LeBron James valtaði yfir Portland 31. janúar 2008 09:21 LeBron James skorar hér sigurkörfu Cleveland gegn Portland Nordic Photos / Getty Images Líklega hefur enginn leikmaður spilað betur í NBA deildinni í vetur en LeBron James hjá Cleveland. Hann undirstrikaði það með sanni í nótt þegar hann skoraði meira en allt Portland-liðið í fjórða leikhlutanum í útisigri Cleveland 84-83. Það fauk í James í fjórða leikhlutanum í nótt þegar miðherjinn Joel Przybilla varði frá honum skot og eftir það héldu honum engin bönd. James skoraði 17 af 37 stigum sínum í fjórða leikhlutanum - þar af sigurkörfuna þegar 0,3 sekúndur voru eftir af leiknum. Hann hirti auk þess 14 fráköst. Portland skoraði aðeins 15 stig í lokaleikhlutanum. Cleveland var mest 14 stigum undir í leiknum gegn Portland liði sem tapaði þarna aðeins fimmta leik sínum á heimavelli í allan vetur. "James var reiður út í sjálfan sig eftir að hann lét verja frá sér skot og eftir það tók hann yfir leikinn," sagði Zydrunas Ilgauskas, liðsfélagi hans. Cleveland hefur unnið 13 af síðustu 16 leikjum sínum og landaði þessum mikilvæga sigri í nótt án tveggja lykilmanna. LaMarcus Aldridge og Brandon Roy skoruðu 16 stig hvor fyrir Portland. Orlando lagði Miami á heimavelli 107-91 með góðum lokaspretti. Ricky Davis skoraði 21 stig fyrir Miami en Hedo Turkoglu var með 27 stig hjá Orlando. Philadelphia rótburstaði Milwaukee 112-69, en þetta var stærsti sigur Philadelphia síðan liðið flutti í heimahöll sína Wachovia Center og sá stærsti síðan árið 1982. Andre Iguodala skoraði 18 stig fyrir Philadelphia en Royal Ivey 17 fyrir Milwaukee. Toronto hefndi sín rækilega á Washington með 122-83 sigri á heimavelli, en Washington hafði betur í viðureign liðanna í fyrrakvöld eftir framlengdan leik. Andrea Bargnani skoraði 19 stig fyrir Toronto, sem hitti úr 13 af 18 þristum sínum í leiknum. DeShawn Stevenson skoraði 16 stig fyrir Washington. Golden State vann góðan útisigur á New Orleans 116-103. Stephen Jackson skoraði 26 stig fyrir Golden State og Baron Davis skoraði 23 stig og gaf 9 stoðsendingar. Chris Paul skoraði 28 stig og gaf 12 stoðsendingar fyrir heimamenn, sem höfðu unnið níu leiki í röð og höfðu unnið alla 20 leiki sína í vetur þar sem þeir skoruðu 100 stig eða meira. Minnesota heldur áfram að rétta úr kútnum og í nótt vann liðið góðan heimasigur á meiðslum hrjáðu liði Chicago 83-67. Al Jefferson var frábær í liði Minnesota eins og endranær og skoraði 26 stig og hirti 20 fráköst. Denver vann nauman sigur á Memphis 106-102 þar sem Allen Iverson tryggði gestunum í Denver sigurinn á vítalínunni í lokin. Iverson skoraði 32 stig og gaf 12 stoðsendingar en Rudy Gay skoraði 30 stig fyrir Memphis. Utah lagði New York 100-89 á heimavelli og vann þarna sjötta leikinn í röð. Deron Williams skoraði 22 stig og gaf 12 stoðsendingar hjá Utah en Jamal Crawford skoraði 26 stig fyrir New York. Sacramento lagði Charlotte 105-91 á heimavelli. Kevin Martin skoraði 22 stig fyrir Sacramento og Brad Miller skoraði 22 stig og hirti 21 frákast. Gerald Wallace skoraði 25 stig fyrir Charlotte. Loks vann LA Clippers 95-88 sigur á Atlanta á heimavelli. Josh Smith skoraði 21 stig, hirti 10 fráköst og gaf 8 stoðsendingar fyrir gestina en Al Thornton fór á kostum hjá Clippers með 33 stigum af bekknum. Chris Kaman og Corey Maggette gátu ekki leikið með Clippers vegna flensu. Staðan í NBA NBA Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fótbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Fleiri fréttir Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Sjá meira
Líklega hefur enginn leikmaður spilað betur í NBA deildinni í vetur en LeBron James hjá Cleveland. Hann undirstrikaði það með sanni í nótt þegar hann skoraði meira en allt Portland-liðið í fjórða leikhlutanum í útisigri Cleveland 84-83. Það fauk í James í fjórða leikhlutanum í nótt þegar miðherjinn Joel Przybilla varði frá honum skot og eftir það héldu honum engin bönd. James skoraði 17 af 37 stigum sínum í fjórða leikhlutanum - þar af sigurkörfuna þegar 0,3 sekúndur voru eftir af leiknum. Hann hirti auk þess 14 fráköst. Portland skoraði aðeins 15 stig í lokaleikhlutanum. Cleveland var mest 14 stigum undir í leiknum gegn Portland liði sem tapaði þarna aðeins fimmta leik sínum á heimavelli í allan vetur. "James var reiður út í sjálfan sig eftir að hann lét verja frá sér skot og eftir það tók hann yfir leikinn," sagði Zydrunas Ilgauskas, liðsfélagi hans. Cleveland hefur unnið 13 af síðustu 16 leikjum sínum og landaði þessum mikilvæga sigri í nótt án tveggja lykilmanna. LaMarcus Aldridge og Brandon Roy skoruðu 16 stig hvor fyrir Portland. Orlando lagði Miami á heimavelli 107-91 með góðum lokaspretti. Ricky Davis skoraði 21 stig fyrir Miami en Hedo Turkoglu var með 27 stig hjá Orlando. Philadelphia rótburstaði Milwaukee 112-69, en þetta var stærsti sigur Philadelphia síðan liðið flutti í heimahöll sína Wachovia Center og sá stærsti síðan árið 1982. Andre Iguodala skoraði 18 stig fyrir Philadelphia en Royal Ivey 17 fyrir Milwaukee. Toronto hefndi sín rækilega á Washington með 122-83 sigri á heimavelli, en Washington hafði betur í viðureign liðanna í fyrrakvöld eftir framlengdan leik. Andrea Bargnani skoraði 19 stig fyrir Toronto, sem hitti úr 13 af 18 þristum sínum í leiknum. DeShawn Stevenson skoraði 16 stig fyrir Washington. Golden State vann góðan útisigur á New Orleans 116-103. Stephen Jackson skoraði 26 stig fyrir Golden State og Baron Davis skoraði 23 stig og gaf 9 stoðsendingar. Chris Paul skoraði 28 stig og gaf 12 stoðsendingar fyrir heimamenn, sem höfðu unnið níu leiki í röð og höfðu unnið alla 20 leiki sína í vetur þar sem þeir skoruðu 100 stig eða meira. Minnesota heldur áfram að rétta úr kútnum og í nótt vann liðið góðan heimasigur á meiðslum hrjáðu liði Chicago 83-67. Al Jefferson var frábær í liði Minnesota eins og endranær og skoraði 26 stig og hirti 20 fráköst. Denver vann nauman sigur á Memphis 106-102 þar sem Allen Iverson tryggði gestunum í Denver sigurinn á vítalínunni í lokin. Iverson skoraði 32 stig og gaf 12 stoðsendingar en Rudy Gay skoraði 30 stig fyrir Memphis. Utah lagði New York 100-89 á heimavelli og vann þarna sjötta leikinn í röð. Deron Williams skoraði 22 stig og gaf 12 stoðsendingar hjá Utah en Jamal Crawford skoraði 26 stig fyrir New York. Sacramento lagði Charlotte 105-91 á heimavelli. Kevin Martin skoraði 22 stig fyrir Sacramento og Brad Miller skoraði 22 stig og hirti 21 frákast. Gerald Wallace skoraði 25 stig fyrir Charlotte. Loks vann LA Clippers 95-88 sigur á Atlanta á heimavelli. Josh Smith skoraði 21 stig, hirti 10 fráköst og gaf 8 stoðsendingar fyrir gestina en Al Thornton fór á kostum hjá Clippers með 33 stigum af bekknum. Chris Kaman og Corey Maggette gátu ekki leikið með Clippers vegna flensu. Staðan í NBA
NBA Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fótbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Fleiri fréttir Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Sjá meira