist. Ég ætla bara að einbeita mér að landsliðinu," segir Helgi Már sem myndi styrkja KR-liðið mikið ekki síst þar sem liðið er að taka þátt í Evrópukeppninni í fyrsta sinn í sextán ár. Helgi Már hefur leikið 46 landsleiki fyrir Ísland og skoraði í þeim 295 stig eða 6.4 að meðaltali í leik. Hann hefur leikið alla leiki liðsins undanfarin þrjú ár og var varafyrirliði liðsins þegar liðið vann gullið á Smáþjóðaleikunum í Mónakó fyrr í sumar. Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sjá meira
Helgi Már Magnússon, landsliðsmaður í körfubolta, gæti vel hugsað sér að spila með Íslandsmeisturum KR á næsta tímabili ef hann fær ekki freistandi tilboð erlendis frá. Helgi Már lék með svissneska liðinu Basket-Club Boncourt við góðan orðstír í vetur og er nú á fullu að undirbúa sig fyrir verkefni landsliðsins í haust. „Ég verð ekki áfram í Sviss, var að vonast eftir því að komast til Frakklands en eins og staðan er núna þá verð ég bara heima," segir Helgi Már. Helgi Már Magnússon spilaði eitt fullt tímabil með KR áður en hann fór í háskólanám við Catawba-skólann. Það var veturinn 2001-02 og var Helgi Már með 12,4 stig og 7,9 fráköst að meðaltali í leik. Helgi Már var í stóru hlutverki á fjórum árum sínum í Catawba þar sem hann var með 13,8 stig og 5,9 fráköst að meðaltali í 119 leikjum sínum fyrir skólann. Helgi og félagar í Boncourt komu mörgum á óvart með frammistöðu sinni í úrslitakeppninni þar sem liðið veitti verðandi meisturum í Benetton harða keppni í undanúrslitunum. Helgi Már átti mjög góða leiki í úrslitakeppninni og í undanúrslitaeinvíginu gegn Benetton var hann með meðal annars með 14,3 stig að meðaltali og 47 prósent nýtingu úr 19 skotum fyrir utan þriggja stiga línuna. „Það er enginn heimsendir að vera hérna heima enda eru mjög spennandi tímar hjá KR. Ég er að vonast eftir því að þetta skýrist á næstu dögum því ég nenni ekki að hafa þetta hangandi yfir mér eitthvað fram eftir hausti. Ég ætla að bíða næstu vikurnar og sjá hvað gerist. Ég ætla bara að einbeita mér að landsliðinu," segir Helgi Már sem myndi styrkja KR-liðið mikið ekki síst þar sem liðið er að taka þátt í Evrópukeppninni í fyrsta sinn í sextán ár. Helgi Már hefur leikið 46 landsleiki fyrir Ísland og skoraði í þeim 295 stig eða 6.4 að meðaltali í leik. Hann hefur leikið alla leiki liðsins undanfarin þrjú ár og var varafyrirliði liðsins þegar liðið vann gullið á Smáþjóðaleikunum í Mónakó fyrr í sumar.
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sjá meira