NBA í nótt: Loksins vann Phoenix Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. desember 2008 11:00 Amare Stoudemire átti stórleik í liði Phoenix í nótt. Nordic Photos / Getty Images Phoenix vann sinn fyrsta leik af síðustu fimm er liðið vann sigur á Utah, 106-104. Alls fóru tíu leikir fram í NBA-deildinni í nótt. Amare Stoudemire reyndist gera gæfumuninn í leiknum en hann skoraði 22 stig og tók þar að auki 20 fráköst. Þetta var fjórði 20-20 leikurinn hans á ferlinum. Stoudemire reyndist sérstaklega drjúgur í sóknarfráköstunum en hann tók ellefu slík í leiknum. Phoenix tók alls 54 fráköst í leiknum en Utah 37. Staðan var jöfn í lok hvers leikhluta þar til í þeim síðasta. Leikurinn var því í járnum lengst af en Phoenix tók forystuna í síðasta skipti þegar tæpar tvær mínútur voru til leiksloka. Helsti munurinn reyndist vera sá að Phoenix fór oft á vítalínuna í fjórða leikhlutanum og nýtti vítin vel. Leandro Barbosa var stigahæstur hjá Phoenix með 25 stig og Shaquille O'Neal skoraði fimmtán og tók tíu fráköst. Hjá Utah voru þeir CJ Milens og Paul Millsap stigahæstur með 20 stig hvor en Millsap tók tólf fráköst. Andrei Kirilenko skoraði sautján stig í leiknum. Cleveland vann Charlotte, 94-74, og þar með sinn áttunda sigur í röð. LeBron James skoraði 25 stig í leiknum en þetta er besta byrjun í sögu félagsins. Dallas vann Atlanta, 100-98. Jose Barea skoraði 22 stig, þar af sextán í þriðja leikhluta þar sem Dallas náði undirtökunum í leiknum. Þetta var níundi sigur Dallas í síðustu tíu leikjum sínum. Joe Johnson skoraði 32 stig fyrir Atlanta. New Jersey vann Philadelphia, 95-84. Devin Harris skoraði 27 stig fyrir New Jersey sem hefur unnið fjóra útileiki í röð og fimm af síðustu sex leikjum sínum. Miami vann Oklahoma, 105-99. Dwyane Wade skoraði 25 stig í fyrri hálfleik og alls 38 í leiknum. Þetta var þriðji sigur Miami í röð en það er í fyrsta sinn sem liðið nær þeim árangri síðan í apríl í fyrra. Russell Westbrook var stigahæstur hjá Oklahoma með 30 stig. LA Clippers vann Minnesota, 107-84. Baron Davis var með 27 stig og níu stoðsendingar fyrir Clippers og Marcus Camby bætti við tólf stigum, nítján fráköstum og sjö vörðum skotum. New Orleans vann Memphis, 106-87. Chris Paul var með 21 stig fyrir New Orleans og ellefu stoðsendingar. San Antonio vann Golden State, 123-88. Tim Duncan skoraði 20 stig á 21 mínútu en þetta var níunda tap Golden State í röð. Chicago vann Washington, 117-110. Luol Deng skoraði 26 stig fyrir Chicago. Denver vann Sacramento, 118-85. Chauncey Billups skoraði 24 stig fyrir Denver en John Salmons 22 fyrir Sacramento. NBA Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Enski boltinn Fleiri fréttir „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn Sjá meira
Phoenix vann sinn fyrsta leik af síðustu fimm er liðið vann sigur á Utah, 106-104. Alls fóru tíu leikir fram í NBA-deildinni í nótt. Amare Stoudemire reyndist gera gæfumuninn í leiknum en hann skoraði 22 stig og tók þar að auki 20 fráköst. Þetta var fjórði 20-20 leikurinn hans á ferlinum. Stoudemire reyndist sérstaklega drjúgur í sóknarfráköstunum en hann tók ellefu slík í leiknum. Phoenix tók alls 54 fráköst í leiknum en Utah 37. Staðan var jöfn í lok hvers leikhluta þar til í þeim síðasta. Leikurinn var því í járnum lengst af en Phoenix tók forystuna í síðasta skipti þegar tæpar tvær mínútur voru til leiksloka. Helsti munurinn reyndist vera sá að Phoenix fór oft á vítalínuna í fjórða leikhlutanum og nýtti vítin vel. Leandro Barbosa var stigahæstur hjá Phoenix með 25 stig og Shaquille O'Neal skoraði fimmtán og tók tíu fráköst. Hjá Utah voru þeir CJ Milens og Paul Millsap stigahæstur með 20 stig hvor en Millsap tók tólf fráköst. Andrei Kirilenko skoraði sautján stig í leiknum. Cleveland vann Charlotte, 94-74, og þar með sinn áttunda sigur í röð. LeBron James skoraði 25 stig í leiknum en þetta er besta byrjun í sögu félagsins. Dallas vann Atlanta, 100-98. Jose Barea skoraði 22 stig, þar af sextán í þriðja leikhluta þar sem Dallas náði undirtökunum í leiknum. Þetta var níundi sigur Dallas í síðustu tíu leikjum sínum. Joe Johnson skoraði 32 stig fyrir Atlanta. New Jersey vann Philadelphia, 95-84. Devin Harris skoraði 27 stig fyrir New Jersey sem hefur unnið fjóra útileiki í röð og fimm af síðustu sex leikjum sínum. Miami vann Oklahoma, 105-99. Dwyane Wade skoraði 25 stig í fyrri hálfleik og alls 38 í leiknum. Þetta var þriðji sigur Miami í röð en það er í fyrsta sinn sem liðið nær þeim árangri síðan í apríl í fyrra. Russell Westbrook var stigahæstur hjá Oklahoma með 30 stig. LA Clippers vann Minnesota, 107-84. Baron Davis var með 27 stig og níu stoðsendingar fyrir Clippers og Marcus Camby bætti við tólf stigum, nítján fráköstum og sjö vörðum skotum. New Orleans vann Memphis, 106-87. Chris Paul var með 21 stig fyrir New Orleans og ellefu stoðsendingar. San Antonio vann Golden State, 123-88. Tim Duncan skoraði 20 stig á 21 mínútu en þetta var níunda tap Golden State í röð. Chicago vann Washington, 117-110. Luol Deng skoraði 26 stig fyrir Chicago. Denver vann Sacramento, 118-85. Chauncey Billups skoraði 24 stig fyrir Denver en John Salmons 22 fyrir Sacramento.
NBA Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Enski boltinn Fleiri fréttir „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn Sjá meira