Denver valtaði yfir Phoenix 18. mars 2007 14:05 Steve Nash og félagar í Phoenix réðu ekkert við Allen Iverson í nótt, en hann skoraði 44 stig og hitti úr 16 af 22 skotum sínum NordicPhotos/GettyImages Nokkur óvænt úrslit urðu í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Denver rótburstaði Phoenix, Boston hélt upp á dag heilags Patreks með fyrsta sigri sínum í San Antonio í 18 ár og Chicago tapaði fyrir Memphis. Þá vann Cleveland 8. leikinn í röð og Indiana afstýrði vafasömu meti þegar liðið vann sinn fyrsta sigur í 12 leikjum. Denver fór hamförum gegn Phoenix og sigraði 131-103. Allen Iverson skoraði 44 stig og gaf 15 stoðsendingar fyrir Denver og Carmelo Anthony skoraði 29 stig. Leandro Barbosa skoraði 25 stig fyrir Phoenix og Steve Nash skoraði 15 stig og gaf 10 stoðsendingar. Phoenix hefur nú tapað tveimur leikjum í röð - með samtals 46 stigum - síðan liðið vann frækinn sigur á Dallas í tvíframlengdum leik í vikunni. Denver vann fjórða leikinn í röð og er nú að fara á erfiða keppnisferð. San Antonio tapaði fyrir Boston á heimavelli í fyrsta skipti í 18 ár þegar liðið lá 91-85 fyrir þeim grænklæddu. Paul Pierce skoraði 30 stig fyrir Boston og Tony Parker sömuleiðis fyrir San Antonio. Cleveland vann áttunda leikinn í röð þegar það skellti Utah á heimavelli 82-73. Þetta var fjórða tap Utah á fimm dögum á keppnisferð um austurströndina. Carlos Boozer lék sinn fyrsta leik í Cleveland síðan hann fór frá liðinu árið 2004 og skoraði 19 stig og hirti 14 fráköst, En LeBron James skoraði 24 stig, hirti 17 fráköst og gaf 9 stoðsendingar hjá Cleveland. Chicago tapaði fyrir Memphis 104-103. Ben Gordon skoraði 33 stig fyrir Chicago en Mike MIller skoraði 25 stig og hirti 12 fráköst fyrir Memphis - sem vann aðeins 17. leik sinn í vetur. Indiana afstýrði 12. tapinu í röð með sigri á Atlanta á heimavelli 113-90, en tap hefði þýtt vafasamt félagsmet. Troy Murphy skoraði 22 stig fyrir Indiana. Sacramento stöðvaði taphrinu sína með sigri í Orlando 95-83. Kevin Martin skoraði 20 stig fyrir Sacramento en Jameer Nelson skoraði 23 stig fyrir Orlando. Washington skaut New Orleans í kaf 125-103 þar sem Gilbert Arenas skoraði 30 stig og setti niður tvær fjögurra stiga sóknir í leiknum þegar brotið var á honum í þriggja stiga skoti -sem hann setti niður. Chris Paul skoraði 21 stig fyrir New Orleans. Loks vann Golden State nauman sigur á Seattle á útivelli 99-98 í æsispennandi leik á NBA TV þar sem Baron Davis skoraði sigurkörfu Golden State skömmu fyrir leikslok. Jason Richardson skoraði 23 stig fyrir Golden State og Ray Allen setti 25 stig fyrir Seattle og Rashard Lewis 23 stig. NBA Mest lesið Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti Fleiri fréttir „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Sjá meira
Nokkur óvænt úrslit urðu í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Denver rótburstaði Phoenix, Boston hélt upp á dag heilags Patreks með fyrsta sigri sínum í San Antonio í 18 ár og Chicago tapaði fyrir Memphis. Þá vann Cleveland 8. leikinn í röð og Indiana afstýrði vafasömu meti þegar liðið vann sinn fyrsta sigur í 12 leikjum. Denver fór hamförum gegn Phoenix og sigraði 131-103. Allen Iverson skoraði 44 stig og gaf 15 stoðsendingar fyrir Denver og Carmelo Anthony skoraði 29 stig. Leandro Barbosa skoraði 25 stig fyrir Phoenix og Steve Nash skoraði 15 stig og gaf 10 stoðsendingar. Phoenix hefur nú tapað tveimur leikjum í röð - með samtals 46 stigum - síðan liðið vann frækinn sigur á Dallas í tvíframlengdum leik í vikunni. Denver vann fjórða leikinn í röð og er nú að fara á erfiða keppnisferð. San Antonio tapaði fyrir Boston á heimavelli í fyrsta skipti í 18 ár þegar liðið lá 91-85 fyrir þeim grænklæddu. Paul Pierce skoraði 30 stig fyrir Boston og Tony Parker sömuleiðis fyrir San Antonio. Cleveland vann áttunda leikinn í röð þegar það skellti Utah á heimavelli 82-73. Þetta var fjórða tap Utah á fimm dögum á keppnisferð um austurströndina. Carlos Boozer lék sinn fyrsta leik í Cleveland síðan hann fór frá liðinu árið 2004 og skoraði 19 stig og hirti 14 fráköst, En LeBron James skoraði 24 stig, hirti 17 fráköst og gaf 9 stoðsendingar hjá Cleveland. Chicago tapaði fyrir Memphis 104-103. Ben Gordon skoraði 33 stig fyrir Chicago en Mike MIller skoraði 25 stig og hirti 12 fráköst fyrir Memphis - sem vann aðeins 17. leik sinn í vetur. Indiana afstýrði 12. tapinu í röð með sigri á Atlanta á heimavelli 113-90, en tap hefði þýtt vafasamt félagsmet. Troy Murphy skoraði 22 stig fyrir Indiana. Sacramento stöðvaði taphrinu sína með sigri í Orlando 95-83. Kevin Martin skoraði 20 stig fyrir Sacramento en Jameer Nelson skoraði 23 stig fyrir Orlando. Washington skaut New Orleans í kaf 125-103 þar sem Gilbert Arenas skoraði 30 stig og setti niður tvær fjögurra stiga sóknir í leiknum þegar brotið var á honum í þriggja stiga skoti -sem hann setti niður. Chris Paul skoraði 21 stig fyrir New Orleans. Loks vann Golden State nauman sigur á Seattle á útivelli 99-98 í æsispennandi leik á NBA TV þar sem Baron Davis skoraði sigurkörfu Golden State skömmu fyrir leikslok. Jason Richardson skoraði 23 stig fyrir Golden State og Ray Allen setti 25 stig fyrir Seattle og Rashard Lewis 23 stig.
NBA Mest lesið Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti Fleiri fréttir „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Sjá meira