Páll Axel: Vona að allir séu með blóðbragð í munninum 7. apríl 2008 14:59 Páll Axel ætlar að vera grimmur í einvíginu við Snæfell Mynd/Anton Brink Fyrirliðinn Páll Axel Vilbergsson hjá Grindavík segist vonast til þess að hans menn mæti með blóðbragð í munninum til leiks í fyrstu viðureignina við Snæfell í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar í kvöld. Eins og fram kom í grein Óskars Ófeigs Jónssonar í Fréttablaðinu í morgun hafa bæði Páll Axel og Grindavíkurliðið verið nokkuð frá sínu besta í viðureignum sínum við Hólmara í vetur, en Páll lætur það ekki á sig fá. "Leikir okkar á móti Hólmurum í vetur voru ekki bestu leikir okkar og ekki mínir bestu leikir. Við þurfum bara að laga það. Ég verð bara að halda áfram á sömu braut og vera grimmur í sóknarleiknum svo losni um aðra. Ég hef verið að leggja upp með það í þessum leikjum undanfarið að vera grimmur, því ég hef átt það til í gegn um tíðina að vera dálítið flatur út í gegn. Maður hefur sætt sig við að jogga bara með og gera ekki neitt, en við megum ekki við því núna," sagði Páll í samtali við Vísi. Hann segir Grindvíkinga ætla að nýta sér orðið á götunni til að koma sér í gírinn, því hann finni að enginn ætli Grindvíkingum sigur í rimmunni. "Við erum að fara í hörkueinvígi og menn eru að tala um að við eigum ekki séns - Snæfell sé bara með besta liðið í dag og spurningin sé ekki hvort þeir vinni, heldur hvernig þeir geri það. Þetta er bara frábært fyrir okkur og góð áskorun." "Snæfell spilar agaðan og skipulagðan körfubolta, en þetta lið er það vel mannað að það getur spilað hvaða stíl sem er. Þeir geta þess vegna unnið okkur í opnum og hröðum leik á góðum degi. Þetta er hörkulið," sagði Páll. Hann vonast þó til þess að Grindvíkingar nái að spila sinn leik í einvíginu. "Maður er að vona að við náum að hleypa þeim dálítið upp og spila hratt og að sama skapi að fá þá til að slútta dálítið snemma. Þá yrðu þeir komnir meira á okkar heimavöll, en það þýðir þó alls ekki að við getum eitthvað bókað sigur. Við breyttum okkar liði líka fyrir skömmu og erum nú komnir með smá kjöt inni í teig, svo við ættum að geta mætt þeim eitthvað þar líka," sagði Páll. Hann segir að á þessu stigi í úrslitakeppninni sé leikskipulagið ekki nema lítill hluti af heildarmyndinni. "Þegar komið er svona langt í úrslitakeppninni skiptir leikskipulagið ekki öllu máli heldur hjartað og viljinn. Þetta er bara spurning um hvað menn hafa mikinn vilja til að fara langt í þessu. Ég vona að okkar menn séu komnir með blóðbragð í munninn núna og farnir læra inn á þetta," sagði Páll. Dominos-deild karla Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Fleiri fréttir Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Sjá meira
Fyrirliðinn Páll Axel Vilbergsson hjá Grindavík segist vonast til þess að hans menn mæti með blóðbragð í munninum til leiks í fyrstu viðureignina við Snæfell í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar í kvöld. Eins og fram kom í grein Óskars Ófeigs Jónssonar í Fréttablaðinu í morgun hafa bæði Páll Axel og Grindavíkurliðið verið nokkuð frá sínu besta í viðureignum sínum við Hólmara í vetur, en Páll lætur það ekki á sig fá. "Leikir okkar á móti Hólmurum í vetur voru ekki bestu leikir okkar og ekki mínir bestu leikir. Við þurfum bara að laga það. Ég verð bara að halda áfram á sömu braut og vera grimmur í sóknarleiknum svo losni um aðra. Ég hef verið að leggja upp með það í þessum leikjum undanfarið að vera grimmur, því ég hef átt það til í gegn um tíðina að vera dálítið flatur út í gegn. Maður hefur sætt sig við að jogga bara með og gera ekki neitt, en við megum ekki við því núna," sagði Páll í samtali við Vísi. Hann segir Grindvíkinga ætla að nýta sér orðið á götunni til að koma sér í gírinn, því hann finni að enginn ætli Grindvíkingum sigur í rimmunni. "Við erum að fara í hörkueinvígi og menn eru að tala um að við eigum ekki séns - Snæfell sé bara með besta liðið í dag og spurningin sé ekki hvort þeir vinni, heldur hvernig þeir geri það. Þetta er bara frábært fyrir okkur og góð áskorun." "Snæfell spilar agaðan og skipulagðan körfubolta, en þetta lið er það vel mannað að það getur spilað hvaða stíl sem er. Þeir geta þess vegna unnið okkur í opnum og hröðum leik á góðum degi. Þetta er hörkulið," sagði Páll. Hann vonast þó til þess að Grindvíkingar nái að spila sinn leik í einvíginu. "Maður er að vona að við náum að hleypa þeim dálítið upp og spila hratt og að sama skapi að fá þá til að slútta dálítið snemma. Þá yrðu þeir komnir meira á okkar heimavöll, en það þýðir þó alls ekki að við getum eitthvað bókað sigur. Við breyttum okkar liði líka fyrir skömmu og erum nú komnir með smá kjöt inni í teig, svo við ættum að geta mætt þeim eitthvað þar líka," sagði Páll. Hann segir að á þessu stigi í úrslitakeppninni sé leikskipulagið ekki nema lítill hluti af heildarmyndinni. "Þegar komið er svona langt í úrslitakeppninni skiptir leikskipulagið ekki öllu máli heldur hjartað og viljinn. Þetta er bara spurning um hvað menn hafa mikinn vilja til að fara langt í þessu. Ég vona að okkar menn séu komnir með blóðbragð í munninn núna og farnir læra inn á þetta," sagði Páll.
Dominos-deild karla Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Fleiri fréttir Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Sjá meira