Lagaprófessor telur dóm Birgis í Færeyjum þungan Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 13. apríl 2008 00:01 Birgir Páll og Olavur Jákup Kristoffersen verjandi hans í réttarsal. TEIKNING: JANUS GUTTESEN Birgir Páll Marteinsson var dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir brot á fíkniefnalöggjöfinni í Færeyjum með aðild að Pólstjörnumálinu. Dómur féll um miðnætti á föstudag en fyrr um kvöldið var hann fundinn sekur, líkt og Fréttablaðið greindi frá. Þá var hann dæmdur í ævilangt endurkomubann til Færeyja. Birgir hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan 21. september í fyrra. Sigurður Líndal lagaprófessor segir að sér finnist refsingin vera þung. „Ég efast um að dómstólar hér heima hefðu dæmt manninn í þetta þunga refsingu. Ég þekki náttúrlega ekki málavexti, en miðað við það sem fram hefur komið í fjölmiðlum eru sjö ár nokkuð vel í lagt. Vel má vera að eitthvað í röksemdum réttlæti það, en mér finnst dómurinn þungur,“ segir Sigurður. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að Birgi hafi verið mjög brugðið þegar dómurinn var kveðinn upp. Félagar hans, sem dæmdir voru í málinu hér heima, vonuðu að hann fengi ekki meira en þriggja ára dóm. Í viðtali við færeyska útvarpið sagði hann að sér væri sárast um endurkomubannið til Færeyja, því þar liði honum best. Birgir Páll var dæmdur fyrir að hafa haft um fjörutíu kíló af fíkniefnum í sinni vörslu þann tíma sem Pólstjarnan var við festar í Færeyjum og að hafa aðstoðað við að koma þeim aftur um borð í skútuna. Þá var hann einnig dæmdur fyrir vörslu á tveimur kílóum af fíkniefnum, amfetamíni og dufti til e-töflugerðar, sem hann ætlaði að koma til óþekkts aðila. Hann var sýknaður af aðkomu að skipulagi smyglsins. Fróðlegt er að bera saman dóm Birgis og þeirra aðila Pólstjörnumálsins sem dæmdir voru í Héraðsdómi Reykjavíkur. Birgir fær jafnlangan dóm og Alvar Óskarsson, en hann sigldi skútunni frá Danmörku til Íslands, með viðkomu í Færeyjum, ásamt Guðbjarna Traustasyni. Sá síðarnefndi var dæmdur til sjö ára og fimm mánaða fangavistar. Birgir Páll var í Færeyjum sýknaður af því að hafa vitað af efnunum frá Danmörku til Færeyja, en bæði Guðbjarni og Alvar voru fundnir sekir um aðild að skipulagi smyglsins. Verjendur Birgis hafa tvær vikur til að ákveða hvort áfrýjað verði. Það á eingöngu við um lengd refsingar, því óheimilt er að áfrýja dómi um sýknu eða sekt. Ólíklegt verður að teljast að ákæruvaldið áfrýi. Pólstjörnumálið Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Birgir Páll Marteinsson var dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir brot á fíkniefnalöggjöfinni í Færeyjum með aðild að Pólstjörnumálinu. Dómur féll um miðnætti á föstudag en fyrr um kvöldið var hann fundinn sekur, líkt og Fréttablaðið greindi frá. Þá var hann dæmdur í ævilangt endurkomubann til Færeyja. Birgir hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan 21. september í fyrra. Sigurður Líndal lagaprófessor segir að sér finnist refsingin vera þung. „Ég efast um að dómstólar hér heima hefðu dæmt manninn í þetta þunga refsingu. Ég þekki náttúrlega ekki málavexti, en miðað við það sem fram hefur komið í fjölmiðlum eru sjö ár nokkuð vel í lagt. Vel má vera að eitthvað í röksemdum réttlæti það, en mér finnst dómurinn þungur,“ segir Sigurður. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að Birgi hafi verið mjög brugðið þegar dómurinn var kveðinn upp. Félagar hans, sem dæmdir voru í málinu hér heima, vonuðu að hann fengi ekki meira en þriggja ára dóm. Í viðtali við færeyska útvarpið sagði hann að sér væri sárast um endurkomubannið til Færeyja, því þar liði honum best. Birgir Páll var dæmdur fyrir að hafa haft um fjörutíu kíló af fíkniefnum í sinni vörslu þann tíma sem Pólstjarnan var við festar í Færeyjum og að hafa aðstoðað við að koma þeim aftur um borð í skútuna. Þá var hann einnig dæmdur fyrir vörslu á tveimur kílóum af fíkniefnum, amfetamíni og dufti til e-töflugerðar, sem hann ætlaði að koma til óþekkts aðila. Hann var sýknaður af aðkomu að skipulagi smyglsins. Fróðlegt er að bera saman dóm Birgis og þeirra aðila Pólstjörnumálsins sem dæmdir voru í Héraðsdómi Reykjavíkur. Birgir fær jafnlangan dóm og Alvar Óskarsson, en hann sigldi skútunni frá Danmörku til Íslands, með viðkomu í Færeyjum, ásamt Guðbjarna Traustasyni. Sá síðarnefndi var dæmdur til sjö ára og fimm mánaða fangavistar. Birgir Páll var í Færeyjum sýknaður af því að hafa vitað af efnunum frá Danmörku til Færeyja, en bæði Guðbjarni og Alvar voru fundnir sekir um aðild að skipulagi smyglsins. Verjendur Birgis hafa tvær vikur til að ákveða hvort áfrýjað verði. Það á eingöngu við um lengd refsingar, því óheimilt er að áfrýja dómi um sýknu eða sekt. Ólíklegt verður að teljast að ákæruvaldið áfrýi.
Pólstjörnumálið Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira