Stjórnarandstaðan vill öll draga úr stóriðju 30. apríl 2007 19:06 Stjórnarandstöðuflokkarnir eru allir sammála um stóriðjuhlé, að minnsta kosti á suðvesturhorninu, til að draga úr þenslu en hvorugur stjórnarflokkanna er tilbúinn að forgangsraða stórframkvæmdum á næsta kjörtímabili. Þetta kemur fram í svörum flokkanna við spurningum fréttastofu um peningapólitík. Við höfum farið vítt yfir í skoðunarferð okkar um stefnumál flokkanna. Sex flokkar bjóða fram á landsvísu og nú óskuðum við eftir skýrum svörum frá þeim um peningapólitík. Fyrsta spurningin er: Hvað á að gera til að koma á efnahagslegum stöðugleika? Sjálfstæðisflokkurinn gerir athugasemd við að spurningin feli í sér fullyrðingu. En það er ekki vika síðan Seðlabanki landsmanna sagði brýnasta viðfangsefni hagstjórnarinnar að endurheimta stöðugleika í þjóðarbúskapnum. Skuldir heimilanna hafa vaxið hratt og verðbólgan er fjarri markmiði Seðlabankans. Verstu hagstjórnarmistökin, segir Sjálfstæðisflokkurinn, væru að hér kæmi vinstri stjórn. Annars bendir flokkurinn á mikinn hagvöxt, 75% kaupmáttaraukningu á 13 árum og hverfandi atvinnuleysi og svarar því ekki spurningunni. Fresta stóriðjuframkvæmdum, bæta vinnubrögð við fjárlagagerð og eftirlit með framkvæmd þeirra, segir Samfylkingin sem vill auk þess nýja þjóðarsátt með aðilum vinnumarkaðarins um efnahags-, kjara-, og félagsmál. Vinstri grænir svara ekki en vísa til þingmáls flokksins um aðgerðir til að endurheimta stöðugleika á alþingisvefnum. Framsóknarflokkurinn vill ekki harkalegar skyndiaðgerðir og segja að grunnur hafi verið lagður með lækkun virðisaukaskatts og telja að mikil umsvif í byggingariðnaði geti ekki haldið áfram endalaust. Frjálslyndir vilja hægja á framkvæmdum á Suðvesturhorninu og afnema verðtrygginguna. Og Íslandshreyfingin vill gera hlé á stóriðjuframkvæmdum og auka aðhald í ríkisfjármálum. Stýrivextir á Íslandi eru 14,25 prósent. Margfalt hærri en á hinum Norðurlöndunum, þar sem þeir eru hæstir í Noregi, ein fjögur prósent. Talið er að heimilin skuldi um 70 milljarða í yfirdráttarlán og fyrirtæki 110 milljarða. Stýrivextir hafa bein áhrif á yfirdráttarvexti og þjóðin greiðir því ekki lítið fyrir þessa háu stýrivexti. Því spyrjum við: Er ásættanlegt fyrir fólk og fyrirtæki að stýrivextir séu 14,25%? Ef ekki, hvað er til úrbóta? Sjálfstæðisflokkurinn býst við að þeir lækki þegar um hægist í hagkerfinu. Samfylking segir nei og vill draga úr þenslu. Vinstri grænir segja nei og vísa í sama þingmál á alþingisvefnum. Framsókn segir ekki til lengdar en telur skyndiupphlaup ekki lausnina. Frjálslyndir segja ekki til lengdar en hafa enga lausn. Íslandshreyfingin segir nei og vill kæla hagkerfið til dæmis með því að gera hlé á stóriðjuframkvæmdum. OG að lokum báðum við flokkana að forgangsraða framkvæmdum. Í bígerð er nýtt háskólasjúkrahús, tónlistarhús, Sundabraut, tvöföldun Vesturlandsvegar og Suðurlandsvegar, áframhaldandi virkjanaframkvæmdir fyrir stóriðju á Húsavík og í Helguvík. Við spurðum þolir efnahagslífið allar þessar framkvæmdir á næsta kjörtímabili? Ef ekki, hvernig á að forgangsraða? Sjálfstæðisflokkurinn svarar ekki spurningunni beint. Samfylking segir NEI og vill fresta stóriðjuframkvæmdum og fara í stórátak í samgöngumálum. Vinstri grænir segja álframkvæmdir eiga að bíða. Framsókn svarar ekki spurningunni beint. Frjálslyndir vilja fresta háskólasjúkrahúsi, hægja á stóriðju- og virkjanaframkvæmdum á Suðvesturhorninu og setja samgöngubætur í forgang. Og Íslandshreyfingin vill hlé á stóriðju, byggja háskólasjúkrahús hægt og setja samgöngubætur í forgang. Fréttir Innlent Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Sjá meira
Stjórnarandstöðuflokkarnir eru allir sammála um stóriðjuhlé, að minnsta kosti á suðvesturhorninu, til að draga úr þenslu en hvorugur stjórnarflokkanna er tilbúinn að forgangsraða stórframkvæmdum á næsta kjörtímabili. Þetta kemur fram í svörum flokkanna við spurningum fréttastofu um peningapólitík. Við höfum farið vítt yfir í skoðunarferð okkar um stefnumál flokkanna. Sex flokkar bjóða fram á landsvísu og nú óskuðum við eftir skýrum svörum frá þeim um peningapólitík. Fyrsta spurningin er: Hvað á að gera til að koma á efnahagslegum stöðugleika? Sjálfstæðisflokkurinn gerir athugasemd við að spurningin feli í sér fullyrðingu. En það er ekki vika síðan Seðlabanki landsmanna sagði brýnasta viðfangsefni hagstjórnarinnar að endurheimta stöðugleika í þjóðarbúskapnum. Skuldir heimilanna hafa vaxið hratt og verðbólgan er fjarri markmiði Seðlabankans. Verstu hagstjórnarmistökin, segir Sjálfstæðisflokkurinn, væru að hér kæmi vinstri stjórn. Annars bendir flokkurinn á mikinn hagvöxt, 75% kaupmáttaraukningu á 13 árum og hverfandi atvinnuleysi og svarar því ekki spurningunni. Fresta stóriðjuframkvæmdum, bæta vinnubrögð við fjárlagagerð og eftirlit með framkvæmd þeirra, segir Samfylkingin sem vill auk þess nýja þjóðarsátt með aðilum vinnumarkaðarins um efnahags-, kjara-, og félagsmál. Vinstri grænir svara ekki en vísa til þingmáls flokksins um aðgerðir til að endurheimta stöðugleika á alþingisvefnum. Framsóknarflokkurinn vill ekki harkalegar skyndiaðgerðir og segja að grunnur hafi verið lagður með lækkun virðisaukaskatts og telja að mikil umsvif í byggingariðnaði geti ekki haldið áfram endalaust. Frjálslyndir vilja hægja á framkvæmdum á Suðvesturhorninu og afnema verðtrygginguna. Og Íslandshreyfingin vill gera hlé á stóriðjuframkvæmdum og auka aðhald í ríkisfjármálum. Stýrivextir á Íslandi eru 14,25 prósent. Margfalt hærri en á hinum Norðurlöndunum, þar sem þeir eru hæstir í Noregi, ein fjögur prósent. Talið er að heimilin skuldi um 70 milljarða í yfirdráttarlán og fyrirtæki 110 milljarða. Stýrivextir hafa bein áhrif á yfirdráttarvexti og þjóðin greiðir því ekki lítið fyrir þessa háu stýrivexti. Því spyrjum við: Er ásættanlegt fyrir fólk og fyrirtæki að stýrivextir séu 14,25%? Ef ekki, hvað er til úrbóta? Sjálfstæðisflokkurinn býst við að þeir lækki þegar um hægist í hagkerfinu. Samfylking segir nei og vill draga úr þenslu. Vinstri grænir segja nei og vísa í sama þingmál á alþingisvefnum. Framsókn segir ekki til lengdar en telur skyndiupphlaup ekki lausnina. Frjálslyndir segja ekki til lengdar en hafa enga lausn. Íslandshreyfingin segir nei og vill kæla hagkerfið til dæmis með því að gera hlé á stóriðjuframkvæmdum. OG að lokum báðum við flokkana að forgangsraða framkvæmdum. Í bígerð er nýtt háskólasjúkrahús, tónlistarhús, Sundabraut, tvöföldun Vesturlandsvegar og Suðurlandsvegar, áframhaldandi virkjanaframkvæmdir fyrir stóriðju á Húsavík og í Helguvík. Við spurðum þolir efnahagslífið allar þessar framkvæmdir á næsta kjörtímabili? Ef ekki, hvernig á að forgangsraða? Sjálfstæðisflokkurinn svarar ekki spurningunni beint. Samfylking segir NEI og vill fresta stóriðjuframkvæmdum og fara í stórátak í samgöngumálum. Vinstri grænir segja álframkvæmdir eiga að bíða. Framsókn svarar ekki spurningunni beint. Frjálslyndir vilja fresta háskólasjúkrahúsi, hægja á stóriðju- og virkjanaframkvæmdum á Suðvesturhorninu og setja samgöngubætur í forgang. Og Íslandshreyfingin vill hlé á stóriðju, byggja háskólasjúkrahús hægt og setja samgöngubætur í forgang.
Fréttir Innlent Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Sjá meira