NBA: Joey Crawford dómara vikið úr starfi 17. apríl 2007 18:26 Tim Duncan ræðir hér við Joey Crawford dómara í leik í úrslitunum árið 2005 NordicPhotos/GettyImages Joey Crawford, einni reyndasti dómarinn í NBA deildinni í körfubolta, var í dag leystur frá störfum um óákveðinn tíma vegna umdeilds atviks sem átti sér stað í leik Dallas og San Antonio á sunnudagskvöldið. David Stern, forseti deildarinnar, gaf út yfirlýsingu vegna málsins nú síðdegis. Crawford hefur dæmt í NBA í þrjátíu ár og er almennt talinn einn besti dómari deildarinnar. Hann hefur þó haft á sér nokkuð vafasamt orðspor fyrir að vera fljótur að gefa mönnum tæknivillur af minnsta tilefni og þótti hann fara gróflega yfir strikið á sunnudagskvöldið þegar hann gaf Tim Duncan hjá San Antonio Spurs tvær slíkar með mínútu millibili og henti honum úr húsi. Síðari tæknivilluna fékk Duncan fyrir að sitja hlæjandi á varamannabekknum en Crawford var þá á hinum enda vallarins. Crawford spurði Duncan hvort hann vildi slást við sig og er sagður hafa misst stjórn á skapi sínu. "Frammistaða Crawford í þessu tiltekna máli var alls ekki í samræmi við þær kröfur sem við gerum á dómara í þessari deild og í ljósi sögu hans undir svipuðum kringumstæðum höfum við ákveðið að grípa í taumana," sagði David Stern í yfirlýsingu í dag. Crawford komst einnig í fréttirnar í úrslitaviðureign Vesturdeildarinnar árið 2002 fyrir svipaða tæknivilluárás á Don Nelson þjálfara Dallas og fleiri. "Joey er jafnan talinn einn besti dómarinn í deildinni en hann verður að taka ábyrgð á gjörðum sínum. Við munum ræða betur við hann þegar keppnistímabilinu lýkur," sagði Stern. Ljóst er að Crawford mun ekki koma við sögu það sem eftir lifir af deildarkeppninni - og heldur ekki í úrslitakeppninni sem hefst á fullu um helgina. NBA Mest lesið Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti Fleiri fréttir „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Sjá meira
Joey Crawford, einni reyndasti dómarinn í NBA deildinni í körfubolta, var í dag leystur frá störfum um óákveðinn tíma vegna umdeilds atviks sem átti sér stað í leik Dallas og San Antonio á sunnudagskvöldið. David Stern, forseti deildarinnar, gaf út yfirlýsingu vegna málsins nú síðdegis. Crawford hefur dæmt í NBA í þrjátíu ár og er almennt talinn einn besti dómari deildarinnar. Hann hefur þó haft á sér nokkuð vafasamt orðspor fyrir að vera fljótur að gefa mönnum tæknivillur af minnsta tilefni og þótti hann fara gróflega yfir strikið á sunnudagskvöldið þegar hann gaf Tim Duncan hjá San Antonio Spurs tvær slíkar með mínútu millibili og henti honum úr húsi. Síðari tæknivilluna fékk Duncan fyrir að sitja hlæjandi á varamannabekknum en Crawford var þá á hinum enda vallarins. Crawford spurði Duncan hvort hann vildi slást við sig og er sagður hafa misst stjórn á skapi sínu. "Frammistaða Crawford í þessu tiltekna máli var alls ekki í samræmi við þær kröfur sem við gerum á dómara í þessari deild og í ljósi sögu hans undir svipuðum kringumstæðum höfum við ákveðið að grípa í taumana," sagði David Stern í yfirlýsingu í dag. Crawford komst einnig í fréttirnar í úrslitaviðureign Vesturdeildarinnar árið 2002 fyrir svipaða tæknivilluárás á Don Nelson þjálfara Dallas og fleiri. "Joey er jafnan talinn einn besti dómarinn í deildinni en hann verður að taka ábyrgð á gjörðum sínum. Við munum ræða betur við hann þegar keppnistímabilinu lýkur," sagði Stern. Ljóst er að Crawford mun ekki koma við sögu það sem eftir lifir af deildarkeppninni - og heldur ekki í úrslitakeppninni sem hefst á fullu um helgina.
NBA Mest lesið Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti Fleiri fréttir „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Sjá meira