Detroit herðir takið á Cleveland 5. febrúar 2007 02:22 Chauncey Billups keyrir hér framhjá hinum unga Daniel Gibson hjá liði Cleveland, sem þarf enn að fara í gegn um Detroit ef það ætlar sér að vinna Austurdeildina NordicPhotos/GettyImages Liðsmenn Detroit Pistons minntu LeBron James og félaga í Cleveland Cavaliers rækilega á það í nótt að liðið á enn nokkuð í að geta kallað sig stórveldi í Austurdeildinni. Detroit vann auðveldan útisigur á Cleveland 90-78 og var það fimmti sigur Detroit á Cleveland í röð í deildarkeppninni. Stjörnuleikmaðurinn Chauncey Billups skoraði 18 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Detroit og Chris Webber og Rasheed Wallace bættu við 15 stigum hvor í frekar fyrirhafnarlitlum sigri Detroit, sem sló Cleveland naumlega út úr úrslitakeppninni í annari umferð á síðustu leiktíð. LeBron James skoraði 21 stig fyrir Cleveland, en bróðurpart stiganna skoraði hann þegar úrslit leiksins voru allt nema ráðin undir lokin. James hefur "aðeins" skorað rúm 23 stig að meðaltali í leik gegn Detroit síðan hann kom inn í deildina árið 2003 og er það þriðja lægsta meðaltal hans gegn nokkru liði í NBA. LeBron James viðurkenndi að Detroit liðið hefði ráðið ferðinni og sagði liðið hættulegra nú þegar það væri komið með Chris Webber í stað Ben Wallace, sem fór til Chicago Bulls í sumar. "Það var alltaf þægilegra í vörninni þegar Wallace var í liðinu, því maður gat þó litið af honum. Með tilkomu Webber eru þeir nú komnir með byrjunarlið þar sem hver einasti maður getur skorað 20 stig í hvaða leik sem er," sagði James, en Cleveland er í bullandi vandræðum þessa dagana eftir góða byrjun í haust. Detroit hefur unnið 15 leiki á útivelli og tapað aðeins 9 og er liðið með langbesta útivallaárangurinn í Austurdeildinni. Ekkert annað lið þar hefur unnið helming útileikja sinna eða meira. Fimm lið í Vesturdeildinni hafa 50% vinningshlutfall eða meira á útivöllum. Toronto á fínu skriði Aðeins tveir aðrir leikir fóru fram í NBA í nótt og lauk þeim frekar snemma vegna Superbowl leiksins í NFL. Toronto hélt áfram góðu gengi með því að vinna sannfærandi sigur á LA Clippers á heimavelli sínum 122-110. Chris Bosh skoraði 27 stig fyrir Kanadaliðið og sex leikmenn þess skoruðu 10 stig eða meira í þriðja sigri liðsins í röð. Cuttino Mobley skoraði 24 stig fyrir Clippers og Elton Brand skoraði 21 stig og hirti 10 fráköst. Toronto hefur fyrir vikið náð þriggja leikja forystu í slökum Atlantshafsriðlinum, sem jókst enn frekar þegar Atlanta lagði New Jersey í nótt. Toronto liðið er allt að smella saman eftir að hafa bætt við sig nýjum mannskap í sumar og eru Evrópumennirnir í liðinu að setja skemmtilegan svip á liðið í bland við þá amerísku. Liðið hefur ekki verið með jafngóða stöðu svo seint á keppnistímabili síðan á leiktímabilinu 2001-02. Sögulegur sigur Atlanta Atlanta lagði svo New Jersey 101-99 á útivelli þar sem Tyronn Lue tryggði Atlanta sigurinn með flautukörfu í enda framlengingar. Þetta var þriðji útisigur liðsins í röð, en þeim árangri hefur liðið ekki náð síðan í desember árið 2000. Atlanta hefur unnið fimm af síðustu sjö leikjum sínum og verður það að teljast ansi gott af þessu liði sem verið í kjallara deildarinnar í mörg ár. Það er kannski til marks um það hve veik Austurdeildin er um þessar mundir að þessi litla rispa Atlanta liðsins hefur orðið til þess að nú er liðið ekki nema um þremur leikjum frá Miami í keppni um síðasta sætið inn í úrslitakeppnina í Austurdeildinni. Joe Johnson skoraði 37 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir Atlanta í leiknum en Vince Carter skoraði 27 stig, gaf 8 stoðsendingar og hirti 7 fráköst fyrir New Jersey. NBA Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Sjá meira
Liðsmenn Detroit Pistons minntu LeBron James og félaga í Cleveland Cavaliers rækilega á það í nótt að liðið á enn nokkuð í að geta kallað sig stórveldi í Austurdeildinni. Detroit vann auðveldan útisigur á Cleveland 90-78 og var það fimmti sigur Detroit á Cleveland í röð í deildarkeppninni. Stjörnuleikmaðurinn Chauncey Billups skoraði 18 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Detroit og Chris Webber og Rasheed Wallace bættu við 15 stigum hvor í frekar fyrirhafnarlitlum sigri Detroit, sem sló Cleveland naumlega út úr úrslitakeppninni í annari umferð á síðustu leiktíð. LeBron James skoraði 21 stig fyrir Cleveland, en bróðurpart stiganna skoraði hann þegar úrslit leiksins voru allt nema ráðin undir lokin. James hefur "aðeins" skorað rúm 23 stig að meðaltali í leik gegn Detroit síðan hann kom inn í deildina árið 2003 og er það þriðja lægsta meðaltal hans gegn nokkru liði í NBA. LeBron James viðurkenndi að Detroit liðið hefði ráðið ferðinni og sagði liðið hættulegra nú þegar það væri komið með Chris Webber í stað Ben Wallace, sem fór til Chicago Bulls í sumar. "Það var alltaf þægilegra í vörninni þegar Wallace var í liðinu, því maður gat þó litið af honum. Með tilkomu Webber eru þeir nú komnir með byrjunarlið þar sem hver einasti maður getur skorað 20 stig í hvaða leik sem er," sagði James, en Cleveland er í bullandi vandræðum þessa dagana eftir góða byrjun í haust. Detroit hefur unnið 15 leiki á útivelli og tapað aðeins 9 og er liðið með langbesta útivallaárangurinn í Austurdeildinni. Ekkert annað lið þar hefur unnið helming útileikja sinna eða meira. Fimm lið í Vesturdeildinni hafa 50% vinningshlutfall eða meira á útivöllum. Toronto á fínu skriði Aðeins tveir aðrir leikir fóru fram í NBA í nótt og lauk þeim frekar snemma vegna Superbowl leiksins í NFL. Toronto hélt áfram góðu gengi með því að vinna sannfærandi sigur á LA Clippers á heimavelli sínum 122-110. Chris Bosh skoraði 27 stig fyrir Kanadaliðið og sex leikmenn þess skoruðu 10 stig eða meira í þriðja sigri liðsins í röð. Cuttino Mobley skoraði 24 stig fyrir Clippers og Elton Brand skoraði 21 stig og hirti 10 fráköst. Toronto hefur fyrir vikið náð þriggja leikja forystu í slökum Atlantshafsriðlinum, sem jókst enn frekar þegar Atlanta lagði New Jersey í nótt. Toronto liðið er allt að smella saman eftir að hafa bætt við sig nýjum mannskap í sumar og eru Evrópumennirnir í liðinu að setja skemmtilegan svip á liðið í bland við þá amerísku. Liðið hefur ekki verið með jafngóða stöðu svo seint á keppnistímabili síðan á leiktímabilinu 2001-02. Sögulegur sigur Atlanta Atlanta lagði svo New Jersey 101-99 á útivelli þar sem Tyronn Lue tryggði Atlanta sigurinn með flautukörfu í enda framlengingar. Þetta var þriðji útisigur liðsins í röð, en þeim árangri hefur liðið ekki náð síðan í desember árið 2000. Atlanta hefur unnið fimm af síðustu sjö leikjum sínum og verður það að teljast ansi gott af þessu liði sem verið í kjallara deildarinnar í mörg ár. Það er kannski til marks um það hve veik Austurdeildin er um þessar mundir að þessi litla rispa Atlanta liðsins hefur orðið til þess að nú er liðið ekki nema um þremur leikjum frá Miami í keppni um síðasta sætið inn í úrslitakeppnina í Austurdeildinni. Joe Johnson skoraði 37 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir Atlanta í leiknum en Vince Carter skoraði 27 stig, gaf 8 stoðsendingar og hirti 7 fráköst fyrir New Jersey.
NBA Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Sjá meira