Dallas lagði Golden State 3. janúar 2008 09:38 Menn tókust hart á í Dallas í nótt NordicPhotos/GettyImages Tólf leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Dallas vann góðan sigur á erkifjendum sínum í Golden State 121-99 og hefur nú unnið sigur í báðum viðureignum liðanna í vetur. Golden State hafði sterk tök á Dallas á síðustu leiktíð og sló Texas-liðið út úr fyrstu umferð úrslitakeppninnar eins og frægt varð. Dirk Nowitzki skoraði 29 stig fyrir Dallas en Stephen Jackson skoraði 23 stig fyrir Golden State. Detroit vann tíunda sigurinn í röð með því að leggja Washington 106-93. Rip Hamilton skoraði 20 stig fyrir Detroit en Caron Butler skoraði 22 fyrir Washington. Cleveland lagði Atlanta 98-94 þar sem LeBron James skoraði 36 stig fyrir heimamenn en Joe Johnson skoraði 24 stig fyrir Atlanta. Cleveland verður í eldlínunni á Sýn á föstudagskvöldið þar sem liðið mætir Sacramento í beinni útsendingu. Memphis vann loksins sigur eftir fimm töp í röð þegar liðið skellti Indiana 90-72 á útivelli. Pau Gasol skoraði 30 stig og hirti 12 fráköst fyrir Memphis en Mike Dunleavy skoraði 16 stig fyrir Indiana. New Jersey vann góðan sigur á Orlando á útivelli 96-95 þar sem Vince Carter skoraði 18 stig fyrir New Jersey en Hedo Turkoglu skoraði 23 stig fyrir heimamenn, sem gengur betur á útivöllum en heima í vetur. Chicago lagði Charlotte á útivelli 109-97. Ben Gordon skoraði 22 stig fyrir gestina en Jason Richardson skoraði 28 stig fyrir Charlotte. Boston vann nauman heimasigur á Houston 97-93 þar sem Bonzi Wells skoraði 25 stig fyrir Houston en Kevin Garnett skoraði 26 stig og hirti 9 fráköst fyrir Boston. Milwaukee lagði Miami á útivelli 103-98 þar sem Dwyane Wade skoraði 27 stig fyrir heimamenn en Mo Williams 25 stig fyrir gestina. Shaquille O´Neal og Jason Williams voru ekki með Miami í leiknum vegna meiðsla. New York tapaði enn og aftur heima og nú fyrir Sacramento 107-97. John Salmons skoraði 32 stig fyrir Sacramento en Eddy Curry skoraði 24 stig fyrir New York. Sacramento er nú án þriggja byrjunarliðsmanna eftir að Ron Artest bættist á meiðslalistann. Hann verður frá í nokkrar vikur. Portland komst aftur á sigurbraut eftir 90-79 sigur á Minnesota. Al Jefferson skoraði 29 stig og hirti 16 fráköst fyrir Minnesota, en Brandon Roy skoraði 24 stig fyrir Portland. Utah lagði Philadelphia 110-107. Andre Iguodala skoraði 30 stig fyrir Philadelphia, en Carlos Boozer skoraði 22 stig og hirti 9 fráköst fyrir Utah og Deron Williams skoraði 15 stig og gaf 20 stoðsendingar. Loks vann New Orleans sigur á LA Clippers á útivelli 95-81 þar sem David West skoraði 29 stig fyrir New Orleans en Corey Maggette skoraði 20 stig fyrir heimamenn. NBA Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Fleiri fréttir Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Sjá meira
Tólf leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Dallas vann góðan sigur á erkifjendum sínum í Golden State 121-99 og hefur nú unnið sigur í báðum viðureignum liðanna í vetur. Golden State hafði sterk tök á Dallas á síðustu leiktíð og sló Texas-liðið út úr fyrstu umferð úrslitakeppninnar eins og frægt varð. Dirk Nowitzki skoraði 29 stig fyrir Dallas en Stephen Jackson skoraði 23 stig fyrir Golden State. Detroit vann tíunda sigurinn í röð með því að leggja Washington 106-93. Rip Hamilton skoraði 20 stig fyrir Detroit en Caron Butler skoraði 22 fyrir Washington. Cleveland lagði Atlanta 98-94 þar sem LeBron James skoraði 36 stig fyrir heimamenn en Joe Johnson skoraði 24 stig fyrir Atlanta. Cleveland verður í eldlínunni á Sýn á föstudagskvöldið þar sem liðið mætir Sacramento í beinni útsendingu. Memphis vann loksins sigur eftir fimm töp í röð þegar liðið skellti Indiana 90-72 á útivelli. Pau Gasol skoraði 30 stig og hirti 12 fráköst fyrir Memphis en Mike Dunleavy skoraði 16 stig fyrir Indiana. New Jersey vann góðan sigur á Orlando á útivelli 96-95 þar sem Vince Carter skoraði 18 stig fyrir New Jersey en Hedo Turkoglu skoraði 23 stig fyrir heimamenn, sem gengur betur á útivöllum en heima í vetur. Chicago lagði Charlotte á útivelli 109-97. Ben Gordon skoraði 22 stig fyrir gestina en Jason Richardson skoraði 28 stig fyrir Charlotte. Boston vann nauman heimasigur á Houston 97-93 þar sem Bonzi Wells skoraði 25 stig fyrir Houston en Kevin Garnett skoraði 26 stig og hirti 9 fráköst fyrir Boston. Milwaukee lagði Miami á útivelli 103-98 þar sem Dwyane Wade skoraði 27 stig fyrir heimamenn en Mo Williams 25 stig fyrir gestina. Shaquille O´Neal og Jason Williams voru ekki með Miami í leiknum vegna meiðsla. New York tapaði enn og aftur heima og nú fyrir Sacramento 107-97. John Salmons skoraði 32 stig fyrir Sacramento en Eddy Curry skoraði 24 stig fyrir New York. Sacramento er nú án þriggja byrjunarliðsmanna eftir að Ron Artest bættist á meiðslalistann. Hann verður frá í nokkrar vikur. Portland komst aftur á sigurbraut eftir 90-79 sigur á Minnesota. Al Jefferson skoraði 29 stig og hirti 16 fráköst fyrir Minnesota, en Brandon Roy skoraði 24 stig fyrir Portland. Utah lagði Philadelphia 110-107. Andre Iguodala skoraði 30 stig fyrir Philadelphia, en Carlos Boozer skoraði 22 stig og hirti 9 fráköst fyrir Utah og Deron Williams skoraði 15 stig og gaf 20 stoðsendingar. Loks vann New Orleans sigur á LA Clippers á útivelli 95-81 þar sem David West skoraði 29 stig fyrir New Orleans en Corey Maggette skoraði 20 stig fyrir heimamenn.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Fleiri fréttir Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Sjá meira