Lygavefur á netinu endaði með morði 22. janúar 2007 16:57 Thomas Montgomery hefur verið ákærður fyrir morðið á Brian Barrett frá Buffalo í New York ríki í Bandaríkjunum. Brian var 22 ára þegar hann fannst myrtur fyrir utan verksmiðjuna þar sem þeir unnu í september sl. Hann hafði dregist inn í netsamband Thomasar og konu frá Virginíu ríki. Thomas var 18 ára sjóliði á leið til Íraks og hún 18 ára yngismey sem sendi honum kvenundirföt og myndir af sér. … eða svo héldu þau. Bæði voru í raun miðaldra og hann auk þess giftur. Í skjóli internetsins höfðu þau átt í sambandi í ár þar sem þau lugu til um aðstæður sínar. Ken Case aðstoðarsaksóknari í Buffalóríki segir að konan hafi sent Thomasi undirföt og myndir af dóttur sinni, sem hún sagði vera af sér. Í eitt skiptið var það eiginkona Thomasar sem tók á móti pakkanum. Hún skrifaði 18 ára stúlkunni til baka og sagði henni eins og var, að maðurinn væri giftur 47 ára fjölskyldufaðir. Hún hefði verið plötuð. Máli sínu til stuðnings sendi eiginkonan fjölskyldumynd með. Konan frá Vestur Virginíu, sem lögregla gefur ekki frekari upplýsingar um, mundi eftir vini Thomasar sem nefndur hafði verið á spjallrás og tókst að hafa upp á honum á netinu. Hún vildi fá upplýsingar eiginkonunnar staðfestar. Þannig hófust kynni Brians og konunnar og talaði hann opinskátt um samband sitt við hana á vinnustaðnum. Brian var vinsæll og upprennandi listakennari. Hann vann í verksmiðjunni til að greiða skólagjöld. Konan hélt samt sem áður sambandinu við Thomas áfram. Yfirvöld í Buffaló segja Thomas hafa orðið afar afbrýðisaman út í Brian. Hinn 22 ára námsmaður fannst látinn við bíl sinn á bílastæði verksmiðjunnar tveim dögum eftir morðið, en hann hafði verið skotinn þremur skotum í háls og handlegg af stuttu færi. Thomas Montgomery var ákærður fyrir morðið 10 janúar, en réttað verður í málinu í júní. Eiginkona Thomasar hefur farið fram á skilnað. J.A. Hitchcock sérfræðingur í glæpum á internetinu segir að málið undirstriki þær gildrur sem internetið getur lagt fyrir fólk. Hún segist vona að málið fái almenning til að hugsa sig um hvað það geri á netinu, og hverjar afleiðingarnar gætu orðið. Fréttir Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Sjá meira
Thomas Montgomery hefur verið ákærður fyrir morðið á Brian Barrett frá Buffalo í New York ríki í Bandaríkjunum. Brian var 22 ára þegar hann fannst myrtur fyrir utan verksmiðjuna þar sem þeir unnu í september sl. Hann hafði dregist inn í netsamband Thomasar og konu frá Virginíu ríki. Thomas var 18 ára sjóliði á leið til Íraks og hún 18 ára yngismey sem sendi honum kvenundirföt og myndir af sér. … eða svo héldu þau. Bæði voru í raun miðaldra og hann auk þess giftur. Í skjóli internetsins höfðu þau átt í sambandi í ár þar sem þau lugu til um aðstæður sínar. Ken Case aðstoðarsaksóknari í Buffalóríki segir að konan hafi sent Thomasi undirföt og myndir af dóttur sinni, sem hún sagði vera af sér. Í eitt skiptið var það eiginkona Thomasar sem tók á móti pakkanum. Hún skrifaði 18 ára stúlkunni til baka og sagði henni eins og var, að maðurinn væri giftur 47 ára fjölskyldufaðir. Hún hefði verið plötuð. Máli sínu til stuðnings sendi eiginkonan fjölskyldumynd með. Konan frá Vestur Virginíu, sem lögregla gefur ekki frekari upplýsingar um, mundi eftir vini Thomasar sem nefndur hafði verið á spjallrás og tókst að hafa upp á honum á netinu. Hún vildi fá upplýsingar eiginkonunnar staðfestar. Þannig hófust kynni Brians og konunnar og talaði hann opinskátt um samband sitt við hana á vinnustaðnum. Brian var vinsæll og upprennandi listakennari. Hann vann í verksmiðjunni til að greiða skólagjöld. Konan hélt samt sem áður sambandinu við Thomas áfram. Yfirvöld í Buffaló segja Thomas hafa orðið afar afbrýðisaman út í Brian. Hinn 22 ára námsmaður fannst látinn við bíl sinn á bílastæði verksmiðjunnar tveim dögum eftir morðið, en hann hafði verið skotinn þremur skotum í háls og handlegg af stuttu færi. Thomas Montgomery var ákærður fyrir morðið 10 janúar, en réttað verður í málinu í júní. Eiginkona Thomasar hefur farið fram á skilnað. J.A. Hitchcock sérfræðingur í glæpum á internetinu segir að málið undirstriki þær gildrur sem internetið getur lagt fyrir fólk. Hún segist vona að málið fái almenning til að hugsa sig um hvað það geri á netinu, og hverjar afleiðingarnar gætu orðið.
Fréttir Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Sjá meira