NBA í nótt: Utah lagði Phoenix Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. nóvember 2008 09:12 Raja Bell brýtur hér á Paul Millsap, leikmanni Utah. Nordic Photos / Getty Images Þrír leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt og allir í Vesturdeildinni. Utah, San Antonio og Houston unnu öll sigra á andstæðingum sínum. Utah vann góðan sigur á Phoenix, 109-97, eftir að hafa hafa verið með þriggja stiga forystu í hálfleik, 57-54. Utah hélt svo uppteknum hætti í síðari hálfleik og vann tólf stiga sigur. Mestu munaði um að Utah fór illa með Phoenix í fráköstum, tók alls 47 fráköst gegn 26 hjá Phoenix. Þar af náði hinn tröllvaxni Shaquille O'Neal aðeins einu frákasti í öllum leiknum. Þetta var fyrsti sigur Utah í síðustu fjórum leikjum en liðið er engu að síður í öðru sæti Vesturdeildarinnar með sjö sigurleiki, rétt eins og Houston og LA Lakers sem hefur að vísu aðeins tapað einum leik. Carlos Boozer og CJ Miles voru stigahæstir með 21 stig hvor en Boozer tók þar að auki fimmtán fráköst. Andrei Kirilenko kom næstur með nítján stig og sjö fráköst. Hjá Phoenix var Amare Stoudemire stigahæstur með 30 stig og átta fráköst. Matt Barnes kom næstur með nítján stig og Steve Nash fjórtán og átta stoðsendingar. San Antonio vann LA Clippers, 86-83, þar sem Roger Mason tryggði San Antonio sigur með þriggja stiga körfu þegar 8,4 sekúndur voru eftir. Baron Davis hefði getað jafnað metin með síðasta skoti leiksins en það geigaði. Bæði Manu Ginobili og Tony Parker eru frá vegna meiðsla og var það því undir öðrum leikmönnum komið að fylla í skarð þeirra. Það gerði Mason sem var þar að auki stigahæstur með 21 stig. Tim Duncan kom næstur með 20 stig og fimmtán fráköst. Michael Finley skoraði nítján. Hjá Clippers var Cuttino Mobley stigahæstur með átján stig en Chris Kaman kom næstur með sautján stig og þrettán fráköst. Davis var með ellefu stig og átta stoðsendingar. Houston vann Oklahoma City, 100-89, og tapaði síðarnefnda liðið þar með sínum tíunda leik í sínum fyrstu ellefu leikjum í sögu þess. Sigurinn var þó súrsætur þar sem hnémeiðsli Tracy McGrady tóku sig upp í leiknum og þurfti hann að fara af velli strax í upphafi síðari hálfleiks. Það hafði þó lítil áhrif á leikinn þar sem sigur Houston var nokkuð öruggur. Luis Scola skoraði 23 stig fyrir Houston og Yao Ming nítján auk þess sem hann tók tólf fráköst. Ron Artest skoraði sautján stig og tók ellefu fráköst. Kevin Durant skoraði 29 stig fyrir Oklahoma City og Jeff Green sextán. NBA Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Þrír leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt og allir í Vesturdeildinni. Utah, San Antonio og Houston unnu öll sigra á andstæðingum sínum. Utah vann góðan sigur á Phoenix, 109-97, eftir að hafa hafa verið með þriggja stiga forystu í hálfleik, 57-54. Utah hélt svo uppteknum hætti í síðari hálfleik og vann tólf stiga sigur. Mestu munaði um að Utah fór illa með Phoenix í fráköstum, tók alls 47 fráköst gegn 26 hjá Phoenix. Þar af náði hinn tröllvaxni Shaquille O'Neal aðeins einu frákasti í öllum leiknum. Þetta var fyrsti sigur Utah í síðustu fjórum leikjum en liðið er engu að síður í öðru sæti Vesturdeildarinnar með sjö sigurleiki, rétt eins og Houston og LA Lakers sem hefur að vísu aðeins tapað einum leik. Carlos Boozer og CJ Miles voru stigahæstir með 21 stig hvor en Boozer tók þar að auki fimmtán fráköst. Andrei Kirilenko kom næstur með nítján stig og sjö fráköst. Hjá Phoenix var Amare Stoudemire stigahæstur með 30 stig og átta fráköst. Matt Barnes kom næstur með nítján stig og Steve Nash fjórtán og átta stoðsendingar. San Antonio vann LA Clippers, 86-83, þar sem Roger Mason tryggði San Antonio sigur með þriggja stiga körfu þegar 8,4 sekúndur voru eftir. Baron Davis hefði getað jafnað metin með síðasta skoti leiksins en það geigaði. Bæði Manu Ginobili og Tony Parker eru frá vegna meiðsla og var það því undir öðrum leikmönnum komið að fylla í skarð þeirra. Það gerði Mason sem var þar að auki stigahæstur með 21 stig. Tim Duncan kom næstur með 20 stig og fimmtán fráköst. Michael Finley skoraði nítján. Hjá Clippers var Cuttino Mobley stigahæstur með átján stig en Chris Kaman kom næstur með sautján stig og þrettán fráköst. Davis var með ellefu stig og átta stoðsendingar. Houston vann Oklahoma City, 100-89, og tapaði síðarnefnda liðið þar með sínum tíunda leik í sínum fyrstu ellefu leikjum í sögu þess. Sigurinn var þó súrsætur þar sem hnémeiðsli Tracy McGrady tóku sig upp í leiknum og þurfti hann að fara af velli strax í upphafi síðari hálfleiks. Það hafði þó lítil áhrif á leikinn þar sem sigur Houston var nokkuð öruggur. Luis Scola skoraði 23 stig fyrir Houston og Yao Ming nítján auk þess sem hann tók tólf fráköst. Ron Artest skoraði sautján stig og tók ellefu fráköst. Kevin Durant skoraði 29 stig fyrir Oklahoma City og Jeff Green sextán.
NBA Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira