Miklar dægursveifur á fjármálamörkuðum 18. ágúst 2007 03:00 Mikill viðsnúningur varð á öllum fjármálamörkuðum í gær eftir að Bandaríski seðlabankinn lækkaði óvænt vexti af lánum, sem hann lánar til lánastofnana, niður í 5,75 prósent eða um hálft prósentustig. Þetta var tilraun bankans til að draga úr þrengingum á lánamörkuðum sem staðið hafa yfir í nær tvo mánuði. „Þessi ákvörðun Seðlabankans var klárlega jákvæð,“ segir Haraldur Yngvi Pétursson, sérfræðingur hjá Kaupþingi. Hlutabréf í Kauphöll Íslands, sem annars staðar, tóku mikið stökk upp á við við tíðindin. Úrvalsvísitalan hækkaði um 2,94 prósent í gær og þarf að fara aftur til 23. febrúar á síðasta ári til að finna meiri dagshækkun. Veltan var mikil, um 26,1 milljarður króna. Markaðurinn náði hins vegar ekki að yfirvinna tap fimmtudagsins þegar markaðsvirði hlutabréfa í Kauphöll féll um 118 milljarða króna. Ávinningur gærdagsins nam níutíu milljörðum. „Það er alveg ljóst að margir voru búnir að finna kauptækifæri en voru að bíða eftir réttu tímasetningunni til að koma inn af krafti á markaðinn. Einhverjir töldu greinilega að þarna væri rétti tímapunkturinn til að koma inn,“ segir Haraldur Yngvi. Hann telur of snemmt að meta það hvort þetta þýði að frekari hækkanir séu í uppsiglingu. Þá styrktist krónan um 0,79 prósent eftir mikinn lækkunarferil að undanförnu. Mest hækkaði hún gagnvart japanska jeninu. Gengisvísitalan endaði í 125,1 stigi en fór lægst niður í 123 stig. Exista leiddi hækkanir gærdagsins, enda hefur félagið fallið mest á undanförnum dögum og vikum. Gengi félagsins hækkaði um fimm prósent. Bréf Bakkavarar, Landsbankans, FL Group og Kaupþings hækkuðu um þrjú prósent eða meira. Nærri 12,6 milljarða króna velta var með bréf Straums-Burðaráss sem hækkaði um 2,9 prósent. Straumur seldi fimm prósent í sjálfum sér fyrir 10,2 milljarða króna. Viðskipti Mest lesið Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Mikill viðsnúningur varð á öllum fjármálamörkuðum í gær eftir að Bandaríski seðlabankinn lækkaði óvænt vexti af lánum, sem hann lánar til lánastofnana, niður í 5,75 prósent eða um hálft prósentustig. Þetta var tilraun bankans til að draga úr þrengingum á lánamörkuðum sem staðið hafa yfir í nær tvo mánuði. „Þessi ákvörðun Seðlabankans var klárlega jákvæð,“ segir Haraldur Yngvi Pétursson, sérfræðingur hjá Kaupþingi. Hlutabréf í Kauphöll Íslands, sem annars staðar, tóku mikið stökk upp á við við tíðindin. Úrvalsvísitalan hækkaði um 2,94 prósent í gær og þarf að fara aftur til 23. febrúar á síðasta ári til að finna meiri dagshækkun. Veltan var mikil, um 26,1 milljarður króna. Markaðurinn náði hins vegar ekki að yfirvinna tap fimmtudagsins þegar markaðsvirði hlutabréfa í Kauphöll féll um 118 milljarða króna. Ávinningur gærdagsins nam níutíu milljörðum. „Það er alveg ljóst að margir voru búnir að finna kauptækifæri en voru að bíða eftir réttu tímasetningunni til að koma inn af krafti á markaðinn. Einhverjir töldu greinilega að þarna væri rétti tímapunkturinn til að koma inn,“ segir Haraldur Yngvi. Hann telur of snemmt að meta það hvort þetta þýði að frekari hækkanir séu í uppsiglingu. Þá styrktist krónan um 0,79 prósent eftir mikinn lækkunarferil að undanförnu. Mest hækkaði hún gagnvart japanska jeninu. Gengisvísitalan endaði í 125,1 stigi en fór lægst niður í 123 stig. Exista leiddi hækkanir gærdagsins, enda hefur félagið fallið mest á undanförnum dögum og vikum. Gengi félagsins hækkaði um fimm prósent. Bréf Bakkavarar, Landsbankans, FL Group og Kaupþings hækkuðu um þrjú prósent eða meira. Nærri 12,6 milljarða króna velta var með bréf Straums-Burðaráss sem hækkaði um 2,9 prósent. Straumur seldi fimm prósent í sjálfum sér fyrir 10,2 milljarða króna.
Viðskipti Mest lesið Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira