Reynslan hjá Kristrúnu kom þarna í ljós Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2008 22:28 Kristrún Sigurjónsdóttir Mynd/Anton "Það er alltaf svekkjandi að tapa en kannski er það enn meira svekkjandi að tapa svona þegar maður er kominn inn í framlengingu í hausnum. Þetta var slagurinn um toppinn og hugsanlega höfðu Haukarnir þetta á reynslunni," sagði Ari Gunnarsson, þjálfari Hamars eftir þriggja stiga tap fyrir Haukum í toppslag Iceland Express deildar kvenna í kvöld. Ari var þó ekki óánægður með sitt lið. "Ég er mjög stoltur af stelpunum og sérstaklega af því að þær komu til baka tvisvar sinnum í leiknum eftir að Haukarnir höfðu náð forskoti. Það þurfti að berja í þær trúna og það er það sem hefur verið að há liðinu á móti Keflavík og svo í fyrsta leikhluta í kvöld. Það er eins og þær hafi ekki nógu mikla trú á þessu," sagði Ari en Haukar náðu mest 15 stiga forskoti í 1. leikhlutanum og voru 28-15 yfir eftir hann. Þegar 23 sekúndur voru eftir voru Haukar með boltann og tóku leikhlé. Hamar var 76-73 yfir en hvað lagði Ari upp í vörninni. "Við erum þremur stigum yfir og ég bað þær um að gefa þeim ekki þriggja stiga skot. Þær náðu að loka á þriggja stiga skotið hjá Slavicu sem var búin að setja niður mörg stór skot til þessa í leik. Kristrún var ekki búin að hitta neitt en þarna kom reynslan hjá henni í ljós og hún kann að setja svona skot ofan í," sagði Ari en Kristrún Sigurjónsdóttir jafnaði leikinn þegar 12 sekúndur voru eftir. Ari hefur engar áhyggjur þrátt fyrir að Hamarsliðið hafi tapað tveimur leikjum í röð. "Þetta þýðir ekki neitt fyrir mitt lið. Það eru allir sárir núna og eflaust eru einhverjir að leita að einhverjum sökudólgi. Ég ríf þær upp af rassgatinu strax á fyrstu æfingu á morgun og fer að undirbúa þær fyrir næsta leik," sagði Ari en næsti leikur Hamars er gegn Snæfelli í Stykkishólmi. Dominos-deild kvenna Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Fótbolti Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira
"Það er alltaf svekkjandi að tapa en kannski er það enn meira svekkjandi að tapa svona þegar maður er kominn inn í framlengingu í hausnum. Þetta var slagurinn um toppinn og hugsanlega höfðu Haukarnir þetta á reynslunni," sagði Ari Gunnarsson, þjálfari Hamars eftir þriggja stiga tap fyrir Haukum í toppslag Iceland Express deildar kvenna í kvöld. Ari var þó ekki óánægður með sitt lið. "Ég er mjög stoltur af stelpunum og sérstaklega af því að þær komu til baka tvisvar sinnum í leiknum eftir að Haukarnir höfðu náð forskoti. Það þurfti að berja í þær trúna og það er það sem hefur verið að há liðinu á móti Keflavík og svo í fyrsta leikhluta í kvöld. Það er eins og þær hafi ekki nógu mikla trú á þessu," sagði Ari en Haukar náðu mest 15 stiga forskoti í 1. leikhlutanum og voru 28-15 yfir eftir hann. Þegar 23 sekúndur voru eftir voru Haukar með boltann og tóku leikhlé. Hamar var 76-73 yfir en hvað lagði Ari upp í vörninni. "Við erum þremur stigum yfir og ég bað þær um að gefa þeim ekki þriggja stiga skot. Þær náðu að loka á þriggja stiga skotið hjá Slavicu sem var búin að setja niður mörg stór skot til þessa í leik. Kristrún var ekki búin að hitta neitt en þarna kom reynslan hjá henni í ljós og hún kann að setja svona skot ofan í," sagði Ari en Kristrún Sigurjónsdóttir jafnaði leikinn þegar 12 sekúndur voru eftir. Ari hefur engar áhyggjur þrátt fyrir að Hamarsliðið hafi tapað tveimur leikjum í röð. "Þetta þýðir ekki neitt fyrir mitt lið. Það eru allir sárir núna og eflaust eru einhverjir að leita að einhverjum sökudólgi. Ég ríf þær upp af rassgatinu strax á fyrstu æfingu á morgun og fer að undirbúa þær fyrir næsta leik," sagði Ari en næsti leikur Hamars er gegn Snæfelli í Stykkishólmi.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Fótbolti Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira