Marel sækir inn á Kínamarkað 18. júní 2007 11:46 Kristmann Kristmannsson, ráðgjafi í fiskiðnaði hjá Marel, Ng Joo Kwee, framkvæmdastjóri hjá Pacific Andes og Jens Bjarnason, hópstjóri hugbúnaðarhóps hjá Marel, við yfirlitsmynd af verksmiðjusvæðinu sem nú er í byggingu. Mynd/Marel Marel hefur selt kínverska matvælaframleiðslufyrirtækinu Pacific Andes öflugt upplýsingakerfi sem verður notað í nýrri risaverksmiðju í Quingdao-héraði í Kína. Fyrirtækið mun í kjölfarið opna skrifstofu í Kína og leggja aukna áherslu á innreið í Kína. Í tilkynningu frá Marel kemur fram að Pacific Andes sé með höfuðstöðvar í Hong Kong og teljist eitt af stærstu og öflugustu fiskveiði- og vinnslufyrirtækjum heims. Kerfið sem Pacific Andes kaupir af Marel er framleiðslueftirlitskerfi sem samanstendur af hugbúnaði (MPS) og vogum. Með hugbúnaðinu geta stjórnendur fylgst náið með framleiðsluferlinu frá degi til dags og aukið nýtingu, afköst og gæði framleiðslunnar, og vogum en yfir 3.200 starfsmenn verksmiðjunnar munu nota kerfið við vinnu sína. Svipuð kerfi frá Marel hafa verið notuð víða um heim og miða að því að ná sem mestri nýtingu á hráefni við framleiðslu á unnum fiskafurðum. Haft er eftir Kritsmanni Kristmannssyni, ráðgjafa í fiskiðnaði hjá Marel, að viðskiptin marki tímamót í ýmsum skilningi. Þetta sé fyrsta sala Marel af þessari stærðargráðu í Kína eftir umtalsverða markaðsvinnu og sé vonast til að í kjölfarið opnist ýmsir nýir möguleikar á þessum stóra og ört vaxandi markaði. Innleiðing kerfisins hefst í ágúst en fyrirhugað er að verksmiðjan nýja, þar sem alls munu starfa um 13.000 manns, verði tekin í notkun í haust. Þá er fyrirhugað að fyrsti hluti upplýsingakerfis Marels verði kominn í notkun. Því stendur til að Marel opni á næstu mánuðum skrifstofu í Kína sem mun þjónusta Pacific Andes og halda áfram markaðsstarfi á vegum fyrirtækisins á Kínamarkaði. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Marel hefur selt kínverska matvælaframleiðslufyrirtækinu Pacific Andes öflugt upplýsingakerfi sem verður notað í nýrri risaverksmiðju í Quingdao-héraði í Kína. Fyrirtækið mun í kjölfarið opna skrifstofu í Kína og leggja aukna áherslu á innreið í Kína. Í tilkynningu frá Marel kemur fram að Pacific Andes sé með höfuðstöðvar í Hong Kong og teljist eitt af stærstu og öflugustu fiskveiði- og vinnslufyrirtækjum heims. Kerfið sem Pacific Andes kaupir af Marel er framleiðslueftirlitskerfi sem samanstendur af hugbúnaði (MPS) og vogum. Með hugbúnaðinu geta stjórnendur fylgst náið með framleiðsluferlinu frá degi til dags og aukið nýtingu, afköst og gæði framleiðslunnar, og vogum en yfir 3.200 starfsmenn verksmiðjunnar munu nota kerfið við vinnu sína. Svipuð kerfi frá Marel hafa verið notuð víða um heim og miða að því að ná sem mestri nýtingu á hráefni við framleiðslu á unnum fiskafurðum. Haft er eftir Kritsmanni Kristmannssyni, ráðgjafa í fiskiðnaði hjá Marel, að viðskiptin marki tímamót í ýmsum skilningi. Þetta sé fyrsta sala Marel af þessari stærðargráðu í Kína eftir umtalsverða markaðsvinnu og sé vonast til að í kjölfarið opnist ýmsir nýir möguleikar á þessum stóra og ört vaxandi markaði. Innleiðing kerfisins hefst í ágúst en fyrirhugað er að verksmiðjan nýja, þar sem alls munu starfa um 13.000 manns, verði tekin í notkun í haust. Þá er fyrirhugað að fyrsti hluti upplýsingakerfis Marels verði kominn í notkun. Því stendur til að Marel opni á næstu mánuðum skrifstofu í Kína sem mun þjónusta Pacific Andes og halda áfram markaðsstarfi á vegum fyrirtækisins á Kínamarkaði.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira