Útlán bankanna tóku kipp undir lok árs 24. janúar 2007 12:21 Útlán íslensku bankanna námu rúmum 3.808 milljörðum króna á síðasta ári, samkvæmt tölum frá Seðlabanka Íslands. Lánin stóðu nokkuð í stað frá vordögum liðins ár en hafa vaxið hratt á síðustu mánuðum liðins árs. Greiningardeild Glitnis bendir á það í Morgunkorni sínu í dag að erlend útlán hafi vaxið hraðar en þau innlendu þegar nær dró áramótum. Hlutur innlendra útlána og markaðsverðbréfa nam 2.524 milljörðum króna en erlend útlán og markaðsverðbréf 1.284 milljörðum króna. Erlend útlán jukust um 77 prósent milli ára innlend útlán um 32 prósent á sama tíma, að sögn greiningardeildarinnar. Greiningardeildin segir heildarskuldir heimilanna við bankakerfið hafi numið 708 milljörðum króna í lok síðasta árs en það er 30 prósenta aukning á milli ára. Deildin bendir hins vegar á að á fyrstu mánuðum síðasta árs hafi heimilin verið í óða önn að skuldbreyta húsnæðislánum sínum, sem jók hlutdeild bankanna í þeim. Að sama skapi minnkaði hlutur Íbúðalánasjóðs. Þá á verðtryggingin talsverðan hlut að máli en verðbólga var um 7 prósent í fyrra. Skuldir innlendra fyrirtækja við íslenskt bankakerfi námu 1.705 milljörðum króna í fyrra en það er 43 prósenta aukning á milli ára. „Við þetta bætist svo væntanlega að á liðnu ári var mikið um skuldabréfaútgáfur fyrirtækja. Ríflega 60 prósent þessara skulda eru gengistryggðar og endurspeglar það að mestu leyti útrás stærri fyrirtækjanna og þá staðreynd að æ stærri hluti tekna þeirra og eigna er í erlendum gjaldmiðlum," segir greiningardeild Glitnis. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fleiri fréttir Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Sjá meira
Útlán íslensku bankanna námu rúmum 3.808 milljörðum króna á síðasta ári, samkvæmt tölum frá Seðlabanka Íslands. Lánin stóðu nokkuð í stað frá vordögum liðins ár en hafa vaxið hratt á síðustu mánuðum liðins árs. Greiningardeild Glitnis bendir á það í Morgunkorni sínu í dag að erlend útlán hafi vaxið hraðar en þau innlendu þegar nær dró áramótum. Hlutur innlendra útlána og markaðsverðbréfa nam 2.524 milljörðum króna en erlend útlán og markaðsverðbréf 1.284 milljörðum króna. Erlend útlán jukust um 77 prósent milli ára innlend útlán um 32 prósent á sama tíma, að sögn greiningardeildarinnar. Greiningardeildin segir heildarskuldir heimilanna við bankakerfið hafi numið 708 milljörðum króna í lok síðasta árs en það er 30 prósenta aukning á milli ára. Deildin bendir hins vegar á að á fyrstu mánuðum síðasta árs hafi heimilin verið í óða önn að skuldbreyta húsnæðislánum sínum, sem jók hlutdeild bankanna í þeim. Að sama skapi minnkaði hlutur Íbúðalánasjóðs. Þá á verðtryggingin talsverðan hlut að máli en verðbólga var um 7 prósent í fyrra. Skuldir innlendra fyrirtækja við íslenskt bankakerfi námu 1.705 milljörðum króna í fyrra en það er 43 prósenta aukning á milli ára. „Við þetta bætist svo væntanlega að á liðnu ári var mikið um skuldabréfaútgáfur fyrirtækja. Ríflega 60 prósent þessara skulda eru gengistryggðar og endurspeglar það að mestu leyti útrás stærri fyrirtækjanna og þá staðreynd að æ stærri hluti tekna þeirra og eigna er í erlendum gjaldmiðlum," segir greiningardeild Glitnis.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fleiri fréttir Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Sjá meira