Körfuboltaæði í Oakland 28. apríl 2007 18:37 Stemmingin í Oakland í gær var engri lík þegar stuðningsmenn liðsins fögnuðu fyrsta heimasigri liðsins í úrslitakeppni í meira en áratug NordicPhotos/GettyImages Þrátt fyrir að lið Golden State Warriors frá Oakland í Kaliforníu hafi ekki riðið feitum hesti í NBA deildinni á síðustu árum, eru stuðningsmenn liðsins jafnan taldir þeir hollustu og bestu í allri deildinni. Í gær var 13 ára bið á enda þegar lið Warriors spilaði loks leik á heimavelli í úrslitakeppninni og fengu þeir nóg fyrir peninginn. Warriors vann afar sannfærandi sigur á deildarmeisturum Dallas Mavericks og er liðið nú afar óvænt komið yfir 2-1 í einvíginu. Metfjöldi áhorfenda sá leikinn í nótt og staðfest hefur verið að þeir 20,629 manns borguðu aðgang í Oracle Arena væri mesti fjöldi áhorfenda sem fylgst hefði með körfuboltaleik í sögu Kaliforníu. Þetta er ekki slæmur árangur í ljósi þess að fornfrægt lið LA Lakers spilar einnig í Kaliforníu. 20,000 gulum bolum með áletruninni "Við trúum" var dreif til stuðningsmanna Warriors fyrir leikinn í gær og sjá mátti stjörnur á borð við Jessica Alba, Owen Wilson og Kate Hudson spóka sig meðal áhorfenda. Dallas vann 67 leiki í deildarkeppninni í vetur og flestir tippuðu á að liðið yrði NBA meistari í ár eftir tap í úrslitarimmunni í fyrra. Það getur vissulega enn gerst, því mikið er eftir af einvíginu við Warriors í fyrstu umferðinni. Það breytir því ekki að Don gamli Nelson er að gera frábæra hluti með Warriors. Hann tók við liðinu í annað sinn á ferlinum síðasta sumar og kom því inn í úrslitakeppnina í vor með frábærum endaspretti. Nelson var áður þjálfari Dallas og þekkir því flesta leikmenn liðsins út og inn. Óhefðbundinn leikstíll liðsins hefur sett lið Dallas gjörsamlega úr jafnvægi og hefur fyrrum lærlingur Nelson og aðstoðarþjálfari, Avery Johnson, enn ekki fundið svar við gamla refnum. Johnson breytti byrjunarliði sínu fyrir fyrsta leik liðanna til að aðlagast lágvöxnu en fljótu liði Warriors - en sú áætlun sprakk í andlitið á honum. Óhætt er að segja að ef Golden State slær Dallas úr keppni, yrðu það óvæntustu úrslit í sögu úrslitakeppninnar, því Dallas náði sjötta besta árangri sem náðst hefur í sögu deildarkeppninnar í vetur með 67 sigrum. Don Nelson þjálfari lætur velgengni í fyrstu þremur leikjunum ekki stíga sér til höfuðs og segist viss um að Dallas spili sinn besta leik til þessa í fjórða leiknum annað kvöld. NBA Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Sjá meira
Þrátt fyrir að lið Golden State Warriors frá Oakland í Kaliforníu hafi ekki riðið feitum hesti í NBA deildinni á síðustu árum, eru stuðningsmenn liðsins jafnan taldir þeir hollustu og bestu í allri deildinni. Í gær var 13 ára bið á enda þegar lið Warriors spilaði loks leik á heimavelli í úrslitakeppninni og fengu þeir nóg fyrir peninginn. Warriors vann afar sannfærandi sigur á deildarmeisturum Dallas Mavericks og er liðið nú afar óvænt komið yfir 2-1 í einvíginu. Metfjöldi áhorfenda sá leikinn í nótt og staðfest hefur verið að þeir 20,629 manns borguðu aðgang í Oracle Arena væri mesti fjöldi áhorfenda sem fylgst hefði með körfuboltaleik í sögu Kaliforníu. Þetta er ekki slæmur árangur í ljósi þess að fornfrægt lið LA Lakers spilar einnig í Kaliforníu. 20,000 gulum bolum með áletruninni "Við trúum" var dreif til stuðningsmanna Warriors fyrir leikinn í gær og sjá mátti stjörnur á borð við Jessica Alba, Owen Wilson og Kate Hudson spóka sig meðal áhorfenda. Dallas vann 67 leiki í deildarkeppninni í vetur og flestir tippuðu á að liðið yrði NBA meistari í ár eftir tap í úrslitarimmunni í fyrra. Það getur vissulega enn gerst, því mikið er eftir af einvíginu við Warriors í fyrstu umferðinni. Það breytir því ekki að Don gamli Nelson er að gera frábæra hluti með Warriors. Hann tók við liðinu í annað sinn á ferlinum síðasta sumar og kom því inn í úrslitakeppnina í vor með frábærum endaspretti. Nelson var áður þjálfari Dallas og þekkir því flesta leikmenn liðsins út og inn. Óhefðbundinn leikstíll liðsins hefur sett lið Dallas gjörsamlega úr jafnvægi og hefur fyrrum lærlingur Nelson og aðstoðarþjálfari, Avery Johnson, enn ekki fundið svar við gamla refnum. Johnson breytti byrjunarliði sínu fyrir fyrsta leik liðanna til að aðlagast lágvöxnu en fljótu liði Warriors - en sú áætlun sprakk í andlitið á honum. Óhætt er að segja að ef Golden State slær Dallas úr keppni, yrðu það óvæntustu úrslit í sögu úrslitakeppninnar, því Dallas náði sjötta besta árangri sem náðst hefur í sögu deildarkeppninnar í vetur með 67 sigrum. Don Nelson þjálfari lætur velgengni í fyrstu þremur leikjunum ekki stíga sér til höfuðs og segist viss um að Dallas spili sinn besta leik til þessa í fjórða leiknum annað kvöld.
NBA Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Sjá meira