Atlanta skoraði ekki körfu í þriðja leikhluta 21. febrúar 2007 04:19 Chicago valtaði yfir Atlanta í nótt NordicPhotos/GettyImages Chicago hefur ekki gengið vel í NBA deildinni upp á síðkastið en liðið mætti vel einbeitt til leiks gegn Atlanta á heimavelli sínum í nótt. Chicago vann auðveldan 106-81 sigur og skoraði Atlanta öll 8 stig sín í þriðja leikhlutanum úr vítaskotum. Það hafði ekki mikið að segja fyrir Chicago í þessum leik að skorarinn Ben Gordon þyrfti að fara tognaður af velli í þriðja leikhlutanum, en þá klikkaði Atlanta á öllum 16 skotum sínum. Chris Duhon skoraði 17 stig fyrir Chicago í leiknum en Josh Childress skoraði 16 fyrir Atlanta. Allen Iverson lék á ný með Denver Nuggets eftir meiðsli en það hafði ekkert að segja gegn San Antonio þar sem Denver steinlá 95-80. Carmelo Anthony skoraði 15 stig fyrir Denver sem skoraði aðeins 10 stig í þriðja leikhluta og bjargaði andlitinu með 32 stigum í fjórða leikhlutanum þegar minni spámenn liðanna fengu að spreyta sig. Tony Parker skoraði 17 stig í jöfnu og sterku liði San Antonio, þar sem Tim Duncan spilaði ekki nema 25 mínútur. Washington lagði Minnesota á heimavelli 112-100 þar sem Gilbert Arenas hristi af sér slenið og skoraði 38 stig. Arenas hafði verið arfaslakur í síðustu leikjum og kom greinilega endurnærður úr stjörnuleiknum. Kevin Garnett var að vanda atkvæðamestur hjá Minnesota með 26 stig og 13 fráköst. Charlotte vann góðan sigur á New Orleans 104-100. Raymond Felton skoraði 21 stig og gaf 11 stoðsendingar fyrir Charlotte en Chris Paul skoraði 20 stig og gaf 7 stoðsendingar fyrir New Orleans í einvígi leikstjórnendanna sterku úr nýliðavalinu í hittifyrra. New York vann sigur á Orlando 100-94 þar sem New York vann 24. leikinn á tímabilinu og hefur þar með unnið fleiri leiki í vetur en allt tímabilið í fyrra. Jamal Crawford og Eddy Curry skoruðu 20 stig hvor fyrir New York en Dwight Howard skoraði 27 stig og hirti 14 fráköst fyrir Orlando. Detroit vann nauman sigur á Milwaukee 84-83 í beinni útsendingu á NBA TV, þar sem Michael Redd sneri aftur eftir meiðsli í liði Milwaukee. Chauncey Billups skoraði 19 stig fyrir Detroit en Charlie Bell var með 22 fyrir heimamenn. Portland batt enda á sigurgöngu Utah með 103-100 sigri á heimavelli. Utah var án tveggja sinna bestu leikmanna. Mehmet Okur skoraði 25 stig fyrir Utah en Brandon Roy skoraði 27 stig fyrir Portland. Sacramento lagði Boston 104-101 og var þetta 19. tap Boston í síðustu 20 leikjum. Paul Pierce skoraði 26 stig fyrir Boston en Kevin Martin skoraði 22 stig fyrir Sacramento. Seattle lagði Memphis 121-105 þar sem Mike Miller skoraði 20 stig fyrir Memphis en Rashard Lewis var með 34 stig fyrir Seattle. Loks sneri Steve Nash aftur í lið Phoenix sem burstaði LA Clippers á útivelli 115-90. Shawn Marion skoraði 31 stig og hirti 9 fráköst fyrir Phoenix en Corey Maggette skoraði 19 stig fyrir Clippers. NBA Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
Chicago hefur ekki gengið vel í NBA deildinni upp á síðkastið en liðið mætti vel einbeitt til leiks gegn Atlanta á heimavelli sínum í nótt. Chicago vann auðveldan 106-81 sigur og skoraði Atlanta öll 8 stig sín í þriðja leikhlutanum úr vítaskotum. Það hafði ekki mikið að segja fyrir Chicago í þessum leik að skorarinn Ben Gordon þyrfti að fara tognaður af velli í þriðja leikhlutanum, en þá klikkaði Atlanta á öllum 16 skotum sínum. Chris Duhon skoraði 17 stig fyrir Chicago í leiknum en Josh Childress skoraði 16 fyrir Atlanta. Allen Iverson lék á ný með Denver Nuggets eftir meiðsli en það hafði ekkert að segja gegn San Antonio þar sem Denver steinlá 95-80. Carmelo Anthony skoraði 15 stig fyrir Denver sem skoraði aðeins 10 stig í þriðja leikhluta og bjargaði andlitinu með 32 stigum í fjórða leikhlutanum þegar minni spámenn liðanna fengu að spreyta sig. Tony Parker skoraði 17 stig í jöfnu og sterku liði San Antonio, þar sem Tim Duncan spilaði ekki nema 25 mínútur. Washington lagði Minnesota á heimavelli 112-100 þar sem Gilbert Arenas hristi af sér slenið og skoraði 38 stig. Arenas hafði verið arfaslakur í síðustu leikjum og kom greinilega endurnærður úr stjörnuleiknum. Kevin Garnett var að vanda atkvæðamestur hjá Minnesota með 26 stig og 13 fráköst. Charlotte vann góðan sigur á New Orleans 104-100. Raymond Felton skoraði 21 stig og gaf 11 stoðsendingar fyrir Charlotte en Chris Paul skoraði 20 stig og gaf 7 stoðsendingar fyrir New Orleans í einvígi leikstjórnendanna sterku úr nýliðavalinu í hittifyrra. New York vann sigur á Orlando 100-94 þar sem New York vann 24. leikinn á tímabilinu og hefur þar með unnið fleiri leiki í vetur en allt tímabilið í fyrra. Jamal Crawford og Eddy Curry skoruðu 20 stig hvor fyrir New York en Dwight Howard skoraði 27 stig og hirti 14 fráköst fyrir Orlando. Detroit vann nauman sigur á Milwaukee 84-83 í beinni útsendingu á NBA TV, þar sem Michael Redd sneri aftur eftir meiðsli í liði Milwaukee. Chauncey Billups skoraði 19 stig fyrir Detroit en Charlie Bell var með 22 fyrir heimamenn. Portland batt enda á sigurgöngu Utah með 103-100 sigri á heimavelli. Utah var án tveggja sinna bestu leikmanna. Mehmet Okur skoraði 25 stig fyrir Utah en Brandon Roy skoraði 27 stig fyrir Portland. Sacramento lagði Boston 104-101 og var þetta 19. tap Boston í síðustu 20 leikjum. Paul Pierce skoraði 26 stig fyrir Boston en Kevin Martin skoraði 22 stig fyrir Sacramento. Seattle lagði Memphis 121-105 þar sem Mike Miller skoraði 20 stig fyrir Memphis en Rashard Lewis var með 34 stig fyrir Seattle. Loks sneri Steve Nash aftur í lið Phoenix sem burstaði LA Clippers á útivelli 115-90. Shawn Marion skoraði 31 stig og hirti 9 fráköst fyrir Phoenix en Corey Maggette skoraði 19 stig fyrir Clippers.
NBA Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira