Dauf viðbrögð á ögurstundu Guðni Ágústsson skrifar 27. október 2008 00:01 Ekkert er jafn mikilvægt á örlagatímum eins og að hafa viðbrögð klár í hvert sinn og stórir atburðir gerast. Fyrir tveimur vikum réðist breska ríkisstjórnin að íslensku þjóðinni með misnotkun á lögum gegn hryðjuverkum. Með Ísland var farið sem land og þjóð glæpamanna. Þar á meðal var ráðist gegn breskum banka í eigu Íslendinga sem kom Icesave reikningum Landsbankans ekkert við. Á stríðsmáli þýddi þetta að hafnir og brýr Íslendinga voru sundurskotnar. Mikil viðskipti Íslendinga hvar sem var í veröldinni voru í hættu og urðu eyðileggingu að bráð. Handónýt viðbrögð ríkisstjórnarinnar úr munni forsætisráðherra voru þau að ekki bæri að munnhöggvast við breska forsætisráðherrann. Aldrei hef ég heyrt jafn aumkunarverð viðbrögð sem þýddu það að afleiðingarnar fóru eins og eldur í sinu um þjóðlöndin. Auðvitað bar ráðamönnum okkar að taka til varna strax þegar samstarfsþjóð í Nató og EES skýtur svo fast á Ísland að allt brestur og beitir okkur lögum sem aðeins voru hugsuð til brúks við harðsvíruðustu glæpamenn heimsins, hryðjuverkamenn! Sem stjórnmálamaður og formaður Framsóknarflokksins gerði ég mér strax grein fyrir að hamfarir voru í aðsigi vegna þessa í efnahagslífi okkar. Ég mótmælti strax opinberlega og benti á að ríkisstjórnin væri ekki að grípa til varna. Við áttum eina leið færa strax, að kalla alþjóðasamfélagið saman og stilla Bretum upp við vegg fyrir svona tilræði við litla þjóð. Þó mikilvægt sé nú að koma málum í farveg er ljóst að mikill lagalegur vafi leikur á hversu miklar ábyrgðir íslenska ríkisins eru í þessum málum og eðlilegt að farin verði dómstólaleiðin. Það virðast Bretarnir óttast, og vita eflaust að lagaleg staða þeirra er ekki eins sterk og þeir halda fram. Ríkisstjórnin er staðin að því að sýna vettlingatök og hik á augnabliki sem snýst um efnahagslegt sjálfstæði Íslands næstu ár og áratugi. Við höfum engar skyldur eða rétt til að setja slíkar fjárhagslegar byrðir á börnin okkar. Við Íslendingar eigum heimtingu á því að íslensk ríkisstjórn standi nú í lappirnar og standi vörð um hagsmuni Íslands. Það er mín einlæg ósk að það takist. Höfundur er formaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðni Ágústsson Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Einelti og heilsufar barna Teitur Guðmundsson Fastir pennar Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Geldfiskur er málið Bubbi Morthens Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Sjá meira
Ekkert er jafn mikilvægt á örlagatímum eins og að hafa viðbrögð klár í hvert sinn og stórir atburðir gerast. Fyrir tveimur vikum réðist breska ríkisstjórnin að íslensku þjóðinni með misnotkun á lögum gegn hryðjuverkum. Með Ísland var farið sem land og þjóð glæpamanna. Þar á meðal var ráðist gegn breskum banka í eigu Íslendinga sem kom Icesave reikningum Landsbankans ekkert við. Á stríðsmáli þýddi þetta að hafnir og brýr Íslendinga voru sundurskotnar. Mikil viðskipti Íslendinga hvar sem var í veröldinni voru í hættu og urðu eyðileggingu að bráð. Handónýt viðbrögð ríkisstjórnarinnar úr munni forsætisráðherra voru þau að ekki bæri að munnhöggvast við breska forsætisráðherrann. Aldrei hef ég heyrt jafn aumkunarverð viðbrögð sem þýddu það að afleiðingarnar fóru eins og eldur í sinu um þjóðlöndin. Auðvitað bar ráðamönnum okkar að taka til varna strax þegar samstarfsþjóð í Nató og EES skýtur svo fast á Ísland að allt brestur og beitir okkur lögum sem aðeins voru hugsuð til brúks við harðsvíruðustu glæpamenn heimsins, hryðjuverkamenn! Sem stjórnmálamaður og formaður Framsóknarflokksins gerði ég mér strax grein fyrir að hamfarir voru í aðsigi vegna þessa í efnahagslífi okkar. Ég mótmælti strax opinberlega og benti á að ríkisstjórnin væri ekki að grípa til varna. Við áttum eina leið færa strax, að kalla alþjóðasamfélagið saman og stilla Bretum upp við vegg fyrir svona tilræði við litla þjóð. Þó mikilvægt sé nú að koma málum í farveg er ljóst að mikill lagalegur vafi leikur á hversu miklar ábyrgðir íslenska ríkisins eru í þessum málum og eðlilegt að farin verði dómstólaleiðin. Það virðast Bretarnir óttast, og vita eflaust að lagaleg staða þeirra er ekki eins sterk og þeir halda fram. Ríkisstjórnin er staðin að því að sýna vettlingatök og hik á augnabliki sem snýst um efnahagslegt sjálfstæði Íslands næstu ár og áratugi. Við höfum engar skyldur eða rétt til að setja slíkar fjárhagslegar byrðir á börnin okkar. Við Íslendingar eigum heimtingu á því að íslensk ríkisstjórn standi nú í lappirnar og standi vörð um hagsmuni Íslands. Það er mín einlæg ósk að það takist. Höfundur er formaður Framsóknarflokksins.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar