Garnett vann sigur í 1000. leiknum 1. nóvember 2008 11:37 Kevin Garnett varð í nótt yngsti leikmaðurinn til að spila sinn 1000. leik í NBA. NordicPhotos/GettyImages Sjö leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Kevin Garnett spilaði sinn 1000. leik á ferlinum þegar hann fór fyrir liði Boston í 96-80 sigri liðsins á Chicago. Garnett skoraði 18 stig og hirti 10 fráköst fyrir Boston en nýliðinn Derrick Rose skoraði 18 fyrir Chicago. Boston hefur unnið tvo fyrstu leiki sína í deildinni. Garnett var 32 ára og 165 daga gamall þegar hann náði áfanganum, en eftir þrjá daga verða liðin 13 ár síðan hann spilaði sinn fyrsta leik í deildinni. Það var Shawn Kemp sem átti eldra metið en hann var 33 ára og 24 daga þegar hann spilaði sinn 1000. leik með Orlando árið 2002. Philadelphia rótburstaði New York á heimavelli sínum 116-87. Elton Brand skoraði 24 stig og hirti 14 fráköst fyrir heimamenn en Jamal Crawford skoraði 14 fyrir New York. Toronto vann nauman sigur á Golden State eftir framlengdan leik 112-108 eftir að staðan var jöfn 96-96 í lok venjulegs leiktíma. Chris Bosh var góður í liði Toronto á lokasprettinum og hann skoraði 31 stig og hirti 9 fráköst. Al Harrington skoraði 23 stig fyrir Golden State. Miami burstaði Sacramento á heimavelli 103-77. Dwyane Wade skoraði 20 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir Miami og nýliðinn Michael Beasley skoraði 17 stig og hirti 9 fráköst. Quincy Douby og John Salmons skoruðu 14 hvor fyrir Sacramento. Memphis vann góðan sigur á Orlando 86-84 þar sem Rudy Gay tryggði Memphis sigurinn um leið og leiktíminn rann út. Gay var langatkvæðamestur í liði heimamanna með 29 stig en Rashard Lewis skoraði 23 stig fyrir Orlando og Hedo Turkoklu skoraði 18 stig, hirti 9 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Allen Iverson var maðurinn á bak við sigur Denver á LA Clippers í framlengdum leik 113-103. Iverson skoraði 25 stig fyrir Denver og Nene var með 22 stig og 11 fráköst en Al Thornton skoraði 30 stig og hirti 11 fráköst fyrir Clippers. Loks vann Portland nauman heimasigur á San Antonio 100-99. Brandon Roy skoraði 26 stig fyrir Portland en Tim Duncan var með 27 stig og 10 fráköst hjá gestunum. Staðan í deildinni NBA Mest lesið Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Fleiri fréttir „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn Sjá meira
Sjö leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Kevin Garnett spilaði sinn 1000. leik á ferlinum þegar hann fór fyrir liði Boston í 96-80 sigri liðsins á Chicago. Garnett skoraði 18 stig og hirti 10 fráköst fyrir Boston en nýliðinn Derrick Rose skoraði 18 fyrir Chicago. Boston hefur unnið tvo fyrstu leiki sína í deildinni. Garnett var 32 ára og 165 daga gamall þegar hann náði áfanganum, en eftir þrjá daga verða liðin 13 ár síðan hann spilaði sinn fyrsta leik í deildinni. Það var Shawn Kemp sem átti eldra metið en hann var 33 ára og 24 daga þegar hann spilaði sinn 1000. leik með Orlando árið 2002. Philadelphia rótburstaði New York á heimavelli sínum 116-87. Elton Brand skoraði 24 stig og hirti 14 fráköst fyrir heimamenn en Jamal Crawford skoraði 14 fyrir New York. Toronto vann nauman sigur á Golden State eftir framlengdan leik 112-108 eftir að staðan var jöfn 96-96 í lok venjulegs leiktíma. Chris Bosh var góður í liði Toronto á lokasprettinum og hann skoraði 31 stig og hirti 9 fráköst. Al Harrington skoraði 23 stig fyrir Golden State. Miami burstaði Sacramento á heimavelli 103-77. Dwyane Wade skoraði 20 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir Miami og nýliðinn Michael Beasley skoraði 17 stig og hirti 9 fráköst. Quincy Douby og John Salmons skoruðu 14 hvor fyrir Sacramento. Memphis vann góðan sigur á Orlando 86-84 þar sem Rudy Gay tryggði Memphis sigurinn um leið og leiktíminn rann út. Gay var langatkvæðamestur í liði heimamanna með 29 stig en Rashard Lewis skoraði 23 stig fyrir Orlando og Hedo Turkoklu skoraði 18 stig, hirti 9 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Allen Iverson var maðurinn á bak við sigur Denver á LA Clippers í framlengdum leik 113-103. Iverson skoraði 25 stig fyrir Denver og Nene var með 22 stig og 11 fráköst en Al Thornton skoraði 30 stig og hirti 11 fráköst fyrir Clippers. Loks vann Portland nauman heimasigur á San Antonio 100-99. Brandon Roy skoraði 26 stig fyrir Portland en Tim Duncan var með 27 stig og 10 fráköst hjá gestunum. Staðan í deildinni
NBA Mest lesið Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Fleiri fréttir „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn Sjá meira