Missti félagsíbúð því hún sparaði ekki nóg 30. apríl 2007 19:00 Mosfellsbær sagði einstæðri móður og þunglyndissjúklingi upp félagslegri íbúð vegna þess að hún hafði ekki, af bótum sínum, lagt nægilega fyrir, að mati bæjarins. Formaður fjölskyldunefndar Mosfellsbæjar segir reglurnar ekki settar af mannvonsku heldur til að hjálpa fólki. Rebekka Sif Pétursdóttir er 24 ára gömul, einstæð móðir með tvö börn, 2ja og 8 ára. Hún hefur búið í félagslegri íbúð hjá Mosfellsbæ í þrjú ár og kveðst hafa alla tíð staðið í skilum með leiguna. Þann fimmta janúar fékk hún bréf frá bænum. Þar stóð að leigusamningurinn yrði ekki framlengdur nema til 31. mars. Þá átti hún að yfirgefa íbúðina. Ástæðan sem gefin var fyrir uppsögninni var að hún hefði ekki lagt nóg í sjóð.Hún vissi ekki að henni bæri skylda til að leggja fyrir en í bréfinu er vitnað í reglur fjölskyldunefndar Mosfellsbæjar um úthlutun leiguíbúða.Þar stendur m.a.:"Í tilvikum þar sem leigjandi á við fjárhagsvanda að etja og skuldastaða er slæm, skal viðkomandi gera skriflega áætlun um fjárhagslega stöðu, með það að markmiði að vinna að varanlegri lausn vandans sbr. 1. gr.. reglnanna. Það skal gert með því að greiða niður skuldir og leggja fyrir."Rebekka segist hafa greitt skuldir sínar niður um 50.000 kr. á síðasta leigutímabili en hún skuldar innan við hálfa milljón.Rebekka segist hafa farið á fund bæjarstjórans, Ragnheiðar Ríkharðsdóttur, sem hafi tekið sér vel. Úthlutun félagsíbúða eru trúnaðarmál og bæjarstjóranum var því ekki kunnugt um mál Rebekku. Ragnheiður bæjarstjóri hringdi síðan samdægurs í Rebekku og sagði að hún gæti andað léttar, hún fengi nýjan leigusamning.Þegar Rebekka fór að grennslast fyrir um samninginn kom hún að tómum kofunum hjá bænum. Samningurinn rann út 31. mars og enn hefur hún hefur ekkert í höndunum um að hún fái að vera áfram í íbúðinni.Hún hefur ítrekað reynt að fá samninginn í hendurnar en treystir sér ekki í meira. Andlegri heilsu hennar hefur hrakað síðan hún opnaði bréfið við kvöldmatarborðið, daginn fyrir þrettándann og brotnaði saman.Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar tekur ákvarðanir um félagslegt húsnæði. Formaður nefndarinnar, Jóhanna B. Magnúsdóttir, sagði í samtali við fréttastofu að reglurnar væru ekki settar af mannvonsku heldur til að hjálpa fólki. Aðspurð hvort það væri viðtekin venja að vísa fólki út úr félagslegu húsnæði vegna þess að það hefur ekki lagt nægilega fyrir svaraði Jóhanna að svo gæti farið ef fólk færi ekki eftir því sem það ákveður sjálft með aðstoð starfsmanns bæjarins. Fréttir Innlent Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Mosfellsbær sagði einstæðri móður og þunglyndissjúklingi upp félagslegri íbúð vegna þess að hún hafði ekki, af bótum sínum, lagt nægilega fyrir, að mati bæjarins. Formaður fjölskyldunefndar Mosfellsbæjar segir reglurnar ekki settar af mannvonsku heldur til að hjálpa fólki. Rebekka Sif Pétursdóttir er 24 ára gömul, einstæð móðir með tvö börn, 2ja og 8 ára. Hún hefur búið í félagslegri íbúð hjá Mosfellsbæ í þrjú ár og kveðst hafa alla tíð staðið í skilum með leiguna. Þann fimmta janúar fékk hún bréf frá bænum. Þar stóð að leigusamningurinn yrði ekki framlengdur nema til 31. mars. Þá átti hún að yfirgefa íbúðina. Ástæðan sem gefin var fyrir uppsögninni var að hún hefði ekki lagt nóg í sjóð.Hún vissi ekki að henni bæri skylda til að leggja fyrir en í bréfinu er vitnað í reglur fjölskyldunefndar Mosfellsbæjar um úthlutun leiguíbúða.Þar stendur m.a.:"Í tilvikum þar sem leigjandi á við fjárhagsvanda að etja og skuldastaða er slæm, skal viðkomandi gera skriflega áætlun um fjárhagslega stöðu, með það að markmiði að vinna að varanlegri lausn vandans sbr. 1. gr.. reglnanna. Það skal gert með því að greiða niður skuldir og leggja fyrir."Rebekka segist hafa greitt skuldir sínar niður um 50.000 kr. á síðasta leigutímabili en hún skuldar innan við hálfa milljón.Rebekka segist hafa farið á fund bæjarstjórans, Ragnheiðar Ríkharðsdóttur, sem hafi tekið sér vel. Úthlutun félagsíbúða eru trúnaðarmál og bæjarstjóranum var því ekki kunnugt um mál Rebekku. Ragnheiður bæjarstjóri hringdi síðan samdægurs í Rebekku og sagði að hún gæti andað léttar, hún fengi nýjan leigusamning.Þegar Rebekka fór að grennslast fyrir um samninginn kom hún að tómum kofunum hjá bænum. Samningurinn rann út 31. mars og enn hefur hún hefur ekkert í höndunum um að hún fái að vera áfram í íbúðinni.Hún hefur ítrekað reynt að fá samninginn í hendurnar en treystir sér ekki í meira. Andlegri heilsu hennar hefur hrakað síðan hún opnaði bréfið við kvöldmatarborðið, daginn fyrir þrettándann og brotnaði saman.Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar tekur ákvarðanir um félagslegt húsnæði. Formaður nefndarinnar, Jóhanna B. Magnúsdóttir, sagði í samtali við fréttastofu að reglurnar væru ekki settar af mannvonsku heldur til að hjálpa fólki. Aðspurð hvort það væri viðtekin venja að vísa fólki út úr félagslegu húsnæði vegna þess að það hefur ekki lagt nægilega fyrir svaraði Jóhanna að svo gæti farið ef fólk færi ekki eftir því sem það ákveður sjálft með aðstoð starfsmanns bæjarins.
Fréttir Innlent Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira