Funheit ferðalög Magga og KK 1. september 2007 07:00 Þeir félagar hafa selt „ferðaplöturnar“ þrjár í um 28 þúsund eintökum. „Ferðaplötur“ KK og Magga Eiríks hafa selst í um 28 þúsund eintökum. Þeir félagar fá afhenta gullplötu fyrir þá síðustu, Langferðalög, á lokatónleikum sínum í Salnum 13. september. KK segist alls ekki hafa átt von á þessum frábæra árangri. „Maður hugsar ekki út í svona. Lögin eru eign þjóðarinnar. Við fórum vel með þau og fólk er mjög þakklátt fyrir það,“ segir hann um ástæðuna fyrir vinsældunum. Allar þrjár „ferðaplöturnar“ hafa náð gullsölu og þar af hefur sú fyrsta, 22 ferðalög, selst í yfir sautján þúsund eintökum. Að auki hafa allar plöturnar komist í efsta sæti Tónlistans. KK og Maggi hafa að undanförnu verið á tónleikaferðalagi til að fylgja nýjustu plötunni eftir og hefur þeim alls staðar verið firnavel tekið. „Við skutluðumst í kringum landið og fórum hér og þar og alls staðar. Okkur var mjög vel tekið og þetta er búið að vera ofsa gaman. Fólkið er búið að sýna okkur svo mikla góðvild. Það hefur verið að stoppa mann úti á götu og þakka fyrir að hafa tekið þessi lög upp aftur. Það er gott að fá svona stuðning frá fólki.“ KK, sem er að undirbúa nýja sólóplötu, segir að Langferðalög verði síðasta „ferðaplatan“ frá þeim félögum. „Þetta er orðið ágætt. 66 ferðalög. Er það ekki fín tala?“ Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Ferðaplötur“ KK og Magga Eiríks hafa selst í um 28 þúsund eintökum. Þeir félagar fá afhenta gullplötu fyrir þá síðustu, Langferðalög, á lokatónleikum sínum í Salnum 13. september. KK segist alls ekki hafa átt von á þessum frábæra árangri. „Maður hugsar ekki út í svona. Lögin eru eign þjóðarinnar. Við fórum vel með þau og fólk er mjög þakklátt fyrir það,“ segir hann um ástæðuna fyrir vinsældunum. Allar þrjár „ferðaplöturnar“ hafa náð gullsölu og þar af hefur sú fyrsta, 22 ferðalög, selst í yfir sautján þúsund eintökum. Að auki hafa allar plöturnar komist í efsta sæti Tónlistans. KK og Maggi hafa að undanförnu verið á tónleikaferðalagi til að fylgja nýjustu plötunni eftir og hefur þeim alls staðar verið firnavel tekið. „Við skutluðumst í kringum landið og fórum hér og þar og alls staðar. Okkur var mjög vel tekið og þetta er búið að vera ofsa gaman. Fólkið er búið að sýna okkur svo mikla góðvild. Það hefur verið að stoppa mann úti á götu og þakka fyrir að hafa tekið þessi lög upp aftur. Það er gott að fá svona stuðning frá fólki.“ KK, sem er að undirbúa nýja sólóplötu, segir að Langferðalög verði síðasta „ferðaplatan“ frá þeim félögum. „Þetta er orðið ágætt. 66 ferðalög. Er það ekki fín tala?“
Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira