Ríkisstjórnin með meirihluta 24. apríl 2009 05:45 Útlit er fyrir öruggan sigur vinstri flokkanna samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Það stefnir í að Sjálfstæðisflokkurinn fái verstu útkomu frá stofnun, en 21,9 prósent segjast myndu kjósa flokkinn nú. Samkvæmt því fengi flokkurinn fimmtán þingmenn, tíu færri en hann hefur nú. Mikill kynjamunur er á stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn, 25,8 prósent meðal karla en 16,6 prósent meðal kvenna. Sjálfstæðisflokkurinn mælist oft með hærra fylgi í könnunum, miðað við úrslit kosninga, en þar sem óvenjustór hluti fyrrverandi sjálfstæðismanna segist í könnunum ekki ætla að kjósa, eða skila auðu, gæti orðið breyting þar á. Samfylkingin yrði samkvæmt þessari könnun stærsti flokkurinn á Alþingi með 21 þingmann en 31,8 prósent segjast myndu kjósa flokkinn. Bætir flokkurinn við sig þremur mönnum frá síðustu kosningum þegar hann fékk átján þingmenn kjörna. Vinstri græn bæta mestu við sig frá síðustu kosningum. 24,1 prósent styður flokkinn nú og myndi hann samkvæmt því fá 16 þingmenn og bæta við sig sjö frá núverandi þingmönnum. Vinstri græn hafa mun meiri stuðning meðal kvenna en karla. Flokkurinn hefur 20,2 prósent meðal karla, en 29,3 prósent meðal kvenna. Framsóknarflokkurinn myndi halda sínum sjö þingmönnum, en 11,3 prósent segjast myndu kjósa flokkinn nú. Samkvæmt könnun Fréttablaðsins úr Reykjavík norður nær Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, kjöri. Borgarahreyfingin fengi fjóra menn kjörna, samkvæmt könnuninni en fylgi hreyfingarinnar er nú 7,1 prósent. Flokkurinn hefur mest fylgi á höfuðborgarsvæðinu og því líklegast að þingmenn flokksins komi þaðan. Hvorki Frjálslyndi flokkurinn né Lýðræðishreyfingin myndu ná manni á þing. 2,6 prósent styðja Frjálslynda flokkinn nú, en 1,2 prósent segjast myndu kjósa Lýðræðishreyfinguna. Könnunin var gerð 20.-22. apríl og hringt var í 3.600 manns. -ss/ sjá síður 4 og 6 Kosningar 2009 Tengdar fréttir Formenn bjartsýnir fyrir kosningarnar Formenn framboðanna til Alþingis eru allir bjartsýnir á gott gengi í komandi kosningum þrátt fyrir mismunandi útkomu í könnun Fréttablaðsins á fylgi flokkanna á landsvísu. 24. apríl 2009 06:00 Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Útlit er fyrir öruggan sigur vinstri flokkanna samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Það stefnir í að Sjálfstæðisflokkurinn fái verstu útkomu frá stofnun, en 21,9 prósent segjast myndu kjósa flokkinn nú. Samkvæmt því fengi flokkurinn fimmtán þingmenn, tíu færri en hann hefur nú. Mikill kynjamunur er á stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn, 25,8 prósent meðal karla en 16,6 prósent meðal kvenna. Sjálfstæðisflokkurinn mælist oft með hærra fylgi í könnunum, miðað við úrslit kosninga, en þar sem óvenjustór hluti fyrrverandi sjálfstæðismanna segist í könnunum ekki ætla að kjósa, eða skila auðu, gæti orðið breyting þar á. Samfylkingin yrði samkvæmt þessari könnun stærsti flokkurinn á Alþingi með 21 þingmann en 31,8 prósent segjast myndu kjósa flokkinn. Bætir flokkurinn við sig þremur mönnum frá síðustu kosningum þegar hann fékk átján þingmenn kjörna. Vinstri græn bæta mestu við sig frá síðustu kosningum. 24,1 prósent styður flokkinn nú og myndi hann samkvæmt því fá 16 þingmenn og bæta við sig sjö frá núverandi þingmönnum. Vinstri græn hafa mun meiri stuðning meðal kvenna en karla. Flokkurinn hefur 20,2 prósent meðal karla, en 29,3 prósent meðal kvenna. Framsóknarflokkurinn myndi halda sínum sjö þingmönnum, en 11,3 prósent segjast myndu kjósa flokkinn nú. Samkvæmt könnun Fréttablaðsins úr Reykjavík norður nær Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, kjöri. Borgarahreyfingin fengi fjóra menn kjörna, samkvæmt könnuninni en fylgi hreyfingarinnar er nú 7,1 prósent. Flokkurinn hefur mest fylgi á höfuðborgarsvæðinu og því líklegast að þingmenn flokksins komi þaðan. Hvorki Frjálslyndi flokkurinn né Lýðræðishreyfingin myndu ná manni á þing. 2,6 prósent styðja Frjálslynda flokkinn nú, en 1,2 prósent segjast myndu kjósa Lýðræðishreyfinguna. Könnunin var gerð 20.-22. apríl og hringt var í 3.600 manns. -ss/ sjá síður 4 og 6
Kosningar 2009 Tengdar fréttir Formenn bjartsýnir fyrir kosningarnar Formenn framboðanna til Alþingis eru allir bjartsýnir á gott gengi í komandi kosningum þrátt fyrir mismunandi útkomu í könnun Fréttablaðsins á fylgi flokkanna á landsvísu. 24. apríl 2009 06:00 Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Formenn bjartsýnir fyrir kosningarnar Formenn framboðanna til Alþingis eru allir bjartsýnir á gott gengi í komandi kosningum þrátt fyrir mismunandi útkomu í könnun Fréttablaðsins á fylgi flokkanna á landsvísu. 24. apríl 2009 06:00
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?