Svona eiga toppslagir að vera Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2008 22:52 LaKiste Barkus hjá Hamri reynir hér að brjóta sér leið í gegn um vörn Hauka "Svona eiga toppslagir að vera," sagði sigurreifur þjálfari Haukanna, Yngvi Gunnlaugsson, í leiksloka á 76-73 sigri liðsins á Hamar í uppgjöri efstu liðanna í Iceland Expresss deild kvenna. Haukaliðið er þar með búið að vinna fimm leiki í röð og hefur tveggja stiga forskot á Keflavík og Hamar sem koma í næstu sætum. Það var Slavica Dimovska sem tryggði Haukum dramatískan sigur með flautukörfu langt fyrir utan þriggja stiga línuna. "Hamarsliðið sýndi það að öll þessi umfjöllun sem liðið er búið að fá er lofsins verð og þær eiga hana svo sannarlega skilið," segir Yngvi en núna eru Haukarnir komnir á toppinn. "Við erum búin að læða okkur upp töfluna í skugga Hamars," segir Yngvi sem setti upp skot fyrir fyrirliðann Kristrúnu Sigurjónsdóttur í lokin þrátt fyrir að hún hafi ekki verið búin að setja niður þriggja stiga skot í leiknum. "Við settum upp kerfi og Kristrún setti niður þristinn sem var akkúrat það sem átti að gerast. Slavica nær síðan boltanum og áttar sig ekki hvað mikið er eftir en ég rak hana áfram og hún tók skotið. Þetta er svona skot þar sem 1 af hverju 10 fara rétta leið," sagði Yngvi brosandi í leikslok. Yngvi er ánægður með lykilmenn sína, Slavicu Dimovsku og Kristrúnu Sigurjónsdóttur. "Ég er með tvær bestu þriggja stiga skytturnar á landinu í Slavicu og Kristrúnu. Slavica sýndi mátt sinn og megin. Hún var frábær og hjálpar liðinu mikið. Kristrún er þvílíkur leiðtogi og búin að sýna það að hún er hungruð. Kristrún sem búin að sýna hollustu í Haukum og vonandi getum við sýnt henni sömu hollustu á móti með því að halda okkur á toppnum," sagði Yngvi sem var útkeyrður eftir leik enda tók hann mikið á þar sem lið hans skiptist á að komast yfir og lenda undir. "Ég er alveg búin á því en svona eiga toppleikir að vera. Mikið er ég fegin að vera sigurmegin núna en maður veit aldrei hvenær maður er tapmegin," sagði Yngvi að lokum. Dominos-deild kvenna Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR-konur og Stólarnir örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Sjá meira
"Svona eiga toppslagir að vera," sagði sigurreifur þjálfari Haukanna, Yngvi Gunnlaugsson, í leiksloka á 76-73 sigri liðsins á Hamar í uppgjöri efstu liðanna í Iceland Expresss deild kvenna. Haukaliðið er þar með búið að vinna fimm leiki í röð og hefur tveggja stiga forskot á Keflavík og Hamar sem koma í næstu sætum. Það var Slavica Dimovska sem tryggði Haukum dramatískan sigur með flautukörfu langt fyrir utan þriggja stiga línuna. "Hamarsliðið sýndi það að öll þessi umfjöllun sem liðið er búið að fá er lofsins verð og þær eiga hana svo sannarlega skilið," segir Yngvi en núna eru Haukarnir komnir á toppinn. "Við erum búin að læða okkur upp töfluna í skugga Hamars," segir Yngvi sem setti upp skot fyrir fyrirliðann Kristrúnu Sigurjónsdóttur í lokin þrátt fyrir að hún hafi ekki verið búin að setja niður þriggja stiga skot í leiknum. "Við settum upp kerfi og Kristrún setti niður þristinn sem var akkúrat það sem átti að gerast. Slavica nær síðan boltanum og áttar sig ekki hvað mikið er eftir en ég rak hana áfram og hún tók skotið. Þetta er svona skot þar sem 1 af hverju 10 fara rétta leið," sagði Yngvi brosandi í leikslok. Yngvi er ánægður með lykilmenn sína, Slavicu Dimovsku og Kristrúnu Sigurjónsdóttur. "Ég er með tvær bestu þriggja stiga skytturnar á landinu í Slavicu og Kristrúnu. Slavica sýndi mátt sinn og megin. Hún var frábær og hjálpar liðinu mikið. Kristrún er þvílíkur leiðtogi og búin að sýna það að hún er hungruð. Kristrún sem búin að sýna hollustu í Haukum og vonandi getum við sýnt henni sömu hollustu á móti með því að halda okkur á toppnum," sagði Yngvi sem var útkeyrður eftir leik enda tók hann mikið á þar sem lið hans skiptist á að komast yfir og lenda undir. "Ég er alveg búin á því en svona eiga toppleikir að vera. Mikið er ég fegin að vera sigurmegin núna en maður veit aldrei hvenær maður er tapmegin," sagði Yngvi að lokum.
Dominos-deild kvenna Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR-konur og Stólarnir örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Sjá meira