Calzaghe og Jones mætast í kvöld Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. nóvember 2008 14:04 Calzaghe og Jones eru hinir mestu mátar en hér stilla þeir sér upp fyrir ljósmyndara í gær. Nordic Photos / Getty Images Einhver stærsti bardagi síðustu ára mun eiga sér stað í Madison Square Garden þegar að Joe Calzaghe og Roy Jones yngri mætast í hringnum. Calzaghe er ósigraður í 45 bardögum og ætlar að hætta eftir bardagann í kvöld. Honum er því mikið í mun að sigra Jones sem hefur af mörgum verið talinn einn besti hnefaleikakappi heims síðasta áratugs. Þeir stigu á vigtina í gær og voru báðir 174 og hálft pund að þyngd en efri mörkin fyrir léttþungavigt eru 175 pund. „Ég er mjög spenntur," sagði Calzaghe. „Þetta verður frábær bardagi. Madison Square Garden er frábær staður og þetta verður mikil sýning. Eftir bardagann verð ég enn ósigraður - 46 sigrar og ekkert tap." „Þetta verður besti bardagi ársins. Þið megið styðja ykkar mann en Roy Jones er mættur aftur," sagði Jones. Hann var einnig ósigraður þar til hann mætti Antonio Tarver öðru sinni í maí árið 2005 en hann hafði unnið Tarver í nóvember árið áður. Næst tapaði hann fyrir Glen Johnson frá Jamaíku og svo aftur fyrir Tarver í byrjun október 2005. Síðan þá hefur Jones hins vegar komið sér aftur á rétta braut og vann hann sigur á Felix Trinidad í janúar síðastliðnum. Calzaghe er sem fyrr segir ósigraður á ferlinum. Árið 1997 skaust hann á stjörnuhimininn þegar hann vann WBO-heimsmeistaratignina í ofurmillivigt af Chris Eubank og hélt henni í tíu ár. Hann afsalaði sér tigninni í fyrra þegar hann ákvað að færa sig upp í léttþungavigt. Síðasti bardagi hans í ofurmillivigt var gegn Dananum Mikkel Kessler í nóvember í fyrra þar sem allir þrír heimsmeistaratitlarnir voru lagðir undir. Hann mætti Bernard Hopkins í apríl síðastliðnum og vann þá sinn fyrsta bardaga í léttþungavigt.Klukkan 23.35 verður bardagi Jones gegn Felix Trinidad sýndur á Stöð 2 Sporti. Að honum loknum taka við þáttaröð sem var gerð um undirbúning bardagans í kvöld en bein útsending hefst klukkan 02.00 í nótt. Box Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Katla kynnt til leiks í Flórens Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Sjá meira
Einhver stærsti bardagi síðustu ára mun eiga sér stað í Madison Square Garden þegar að Joe Calzaghe og Roy Jones yngri mætast í hringnum. Calzaghe er ósigraður í 45 bardögum og ætlar að hætta eftir bardagann í kvöld. Honum er því mikið í mun að sigra Jones sem hefur af mörgum verið talinn einn besti hnefaleikakappi heims síðasta áratugs. Þeir stigu á vigtina í gær og voru báðir 174 og hálft pund að þyngd en efri mörkin fyrir léttþungavigt eru 175 pund. „Ég er mjög spenntur," sagði Calzaghe. „Þetta verður frábær bardagi. Madison Square Garden er frábær staður og þetta verður mikil sýning. Eftir bardagann verð ég enn ósigraður - 46 sigrar og ekkert tap." „Þetta verður besti bardagi ársins. Þið megið styðja ykkar mann en Roy Jones er mættur aftur," sagði Jones. Hann var einnig ósigraður þar til hann mætti Antonio Tarver öðru sinni í maí árið 2005 en hann hafði unnið Tarver í nóvember árið áður. Næst tapaði hann fyrir Glen Johnson frá Jamaíku og svo aftur fyrir Tarver í byrjun október 2005. Síðan þá hefur Jones hins vegar komið sér aftur á rétta braut og vann hann sigur á Felix Trinidad í janúar síðastliðnum. Calzaghe er sem fyrr segir ósigraður á ferlinum. Árið 1997 skaust hann á stjörnuhimininn þegar hann vann WBO-heimsmeistaratignina í ofurmillivigt af Chris Eubank og hélt henni í tíu ár. Hann afsalaði sér tigninni í fyrra þegar hann ákvað að færa sig upp í léttþungavigt. Síðasti bardagi hans í ofurmillivigt var gegn Dananum Mikkel Kessler í nóvember í fyrra þar sem allir þrír heimsmeistaratitlarnir voru lagðir undir. Hann mætti Bernard Hopkins í apríl síðastliðnum og vann þá sinn fyrsta bardaga í léttþungavigt.Klukkan 23.35 verður bardagi Jones gegn Felix Trinidad sýndur á Stöð 2 Sporti. Að honum loknum taka við þáttaröð sem var gerð um undirbúning bardagans í kvöld en bein útsending hefst klukkan 02.00 í nótt.
Box Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Katla kynnt til leiks í Flórens Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Sjá meira