Dóttirin syngur aftur með Bubba í Köben 18. október 2008 05:30 Bubbi stígur á svið í Danaveldi í kvöld fyrir framan hátt í eitt þúsund manns. Gréta Morthens, dóttir Bubba, stígur á svið með föður sínum á tónleikum hans í salnum Audience í Kaupmannahöfn í kvöld. Stutt er síðan þau sungu saman á eftirminnilegan hátt lagið Með þér í þætti Ragnhildar Steinunnar, Gott kvöld. Núna munu þau endurtaka leikinn en í þetta sinn verður það fyrir framan hátt í eitt þúsund aðdáendur kappans, bæði íslenska og erlenda. Bubbi segir að tónleikarnir leggist mjög vel í sig, en undirbúningur var í fullum gangi þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær. „Gestur minn á tónleikunum verður Poul Krebs og það hafa fleiri þekktir danskir tónlistarmenn boðað komu sína," segir hann fullur tilhlökkunar. Á meðal þeirra verður hugsanlega Jesper Binzen, söngvari stærstu rokksveitar Dana, D-A-D, sem áður hét Disneyland After Dark. Þekktasta lag hennar er vafalítið I"m Sleeping My Day Away sem kom út 1989. Paul Krebs er aftur á móti talinn þekktasti danski tónlistarmaðurinn á eftir sjálfum Kim Larsen. Hitaði Bubbi einmitt upp fyrir Krebs á tónleikum hans í Borgarleikhúsinu fyrir rúmu ári síðan. Páll Eyjólfsson, umboðsmaður Bubba, segist hafa fengið góðar móttökur í Danaveldi þrátt fyrir fjaðrafokið í kringum efnahagsmálin. „Engum hefur verið hent út úr búðum og hér er allt í sómanum," segir hann. „Ég er búinn að vera hér í nokkra daga og finn ekki fyrir öðru en eðlilegum viðskiptaháttum." Hann býst við frábærri stemmningu í kvöld: „Fólk verður ekki fyrir vonbrigðum. Hann verður með bandið með sér og mun taka klassísku slagarana í bland við nýrra efni." -fb Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Gréta Morthens, dóttir Bubba, stígur á svið með föður sínum á tónleikum hans í salnum Audience í Kaupmannahöfn í kvöld. Stutt er síðan þau sungu saman á eftirminnilegan hátt lagið Með þér í þætti Ragnhildar Steinunnar, Gott kvöld. Núna munu þau endurtaka leikinn en í þetta sinn verður það fyrir framan hátt í eitt þúsund aðdáendur kappans, bæði íslenska og erlenda. Bubbi segir að tónleikarnir leggist mjög vel í sig, en undirbúningur var í fullum gangi þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær. „Gestur minn á tónleikunum verður Poul Krebs og það hafa fleiri þekktir danskir tónlistarmenn boðað komu sína," segir hann fullur tilhlökkunar. Á meðal þeirra verður hugsanlega Jesper Binzen, söngvari stærstu rokksveitar Dana, D-A-D, sem áður hét Disneyland After Dark. Þekktasta lag hennar er vafalítið I"m Sleeping My Day Away sem kom út 1989. Paul Krebs er aftur á móti talinn þekktasti danski tónlistarmaðurinn á eftir sjálfum Kim Larsen. Hitaði Bubbi einmitt upp fyrir Krebs á tónleikum hans í Borgarleikhúsinu fyrir rúmu ári síðan. Páll Eyjólfsson, umboðsmaður Bubba, segist hafa fengið góðar móttökur í Danaveldi þrátt fyrir fjaðrafokið í kringum efnahagsmálin. „Engum hefur verið hent út úr búðum og hér er allt í sómanum," segir hann. „Ég er búinn að vera hér í nokkra daga og finn ekki fyrir öðru en eðlilegum viðskiptaháttum." Hann býst við frábærri stemmningu í kvöld: „Fólk verður ekki fyrir vonbrigðum. Hann verður með bandið með sér og mun taka klassísku slagarana í bland við nýrra efni." -fb
Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira