Missti félagsíbúð því hún sparaði ekki nóg 30. apríl 2007 19:00 Mosfellsbær sagði einstæðri móður og þunglyndissjúklingi upp félagslegri íbúð vegna þess að hún hafði ekki, af bótum sínum, lagt nægilega fyrir, að mati bæjarins. Formaður fjölskyldunefndar Mosfellsbæjar segir reglurnar ekki settar af mannvonsku heldur til að hjálpa fólki. Rebekka Sif Pétursdóttir er 24 ára gömul, einstæð móðir með tvö börn, 2ja og 8 ára. Hún hefur búið í félagslegri íbúð hjá Mosfellsbæ í þrjú ár og kveðst hafa alla tíð staðið í skilum með leiguna. Þann fimmta janúar fékk hún bréf frá bænum. Þar stóð að leigusamningurinn yrði ekki framlengdur nema til 31. mars. Þá átti hún að yfirgefa íbúðina. Ástæðan sem gefin var fyrir uppsögninni var að hún hefði ekki lagt nóg í sjóð.Hún vissi ekki að henni bæri skylda til að leggja fyrir en í bréfinu er vitnað í reglur fjölskyldunefndar Mosfellsbæjar um úthlutun leiguíbúða.Þar stendur m.a.:"Í tilvikum þar sem leigjandi á við fjárhagsvanda að etja og skuldastaða er slæm, skal viðkomandi gera skriflega áætlun um fjárhagslega stöðu, með það að markmiði að vinna að varanlegri lausn vandans sbr. 1. gr.. reglnanna. Það skal gert með því að greiða niður skuldir og leggja fyrir."Rebekka segist hafa greitt skuldir sínar niður um 50.000 kr. á síðasta leigutímabili en hún skuldar innan við hálfa milljón.Rebekka segist hafa farið á fund bæjarstjórans, Ragnheiðar Ríkharðsdóttur, sem hafi tekið sér vel. Úthlutun félagsíbúða eru trúnaðarmál og bæjarstjóranum var því ekki kunnugt um mál Rebekku. Ragnheiður bæjarstjóri hringdi síðan samdægurs í Rebekku og sagði að hún gæti andað léttar, hún fengi nýjan leigusamning.Þegar Rebekka fór að grennslast fyrir um samninginn kom hún að tómum kofunum hjá bænum. Samningurinn rann út 31. mars og enn hefur hún hefur ekkert í höndunum um að hún fái að vera áfram í íbúðinni.Hún hefur ítrekað reynt að fá samninginn í hendurnar en treystir sér ekki í meira. Andlegri heilsu hennar hefur hrakað síðan hún opnaði bréfið við kvöldmatarborðið, daginn fyrir þrettándann og brotnaði saman.Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar tekur ákvarðanir um félagslegt húsnæði. Formaður nefndarinnar, Jóhanna B. Magnúsdóttir, sagði í samtali við fréttastofu að reglurnar væru ekki settar af mannvonsku heldur til að hjálpa fólki. Aðspurð hvort það væri viðtekin venja að vísa fólki út úr félagslegu húsnæði vegna þess að það hefur ekki lagt nægilega fyrir svaraði Jóhanna að svo gæti farið ef fólk færi ekki eftir því sem það ákveður sjálft með aðstoð starfsmanns bæjarins. Fréttir Innlent Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Mosfellsbær sagði einstæðri móður og þunglyndissjúklingi upp félagslegri íbúð vegna þess að hún hafði ekki, af bótum sínum, lagt nægilega fyrir, að mati bæjarins. Formaður fjölskyldunefndar Mosfellsbæjar segir reglurnar ekki settar af mannvonsku heldur til að hjálpa fólki. Rebekka Sif Pétursdóttir er 24 ára gömul, einstæð móðir með tvö börn, 2ja og 8 ára. Hún hefur búið í félagslegri íbúð hjá Mosfellsbæ í þrjú ár og kveðst hafa alla tíð staðið í skilum með leiguna. Þann fimmta janúar fékk hún bréf frá bænum. Þar stóð að leigusamningurinn yrði ekki framlengdur nema til 31. mars. Þá átti hún að yfirgefa íbúðina. Ástæðan sem gefin var fyrir uppsögninni var að hún hefði ekki lagt nóg í sjóð.Hún vissi ekki að henni bæri skylda til að leggja fyrir en í bréfinu er vitnað í reglur fjölskyldunefndar Mosfellsbæjar um úthlutun leiguíbúða.Þar stendur m.a.:"Í tilvikum þar sem leigjandi á við fjárhagsvanda að etja og skuldastaða er slæm, skal viðkomandi gera skriflega áætlun um fjárhagslega stöðu, með það að markmiði að vinna að varanlegri lausn vandans sbr. 1. gr.. reglnanna. Það skal gert með því að greiða niður skuldir og leggja fyrir."Rebekka segist hafa greitt skuldir sínar niður um 50.000 kr. á síðasta leigutímabili en hún skuldar innan við hálfa milljón.Rebekka segist hafa farið á fund bæjarstjórans, Ragnheiðar Ríkharðsdóttur, sem hafi tekið sér vel. Úthlutun félagsíbúða eru trúnaðarmál og bæjarstjóranum var því ekki kunnugt um mál Rebekku. Ragnheiður bæjarstjóri hringdi síðan samdægurs í Rebekku og sagði að hún gæti andað léttar, hún fengi nýjan leigusamning.Þegar Rebekka fór að grennslast fyrir um samninginn kom hún að tómum kofunum hjá bænum. Samningurinn rann út 31. mars og enn hefur hún hefur ekkert í höndunum um að hún fái að vera áfram í íbúðinni.Hún hefur ítrekað reynt að fá samninginn í hendurnar en treystir sér ekki í meira. Andlegri heilsu hennar hefur hrakað síðan hún opnaði bréfið við kvöldmatarborðið, daginn fyrir þrettándann og brotnaði saman.Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar tekur ákvarðanir um félagslegt húsnæði. Formaður nefndarinnar, Jóhanna B. Magnúsdóttir, sagði í samtali við fréttastofu að reglurnar væru ekki settar af mannvonsku heldur til að hjálpa fólki. Aðspurð hvort það væri viðtekin venja að vísa fólki út úr félagslegu húsnæði vegna þess að það hefur ekki lagt nægilega fyrir svaraði Jóhanna að svo gæti farið ef fólk færi ekki eftir því sem það ákveður sjálft með aðstoð starfsmanns bæjarins.
Fréttir Innlent Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira