Stórfelld fækkun fiskvinnslufólks Ingimar Karl Helgason skrifar 13. febrúar 2008 00:01 Fiskvinnslufólki hefur fækkað gríðarlega á einum áratug. Konum hefur fækkað töluvert meira en körlum. „Það eru fyrst og fremst tæknibreytingar í vinnslunni sem skýra þetta,“ segir Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva. Samkvæmt tölum Hagstofunnar hefur fiskvinnslufólki fækkað um fimm þúsund frá árinu 1997. Þá voru starfsmenn í fiskvinnslunni tæplega átta þúsund, en eru nú um þrjú þúsund. Arnar Sigurmundsson segir að tæknibreytingar og aukin sjálfvirkni nái til allra greina vinnslunnar. „Þetta á við í frystingunni, rækjunni, mjöli og lýsi. Alls staðar hefur fólki fækkað.“ „En það er fleira sem skýrir þessa miklu fækkun fiskvinnslufólks undanfarin tíu til fimmtán ár. Vinnsla á sjó hefur aukist, fyrirtækjum hefur líka fækkað, auk þess sem það hefur aukist að flogið sé með aflann óunninn úr landi.“ Arnar Sigurmundsson bendir líka á að það sem af er fiskveiðiárinu hafi hundruð starfa tapast í landvinnslunni. „Þetta eru hátt í 400 störf sem þegar hafa tapast. Samvæmt mínum upplýsingum hafa starfað þarna um fjögur þúsund manns, svo þetta er eitthvað um einn af hverjum tíu. Ég nefndi það á síðasta ársfundi samtakanna að hátt í 600 störf kynnu að tapast þegar allt væri komið fram.“ Sé miðað við nýjustu tölur Hagstofunnar um fjölda starfsmanna fiskvinnslunnar má sjá að ríflega þrettán prósent hafa misst vinnuna vegna kvótaniðurskurðarins. Sumarleyfislokanir verði væntanlega mun lengri en áður. „Ætli það megi ekki gera ráð fyrir tveggja til þriggja mánaða lokun umfram venjulegar sumarleyfislokanir. Það þýðir þó ekki að fólki verði sagt upp, þótt fyrirtækin verði lokuð lengri hluta úr árinu.“ Fram kemur í tölum Hagstofunnar að fyrir áratug voru konur í nokkrum meirihluta fiskvinnslufólks en nú eru karlar fleiri. Konum í greininni hefur fækkað um 3.000 á meðan körlum fækkar um ríflega 2.000. Þá starfar megnið af fiskvinnslufólki utan höfuðborgarsvæðisins, en þar hefur því fækkað um 4.400 á áratug. Ekki liggja fyrir upplýsingar um skiptingu starfa eftir landsvæðum eða uppruna fiskvinnslufólks. Héðan og þaðan Mest lesið Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira
„Það eru fyrst og fremst tæknibreytingar í vinnslunni sem skýra þetta,“ segir Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva. Samkvæmt tölum Hagstofunnar hefur fiskvinnslufólki fækkað um fimm þúsund frá árinu 1997. Þá voru starfsmenn í fiskvinnslunni tæplega átta þúsund, en eru nú um þrjú þúsund. Arnar Sigurmundsson segir að tæknibreytingar og aukin sjálfvirkni nái til allra greina vinnslunnar. „Þetta á við í frystingunni, rækjunni, mjöli og lýsi. Alls staðar hefur fólki fækkað.“ „En það er fleira sem skýrir þessa miklu fækkun fiskvinnslufólks undanfarin tíu til fimmtán ár. Vinnsla á sjó hefur aukist, fyrirtækjum hefur líka fækkað, auk þess sem það hefur aukist að flogið sé með aflann óunninn úr landi.“ Arnar Sigurmundsson bendir líka á að það sem af er fiskveiðiárinu hafi hundruð starfa tapast í landvinnslunni. „Þetta eru hátt í 400 störf sem þegar hafa tapast. Samvæmt mínum upplýsingum hafa starfað þarna um fjögur þúsund manns, svo þetta er eitthvað um einn af hverjum tíu. Ég nefndi það á síðasta ársfundi samtakanna að hátt í 600 störf kynnu að tapast þegar allt væri komið fram.“ Sé miðað við nýjustu tölur Hagstofunnar um fjölda starfsmanna fiskvinnslunnar má sjá að ríflega þrettán prósent hafa misst vinnuna vegna kvótaniðurskurðarins. Sumarleyfislokanir verði væntanlega mun lengri en áður. „Ætli það megi ekki gera ráð fyrir tveggja til þriggja mánaða lokun umfram venjulegar sumarleyfislokanir. Það þýðir þó ekki að fólki verði sagt upp, þótt fyrirtækin verði lokuð lengri hluta úr árinu.“ Fram kemur í tölum Hagstofunnar að fyrir áratug voru konur í nokkrum meirihluta fiskvinnslufólks en nú eru karlar fleiri. Konum í greininni hefur fækkað um 3.000 á meðan körlum fækkar um ríflega 2.000. Þá starfar megnið af fiskvinnslufólki utan höfuðborgarsvæðisins, en þar hefur því fækkað um 4.400 á áratug. Ekki liggja fyrir upplýsingar um skiptingu starfa eftir landsvæðum eða uppruna fiskvinnslufólks.
Héðan og þaðan Mest lesið Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira