Tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnasmygl 5. janúar 2007 13:23 Litháískur ríkisborgari á þrítugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að reyna að smygla fíkniefnum til landsins í fyrra. Hann var gripinn við komu Norrænu til Seyðisfjarðar þann 31. ágúst eftir að tollverðir höfðu fundið nærri tvö og hálft kíló af amfetamíni í BMW-bifreið sem hann var skráður ökumaður fyrir.Eftir ábendingar frá tollayfirvöldum í Færeyjum ákváðu tollverðir að að skoða bíl Litháans og við skoðun á undirvagni bílsins kom í ljós að átt hafi verið við drifskaft hans. Til að athuga það nánar var borað gat á drifskaftið og þá rann út úr því hvítt duft sem við fíkniefnaprófun reyndist vera amfetamín.Við yfirheyrslur kvaðst maðurinn vera kominn hingað til lands til að starfa hér í nokkra mánuði. Segir í dómnum að hann hafi virst stressaður auk þess sem hann hafi ekki getað gefið skýr svör um hvar hann ætlaði að vinna eða hverjir hans tengiliðir væru. Þá hafi hann og haft óvenjulítinn farangur meðferðis. Enn fremur kom í ljós að maðurinn átti bókað far til baka með ferjunni þann 13. september.Síðar sagði hann að kunningi hans hefði sagt honum frá auglýsingu sem birst hefði á Netinu þar sem óskað hefði verið eftir manni til að flytja bifreið til Íslands og átti hann að fá þúsund evrur fyrir að taka verkið að sér. Hann hafi ákveðið að taka verkið að sér og kvaðst hann ekki hafa treyst sér til að skýra út á ensku raunverulegan tilgang ferðarinnar. Sagðist hann enn fremur ekki hafa hugmynd um að fíkniefni hefðu verið falin í bifreiðinni. Á þessar skýringar Litháans lagði dómurinn ekki trúnað og var hann því sakfelldur fyrir smyglið á þeim grundvelli að fíkniefnin hefðu verið ætluð til sölu hér á landi. Til frádráttar frá dómnum kemur gæsluvarðhald sem hann hefur mátt sæta frá 1. september á síðasta ári. Jafnframt var Litháinn dæmdur til að greiða nærri 800 þúsund krónur í sakarkostnað. Dómsmál Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Litháískur ríkisborgari á þrítugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að reyna að smygla fíkniefnum til landsins í fyrra. Hann var gripinn við komu Norrænu til Seyðisfjarðar þann 31. ágúst eftir að tollverðir höfðu fundið nærri tvö og hálft kíló af amfetamíni í BMW-bifreið sem hann var skráður ökumaður fyrir.Eftir ábendingar frá tollayfirvöldum í Færeyjum ákváðu tollverðir að að skoða bíl Litháans og við skoðun á undirvagni bílsins kom í ljós að átt hafi verið við drifskaft hans. Til að athuga það nánar var borað gat á drifskaftið og þá rann út úr því hvítt duft sem við fíkniefnaprófun reyndist vera amfetamín.Við yfirheyrslur kvaðst maðurinn vera kominn hingað til lands til að starfa hér í nokkra mánuði. Segir í dómnum að hann hafi virst stressaður auk þess sem hann hafi ekki getað gefið skýr svör um hvar hann ætlaði að vinna eða hverjir hans tengiliðir væru. Þá hafi hann og haft óvenjulítinn farangur meðferðis. Enn fremur kom í ljós að maðurinn átti bókað far til baka með ferjunni þann 13. september.Síðar sagði hann að kunningi hans hefði sagt honum frá auglýsingu sem birst hefði á Netinu þar sem óskað hefði verið eftir manni til að flytja bifreið til Íslands og átti hann að fá þúsund evrur fyrir að taka verkið að sér. Hann hafi ákveðið að taka verkið að sér og kvaðst hann ekki hafa treyst sér til að skýra út á ensku raunverulegan tilgang ferðarinnar. Sagðist hann enn fremur ekki hafa hugmynd um að fíkniefni hefðu verið falin í bifreiðinni. Á þessar skýringar Litháans lagði dómurinn ekki trúnað og var hann því sakfelldur fyrir smyglið á þeim grundvelli að fíkniefnin hefðu verið ætluð til sölu hér á landi. Til frádráttar frá dómnum kemur gæsluvarðhald sem hann hefur mátt sæta frá 1. september á síðasta ári. Jafnframt var Litháinn dæmdur til að greiða nærri 800 þúsund krónur í sakarkostnað.
Dómsmál Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira