NBA í nótt: Golden State vann San Antonio í framlengingu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. janúar 2008 09:02 Baron Davis átti stórleik með Golden State í gær. Nordic Photos / Getty Images Baron Davis og Stephen Jackson áttu stjörnuleik er lið þeirra, Golden State, vann San Antonio Spurs í framlengdum leik í nótt, 130-121. Davis var á góðri leið með að tryggja sínum mönnum sigur í fjórða leikhluta með hverri körfunni á fætur annarri en Tony Parker bjargaði sínum mönnum með þriggja stiga körfu þegar sex sekúndur voru til leiksloka. Í framlengingunni skoraði Stephen Jackson tólf stig og Davis lét sitt ekki eftir liggja, gaf þrjár stoðsendingar og skoraði mikilvæga körfu. Golden State vann öruggan níu stiga sigur í framlengingunni. Davis var samtals með 34 stig og fjórtán stoðsendingar í leiknum. Auk þess átti hann hlut í 28 stigum á síðustu tíu mínútum leiksins með því að skora sjálfur eða gefa stoðsendingu. Jackson var með 29 stig en stigahæstur hjá San Antonio var Tim Duncan með 32 stig og þrettán fráköst. Tony Parker kom næstur með 31 stig og átta stoðsendingar. Leikkonan Jessica Alba var meðal áhorfenda á leik Golden State og San Antonio í nótt. Unnusti hennar, Cash Warren, er góðvinur Baron Davis. Hér faðmar hún Tony Parker, leikmann San Antonio.Nordic Photos / Getty Images Aðeins voru tveir leikir í NBA-deildinni í nótt en í hinum vann Phoenix Suns 22 stiga sigur á Denver Nuggets, 137-115, í uppgjöri tveggja toppliða í Vesturdeildinni. Shawn Marion skoraði 27 stig í leiknum, tók fjórtán fráköst og varði sex skot og átti stærstan þátt í því að binda enda á þriggja leikja sigurgöngu Denver. Alls skoruðu leikmenn Phoenix 20 þriggja stiga körfur í leiknum, Marion átti þar af fimm. Metið í NBA-deildinni er 21 þriggja stiga karfa hjá einu liði. Amare Stoudamire og Grant Hill voru með 20 stig hver en sá fyrrnefndi var einnig með tíu fráköst. Steve Nash var með þrettán stig og tíu stoðsendingar. Hjá Denver var Allen Iverson stigahæstur með 32 stig og Carmelo Anthony var með 20. NBA Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Sjá meira
Baron Davis og Stephen Jackson áttu stjörnuleik er lið þeirra, Golden State, vann San Antonio Spurs í framlengdum leik í nótt, 130-121. Davis var á góðri leið með að tryggja sínum mönnum sigur í fjórða leikhluta með hverri körfunni á fætur annarri en Tony Parker bjargaði sínum mönnum með þriggja stiga körfu þegar sex sekúndur voru til leiksloka. Í framlengingunni skoraði Stephen Jackson tólf stig og Davis lét sitt ekki eftir liggja, gaf þrjár stoðsendingar og skoraði mikilvæga körfu. Golden State vann öruggan níu stiga sigur í framlengingunni. Davis var samtals með 34 stig og fjórtán stoðsendingar í leiknum. Auk þess átti hann hlut í 28 stigum á síðustu tíu mínútum leiksins með því að skora sjálfur eða gefa stoðsendingu. Jackson var með 29 stig en stigahæstur hjá San Antonio var Tim Duncan með 32 stig og þrettán fráköst. Tony Parker kom næstur með 31 stig og átta stoðsendingar. Leikkonan Jessica Alba var meðal áhorfenda á leik Golden State og San Antonio í nótt. Unnusti hennar, Cash Warren, er góðvinur Baron Davis. Hér faðmar hún Tony Parker, leikmann San Antonio.Nordic Photos / Getty Images Aðeins voru tveir leikir í NBA-deildinni í nótt en í hinum vann Phoenix Suns 22 stiga sigur á Denver Nuggets, 137-115, í uppgjöri tveggja toppliða í Vesturdeildinni. Shawn Marion skoraði 27 stig í leiknum, tók fjórtán fráköst og varði sex skot og átti stærstan þátt í því að binda enda á þriggja leikja sigurgöngu Denver. Alls skoruðu leikmenn Phoenix 20 þriggja stiga körfur í leiknum, Marion átti þar af fimm. Metið í NBA-deildinni er 21 þriggja stiga karfa hjá einu liði. Amare Stoudamire og Grant Hill voru með 20 stig hver en sá fyrrnefndi var einnig með tíu fráköst. Steve Nash var með þrettán stig og tíu stoðsendingar. Hjá Denver var Allen Iverson stigahæstur með 32 stig og Carmelo Anthony var með 20.
NBA Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Sjá meira