Sögulegur sigur hjá Utah - McGrady grét á blaðamannafundi 6. maí 2007 05:38 Carlos Boozer fór hamförum hjá Utah í nótt með 35 stigum og 14 fráköstum NordicPhotos/GettyImages Utah Jazz varð í nótt síðasta liðið til að tryggja sér sæti í annari umferð úrslitakeppninnar í NBA með dramatískum og sögulegum sigri á Houston Rockets í oddaleik í Houston 103-99. Utah varð með sigrinum aðeins 19. liðið í sögu NBA til að vinna leik 7 á útivelli af þeim 97 leikjum þeirrar tegundar sem háðir hafa verið. Sagan var ekki beinlínis á bandi Utah í leiknum, því liðið hafði tapað 6 útileikjum í röð í úrslitakeppni og 17 af síðustu 18. Liðið hafði ekki unnið einvígi í úrslitakeppni síðan árið 2000, á dögum Karl Malone og John Stockton. Utah byrjaði leikinn í nótt mun betur og hafði forystu í hálfleik eins og reyndar í öllum leikjunum sjö í einvíginu. Heimaliðið hafði unnið alla leikina í einvíginu til þessa og því hölluðust flestir að sigri Houston. Utah náði mest 16 stiga forystu í leiknum, en alltaf náðu heimamenn að jafna og komust yfir seint í fjórða leikhlutanum. Ungt lið Utah sýndi þá mikinn karakter og náði að knýja fram sigur í lokinn, ekki síst með baráttu í sóknarfráköstunum. Carlos Boozer fór hamförum í liði Utah í nótt með 35 stigum og 14 fráköstum, Deron Williams skoraði 20 stig og gaf 14 stoðsendingar og Mehmet Okur skoraði 16 stig og hirti 11 fráköst. Þá er ótalinn þáttur Rússans Andrei Kirilenko, en hann gerði Tracy McGrady lífið leitt í fjórða leikhlutanum með stífum varnarleik. "Ég er stoltur af ungu strákunum í liðinu og ég gæti ekki verið ánægðari með þá," sagði Jerry Sloan þjálfari Utah - sem er á sínu 20. ári með liðið. Yao Ming skoraði 29 stig fyrir Houston og var allt í öllu hjá liðinu á lokasprettinum, en þó félagi hans Tracy McGrady hafi skoraði 29 stig og gefið 13 stoðsendingar í leiknum - náði hann ekki að standa við stóru orðin sem hann gaf út fyrir einvígið þegar hann sagði að ef Houston færi ekki áfram í einvíginu yrði það sér að kenna. McGrady hefur enn ekki náð að komast upp úr fyrstu umferð úrslitakeppninnar í NBA í sex tilraunum. Hann var spurður út í þessa hluti á blaðamannafundi eftir leikinn, en þegar hann hafði setið undir nokkrum spurningum blaðamanna - greip hann um höfuð sér, felldi tár og gekk út af fundinum. "Ég get þetta ekki," sagði hann. Houston hefur ekki unnið úrslitaseríu síðan árið 1997 og var þetta í annað sinn á þremur árum sem liðið tapar seríu í fyrstu umferð eftir að hafa komist yfir 2-0. Utah er því komið áfram í aðra umferðina nokkuð óvænt og fær þar hið erfiða verkefni að mæta Dallas-bönunum í Golden State Warriors. Liðin mættust fjórum sinnum í deildinni í vetur og skiptu með sér sigrum. NBA Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Sjá meira
Utah Jazz varð í nótt síðasta liðið til að tryggja sér sæti í annari umferð úrslitakeppninnar í NBA með dramatískum og sögulegum sigri á Houston Rockets í oddaleik í Houston 103-99. Utah varð með sigrinum aðeins 19. liðið í sögu NBA til að vinna leik 7 á útivelli af þeim 97 leikjum þeirrar tegundar sem háðir hafa verið. Sagan var ekki beinlínis á bandi Utah í leiknum, því liðið hafði tapað 6 útileikjum í röð í úrslitakeppni og 17 af síðustu 18. Liðið hafði ekki unnið einvígi í úrslitakeppni síðan árið 2000, á dögum Karl Malone og John Stockton. Utah byrjaði leikinn í nótt mun betur og hafði forystu í hálfleik eins og reyndar í öllum leikjunum sjö í einvíginu. Heimaliðið hafði unnið alla leikina í einvíginu til þessa og því hölluðust flestir að sigri Houston. Utah náði mest 16 stiga forystu í leiknum, en alltaf náðu heimamenn að jafna og komust yfir seint í fjórða leikhlutanum. Ungt lið Utah sýndi þá mikinn karakter og náði að knýja fram sigur í lokinn, ekki síst með baráttu í sóknarfráköstunum. Carlos Boozer fór hamförum í liði Utah í nótt með 35 stigum og 14 fráköstum, Deron Williams skoraði 20 stig og gaf 14 stoðsendingar og Mehmet Okur skoraði 16 stig og hirti 11 fráköst. Þá er ótalinn þáttur Rússans Andrei Kirilenko, en hann gerði Tracy McGrady lífið leitt í fjórða leikhlutanum með stífum varnarleik. "Ég er stoltur af ungu strákunum í liðinu og ég gæti ekki verið ánægðari með þá," sagði Jerry Sloan þjálfari Utah - sem er á sínu 20. ári með liðið. Yao Ming skoraði 29 stig fyrir Houston og var allt í öllu hjá liðinu á lokasprettinum, en þó félagi hans Tracy McGrady hafi skoraði 29 stig og gefið 13 stoðsendingar í leiknum - náði hann ekki að standa við stóru orðin sem hann gaf út fyrir einvígið þegar hann sagði að ef Houston færi ekki áfram í einvíginu yrði það sér að kenna. McGrady hefur enn ekki náð að komast upp úr fyrstu umferð úrslitakeppninnar í NBA í sex tilraunum. Hann var spurður út í þessa hluti á blaðamannafundi eftir leikinn, en þegar hann hafði setið undir nokkrum spurningum blaðamanna - greip hann um höfuð sér, felldi tár og gekk út af fundinum. "Ég get þetta ekki," sagði hann. Houston hefur ekki unnið úrslitaseríu síðan árið 1997 og var þetta í annað sinn á þremur árum sem liðið tapar seríu í fyrstu umferð eftir að hafa komist yfir 2-0. Utah er því komið áfram í aðra umferðina nokkuð óvænt og fær þar hið erfiða verkefni að mæta Dallas-bönunum í Golden State Warriors. Liðin mættust fjórum sinnum í deildinni í vetur og skiptu með sér sigrum.
NBA Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Sjá meira