Carlsberg orðið háðara hráolíuverði en ölsölu sinni 23. október 2009 10:31 Dönsku bruggverksmiðjurnar Carlsberg eru nú orðnar háðari hráolíuverðinu í heiminum en ölsölu sinni. Carlsberg fylgir Rússlandi upp og niður og í gegnum súrt og sætt hvað þetta varðar. Í ítarlegri umfjöllun um málið á börsen.dk segir að á tveimur haustmánuðum í fyrra hafi hlutir í Carlsberg fallið um 65% á markaðinum í Kaupmannahöfn sem samsvarar niðursveiflunni á rússneska hlutabréfamarkaðinum og þróun olíuverðsins. Síðan þá hefur Carlsberg, Rússland og olíuverðið náð sér á strik. Í ár hafa hlutir í Carlsberg hækkað um 112% á meðan að Micex vísitalan í Rússlandi hefur hækkað um 115%. Á sama tíma hefur olíuverðið hækkað úr 50 dollurum á tunnuna og upp í 80 dollara. Grunnurinn að þessu sambandi á milli Carlsberg, Rússlands og olíuverðsins er einfaldlega að bruggverksmiðjurnar hafa lagt út í umfangsmikla uppbyggingu á starfsemi sinni í Rússlandi og kostað miklu fé til að auka markaðshlutdeild sína á rússneska ölmarkaðinum. „Carlsberg hefur orðið meir og meir háðara framvindunni í Rússlandi. Carlsberg er háð Rússlandi og Rússland er háð olíuverðinu," segir greinandinn Jens Houe Thomsen hjá Jyske Bank í samtali við börsen.dk. „Í rauninni er Carlsberg aðeins einu skrefi frá því að hafa keypt sér olíufélag." Stjórn Carlsberg í Valby horfir hinsvegar fyrst á reksturinn sinn og síðan á þróunina á hlutabréfaverðinu að sögn Thomsen. Hann telur að Carlsberg muni þéna mikla peninga í Rússlandi. „Rússland mun verða mjólkurkú fyrir Carlsberg í framtíðinni," segir Thomsen. Henrik Drusebjerg greinandi hjá Nordea er sammála þessu mati Thomsen. Hann bendir hinsvegar á þá pólitísku áhættu sem fylgir því að fjárfesta í Rússlandi. „Sú áhætta er gífurleg og hún takmarkar áhuga manna á fjárfestingum þar," segir Drusebjerg. Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Dönsku bruggverksmiðjurnar Carlsberg eru nú orðnar háðari hráolíuverðinu í heiminum en ölsölu sinni. Carlsberg fylgir Rússlandi upp og niður og í gegnum súrt og sætt hvað þetta varðar. Í ítarlegri umfjöllun um málið á börsen.dk segir að á tveimur haustmánuðum í fyrra hafi hlutir í Carlsberg fallið um 65% á markaðinum í Kaupmannahöfn sem samsvarar niðursveiflunni á rússneska hlutabréfamarkaðinum og þróun olíuverðsins. Síðan þá hefur Carlsberg, Rússland og olíuverðið náð sér á strik. Í ár hafa hlutir í Carlsberg hækkað um 112% á meðan að Micex vísitalan í Rússlandi hefur hækkað um 115%. Á sama tíma hefur olíuverðið hækkað úr 50 dollurum á tunnuna og upp í 80 dollara. Grunnurinn að þessu sambandi á milli Carlsberg, Rússlands og olíuverðsins er einfaldlega að bruggverksmiðjurnar hafa lagt út í umfangsmikla uppbyggingu á starfsemi sinni í Rússlandi og kostað miklu fé til að auka markaðshlutdeild sína á rússneska ölmarkaðinum. „Carlsberg hefur orðið meir og meir háðara framvindunni í Rússlandi. Carlsberg er háð Rússlandi og Rússland er háð olíuverðinu," segir greinandinn Jens Houe Thomsen hjá Jyske Bank í samtali við börsen.dk. „Í rauninni er Carlsberg aðeins einu skrefi frá því að hafa keypt sér olíufélag." Stjórn Carlsberg í Valby horfir hinsvegar fyrst á reksturinn sinn og síðan á þróunina á hlutabréfaverðinu að sögn Thomsen. Hann telur að Carlsberg muni þéna mikla peninga í Rússlandi. „Rússland mun verða mjólkurkú fyrir Carlsberg í framtíðinni," segir Thomsen. Henrik Drusebjerg greinandi hjá Nordea er sammála þessu mati Thomsen. Hann bendir hinsvegar á þá pólitísku áhættu sem fylgir því að fjárfesta í Rússlandi. „Sú áhætta er gífurleg og hún takmarkar áhuga manna á fjárfestingum þar," segir Drusebjerg.
Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira