Nash sá um Milwaukee 23. janúar 2008 05:29 Phoenix heldur efsta sætinu í Vesturdeildinni Nordic Photos / Getty Images Steve Nash setti persónulegt met í vetur þegar hann skoraði 37 stig fyrir Phoenix í 114-105 sigri liðsins á Milwaukee á útivelli. Phoenix er í efsta sæti Vesturdeildarinnar og varð aðeins annað liðið í NBA á eftir Boston til að vinna 30 leiki í vetur. Nash er vanur að láta félaga sína sjá um að skora stigin en hann var í miklum ham í nótt og skoraði 15 af 37 stigum sínum í fjórða leikhlutanum þegar gestirnir stungu af. "Það er ekki alveg minn leikur að skora mikið en þetta var einn af þessum leikjum þar sem við náum ekki alveg að koma sókninni í gírinn," sagði Nash eftir leikinn, en hann gaf auk þess 10 stoðsendingar. Hann skoraði 35 stig í fyrri viðureign liðanna í Phoenix í vetur. Varnarleikur Milwaukee gekk mikið út á að reyna að halda aftur af miðherjanum Amare Stoudemire, en það gekk ekki betur en það að Stoudemire skoraði 10 af 19 stigum sínum í fjórða leikhlutanum og lauk leik með 12 fráköst. Grant Hill lék með Phoenix á ný eftir botnlangauppskurð og skoraði 8 stig. Michael Redd fór fyrir liði Milwaukee í sóknarleiknum og skoraði 28 stig. Andrew Bogut skoraði 19 stig og hirti 13 fráköst og Bobby Simmons skoraði 15 stig. Bakvörðurinn Mo Williams spilaði ekki með Milwaukee í leiknum en hann sneri sig á ökkla í síðasta leik. Sacramento burstaði New Jersey Í síðari leik kvöldsins í deildinni vann Sacramento auðveldan sigur á New Jersey Nets í sjónvarpsleiknum á NBA TV 128-94. Heimamenn byrjuðu betur og náðu 11 stiga forskoti strax í fyrsta leikhluta - og bættu við eftir því sem leið á leikinn. Sacramento liðið hefur átt við mikil meiðsli að stríða í vetur en hefur nú endurheimt alla sína menn úr meiðslum. Ron Artest skoraði 27 stig og stal 5 boltum fyrir heimamenn í leiknum, Kevin Martin skoraði 19 stig og Mike Bibby skoraði 15 stig. Vince Carter var atkvæðamestur í liði gestanna með 21 stig og 8 stoðsendingar og Richard Jefferson skoraði 18 stig. Smelltu hér til að skoða stöðuna í NBA deildinni. Smelltu hér til að skoða NBA bloggið á Vísi.is NBA Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Fleiri fréttir Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Sjá meira
Steve Nash setti persónulegt met í vetur þegar hann skoraði 37 stig fyrir Phoenix í 114-105 sigri liðsins á Milwaukee á útivelli. Phoenix er í efsta sæti Vesturdeildarinnar og varð aðeins annað liðið í NBA á eftir Boston til að vinna 30 leiki í vetur. Nash er vanur að láta félaga sína sjá um að skora stigin en hann var í miklum ham í nótt og skoraði 15 af 37 stigum sínum í fjórða leikhlutanum þegar gestirnir stungu af. "Það er ekki alveg minn leikur að skora mikið en þetta var einn af þessum leikjum þar sem við náum ekki alveg að koma sókninni í gírinn," sagði Nash eftir leikinn, en hann gaf auk þess 10 stoðsendingar. Hann skoraði 35 stig í fyrri viðureign liðanna í Phoenix í vetur. Varnarleikur Milwaukee gekk mikið út á að reyna að halda aftur af miðherjanum Amare Stoudemire, en það gekk ekki betur en það að Stoudemire skoraði 10 af 19 stigum sínum í fjórða leikhlutanum og lauk leik með 12 fráköst. Grant Hill lék með Phoenix á ný eftir botnlangauppskurð og skoraði 8 stig. Michael Redd fór fyrir liði Milwaukee í sóknarleiknum og skoraði 28 stig. Andrew Bogut skoraði 19 stig og hirti 13 fráköst og Bobby Simmons skoraði 15 stig. Bakvörðurinn Mo Williams spilaði ekki með Milwaukee í leiknum en hann sneri sig á ökkla í síðasta leik. Sacramento burstaði New Jersey Í síðari leik kvöldsins í deildinni vann Sacramento auðveldan sigur á New Jersey Nets í sjónvarpsleiknum á NBA TV 128-94. Heimamenn byrjuðu betur og náðu 11 stiga forskoti strax í fyrsta leikhluta - og bættu við eftir því sem leið á leikinn. Sacramento liðið hefur átt við mikil meiðsli að stríða í vetur en hefur nú endurheimt alla sína menn úr meiðslum. Ron Artest skoraði 27 stig og stal 5 boltum fyrir heimamenn í leiknum, Kevin Martin skoraði 19 stig og Mike Bibby skoraði 15 stig. Vince Carter var atkvæðamestur í liði gestanna með 21 stig og 8 stoðsendingar og Richard Jefferson skoraði 18 stig. Smelltu hér til að skoða stöðuna í NBA deildinni. Smelltu hér til að skoða NBA bloggið á Vísi.is
NBA Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Fleiri fréttir Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Sjá meira