Svona eiga toppslagir að vera Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2008 22:52 LaKiste Barkus hjá Hamri reynir hér að brjóta sér leið í gegn um vörn Hauka "Svona eiga toppslagir að vera," sagði sigurreifur þjálfari Haukanna, Yngvi Gunnlaugsson, í leiksloka á 76-73 sigri liðsins á Hamar í uppgjöri efstu liðanna í Iceland Expresss deild kvenna. Haukaliðið er þar með búið að vinna fimm leiki í röð og hefur tveggja stiga forskot á Keflavík og Hamar sem koma í næstu sætum. Það var Slavica Dimovska sem tryggði Haukum dramatískan sigur með flautukörfu langt fyrir utan þriggja stiga línuna. "Hamarsliðið sýndi það að öll þessi umfjöllun sem liðið er búið að fá er lofsins verð og þær eiga hana svo sannarlega skilið," segir Yngvi en núna eru Haukarnir komnir á toppinn. "Við erum búin að læða okkur upp töfluna í skugga Hamars," segir Yngvi sem setti upp skot fyrir fyrirliðann Kristrúnu Sigurjónsdóttur í lokin þrátt fyrir að hún hafi ekki verið búin að setja niður þriggja stiga skot í leiknum. "Við settum upp kerfi og Kristrún setti niður þristinn sem var akkúrat það sem átti að gerast. Slavica nær síðan boltanum og áttar sig ekki hvað mikið er eftir en ég rak hana áfram og hún tók skotið. Þetta er svona skot þar sem 1 af hverju 10 fara rétta leið," sagði Yngvi brosandi í leikslok. Yngvi er ánægður með lykilmenn sína, Slavicu Dimovsku og Kristrúnu Sigurjónsdóttur. "Ég er með tvær bestu þriggja stiga skytturnar á landinu í Slavicu og Kristrúnu. Slavica sýndi mátt sinn og megin. Hún var frábær og hjálpar liðinu mikið. Kristrún er þvílíkur leiðtogi og búin að sýna það að hún er hungruð. Kristrún sem búin að sýna hollustu í Haukum og vonandi getum við sýnt henni sömu hollustu á móti með því að halda okkur á toppnum," sagði Yngvi sem var útkeyrður eftir leik enda tók hann mikið á þar sem lið hans skiptist á að komast yfir og lenda undir. "Ég er alveg búin á því en svona eiga toppleikir að vera. Mikið er ég fegin að vera sigurmegin núna en maður veit aldrei hvenær maður er tapmegin," sagði Yngvi að lokum. Dominos-deild kvenna Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Íslenski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Fleiri fréttir Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Sjá meira
"Svona eiga toppslagir að vera," sagði sigurreifur þjálfari Haukanna, Yngvi Gunnlaugsson, í leiksloka á 76-73 sigri liðsins á Hamar í uppgjöri efstu liðanna í Iceland Expresss deild kvenna. Haukaliðið er þar með búið að vinna fimm leiki í röð og hefur tveggja stiga forskot á Keflavík og Hamar sem koma í næstu sætum. Það var Slavica Dimovska sem tryggði Haukum dramatískan sigur með flautukörfu langt fyrir utan þriggja stiga línuna. "Hamarsliðið sýndi það að öll þessi umfjöllun sem liðið er búið að fá er lofsins verð og þær eiga hana svo sannarlega skilið," segir Yngvi en núna eru Haukarnir komnir á toppinn. "Við erum búin að læða okkur upp töfluna í skugga Hamars," segir Yngvi sem setti upp skot fyrir fyrirliðann Kristrúnu Sigurjónsdóttur í lokin þrátt fyrir að hún hafi ekki verið búin að setja niður þriggja stiga skot í leiknum. "Við settum upp kerfi og Kristrún setti niður þristinn sem var akkúrat það sem átti að gerast. Slavica nær síðan boltanum og áttar sig ekki hvað mikið er eftir en ég rak hana áfram og hún tók skotið. Þetta er svona skot þar sem 1 af hverju 10 fara rétta leið," sagði Yngvi brosandi í leikslok. Yngvi er ánægður með lykilmenn sína, Slavicu Dimovsku og Kristrúnu Sigurjónsdóttur. "Ég er með tvær bestu þriggja stiga skytturnar á landinu í Slavicu og Kristrúnu. Slavica sýndi mátt sinn og megin. Hún var frábær og hjálpar liðinu mikið. Kristrún er þvílíkur leiðtogi og búin að sýna það að hún er hungruð. Kristrún sem búin að sýna hollustu í Haukum og vonandi getum við sýnt henni sömu hollustu á móti með því að halda okkur á toppnum," sagði Yngvi sem var útkeyrður eftir leik enda tók hann mikið á þar sem lið hans skiptist á að komast yfir og lenda undir. "Ég er alveg búin á því en svona eiga toppleikir að vera. Mikið er ég fegin að vera sigurmegin núna en maður veit aldrei hvenær maður er tapmegin," sagði Yngvi að lokum.
Dominos-deild kvenna Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Íslenski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Fleiri fréttir Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Sjá meira