Mikil sveifla á Wall Street 10. október 2008 21:32 Vikan hefur aldrei verið verri á bandarískum hlutabréfamarkaði. Helstu hlutabréfavísitölur tóku mikla dýfu í byrjun dags en jöfnuðu sig þegar nær dró lokum viðskiptadagsins. Associated Press-fréttastofan eftir miðlara á gólfinu á Wall Street að fjárfestar láti stjórnast nokkuð af þeim óróleika og taugaveiklun sem einkennt hafi markaðina upp á síðkastið og ýmist haldið að sér höndum eða selt frá sér eignir. Litlu virðist hins vegar skipta að George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, flutti ávarp í beinni útsendingu þar sem hann taldi kjark í fjárfesta og sagðist fullviss um að viðamiklar björgunaraðgerðir stjórnvalda nái að koma efnahagslífinu á réttan kjöl. Dow Jones-hlutabréfavísitalan lækkaði um 1,49 prósent í dag og hefur nú fallið um 18,2 prósent í vikunni. Fjárfestar hafa ekki átt eins slæma viku síðan í júlí árið 1933. Þá lækkaði vísitalan sex daga í röð. Á fjórða áratugnum lækkaði hún hins vegar einum degi skemur. Dow Jones-vísitalan hefur til dæmis ekki verið lægri í rúm fimm ár. Á sama tíma hækkaði Nasdaq-vísitalan um 0,27 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Vikan hefur aldrei verið verri á bandarískum hlutabréfamarkaði. Helstu hlutabréfavísitölur tóku mikla dýfu í byrjun dags en jöfnuðu sig þegar nær dró lokum viðskiptadagsins. Associated Press-fréttastofan eftir miðlara á gólfinu á Wall Street að fjárfestar láti stjórnast nokkuð af þeim óróleika og taugaveiklun sem einkennt hafi markaðina upp á síðkastið og ýmist haldið að sér höndum eða selt frá sér eignir. Litlu virðist hins vegar skipta að George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, flutti ávarp í beinni útsendingu þar sem hann taldi kjark í fjárfesta og sagðist fullviss um að viðamiklar björgunaraðgerðir stjórnvalda nái að koma efnahagslífinu á réttan kjöl. Dow Jones-hlutabréfavísitalan lækkaði um 1,49 prósent í dag og hefur nú fallið um 18,2 prósent í vikunni. Fjárfestar hafa ekki átt eins slæma viku síðan í júlí árið 1933. Þá lækkaði vísitalan sex daga í röð. Á fjórða áratugnum lækkaði hún hins vegar einum degi skemur. Dow Jones-vísitalan hefur til dæmis ekki verið lægri í rúm fimm ár. Á sama tíma hækkaði Nasdaq-vísitalan um 0,27 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira