Howard skoraði 47 stig í sigri Dallas 9. desember 2007 06:08 Josh Howard var óstöðvandi í nótt NordicPhotos/GettyImages Framherjinn Josh Howard var í miklu stuði í nótt þegar Dallas skellti Utah Jazz 125-117 í skemmtilegum í Dallas. Howard setti persónulegt met með því að skora 47 stig fyrir heimamenn, sem höfðu tapað 6 af síðustu 9 leikjum sínum. Eldra stigamet Howard var 31 stig og hann sló það snemma í síðari hálfleik. Hann hirti auk þess 10 fráköst. Deron Williams hjá Utah var líka í miklu stuði og skoraði 41 stig sem er persónulegt met hjá honum, en bæði lið spiluðu slakan varnarleik og nýttu um 60% skota sinna. Ótrúleg sigurganga Boston Celtics heldur áfram og í nótt vann liðið sigur í 17. leiknum sínum af fyrstu 19 þegar það skellti Chicago á útivelli 91-82. Ray Allen skoraði 21 stig fyrir Boston en Andres Nocioni var með 18 stig fyrir Chicago. Atlanta skellti Memphis 86-78 á heimavelli og færði Memphis fjórða tapið í röð. Josh Smith skoraði 25 stig fyrir Atlanta en Rudy Gay 17 fyrir gestina. Charlotte lagði Cleveland á heimavelli 96-93 og stöðvaði þar með sjö leikja taphrinu, en tap Cleveland var það sjötta í röð og liðið virkar heillum horfið án LeBron James sem er meiddur. Larry Hughes sneri aftur hjá Cleveland eftir meiðsli og skoraði 22 stig af bekknum en Gerald Wallace var með 22 hjá heimamönnum. Philadelphia burstaði New York 105-77 í Madison Square Garden þar sem áhorfendur bauluðu á lið sitt og ekki í fyrsta skipti í vetur. Áhorfendur hrópuðu og vildu fá Isiah Thomas þjálfara burt, en vallarstarfsmenn brugðust við því með því að hækka í tónlistinni til að reyna að yfirgnæfa óánægjuraddirnar. Willie Green skoraði 18 stig fyrir Philadelphia en Nate Robinson skoraði 25 stig fyrir New York. Hann kom ekkert við sögu í fyrri hálfleiknum en tók 16 skot í þeim síðari og nýtti 5 þeirra. Phoenix þurfti loks að játa sig sigrað á mjög þéttu keppnisferðalagi þegar liðið tapaði fyrir botnliði deildarinnar Minnesota 100-93. Al Jefferson átti stórleik hjá Minnesota og skoraði 32 stig og hirti 20 fráköst en Shawn Marion skoraði 18 fyrir Phoenix. Loks vann Denver sigur á Sacramento á heimavelli 101-97 þar sem Allen Iverson skoraði 23 stig og gaf 10 stoðsendingar hjá Denver en John Salmons skoraði 25 stig fyrir Sacramento. NBA Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Fleiri fréttir Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Sjá meira
Framherjinn Josh Howard var í miklu stuði í nótt þegar Dallas skellti Utah Jazz 125-117 í skemmtilegum í Dallas. Howard setti persónulegt met með því að skora 47 stig fyrir heimamenn, sem höfðu tapað 6 af síðustu 9 leikjum sínum. Eldra stigamet Howard var 31 stig og hann sló það snemma í síðari hálfleik. Hann hirti auk þess 10 fráköst. Deron Williams hjá Utah var líka í miklu stuði og skoraði 41 stig sem er persónulegt met hjá honum, en bæði lið spiluðu slakan varnarleik og nýttu um 60% skota sinna. Ótrúleg sigurganga Boston Celtics heldur áfram og í nótt vann liðið sigur í 17. leiknum sínum af fyrstu 19 þegar það skellti Chicago á útivelli 91-82. Ray Allen skoraði 21 stig fyrir Boston en Andres Nocioni var með 18 stig fyrir Chicago. Atlanta skellti Memphis 86-78 á heimavelli og færði Memphis fjórða tapið í röð. Josh Smith skoraði 25 stig fyrir Atlanta en Rudy Gay 17 fyrir gestina. Charlotte lagði Cleveland á heimavelli 96-93 og stöðvaði þar með sjö leikja taphrinu, en tap Cleveland var það sjötta í röð og liðið virkar heillum horfið án LeBron James sem er meiddur. Larry Hughes sneri aftur hjá Cleveland eftir meiðsli og skoraði 22 stig af bekknum en Gerald Wallace var með 22 hjá heimamönnum. Philadelphia burstaði New York 105-77 í Madison Square Garden þar sem áhorfendur bauluðu á lið sitt og ekki í fyrsta skipti í vetur. Áhorfendur hrópuðu og vildu fá Isiah Thomas þjálfara burt, en vallarstarfsmenn brugðust við því með því að hækka í tónlistinni til að reyna að yfirgnæfa óánægjuraddirnar. Willie Green skoraði 18 stig fyrir Philadelphia en Nate Robinson skoraði 25 stig fyrir New York. Hann kom ekkert við sögu í fyrri hálfleiknum en tók 16 skot í þeim síðari og nýtti 5 þeirra. Phoenix þurfti loks að játa sig sigrað á mjög þéttu keppnisferðalagi þegar liðið tapaði fyrir botnliði deildarinnar Minnesota 100-93. Al Jefferson átti stórleik hjá Minnesota og skoraði 32 stig og hirti 20 fráköst en Shawn Marion skoraði 18 fyrir Phoenix. Loks vann Denver sigur á Sacramento á heimavelli 101-97 þar sem Allen Iverson skoraði 23 stig og gaf 10 stoðsendingar hjá Denver en John Salmons skoraði 25 stig fyrir Sacramento.
NBA Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Fleiri fréttir Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum