Fjárfestar tapa milljörðum á þorskeldi í Noregi 6. nóvember 2009 10:46 Fjárfestar hafa tapað 100 milljónum norskra kr. eða um 2.2 milljörðum kr. á þorskeldisstöðinni Branco í Noregi. Gjaldþrotaskipti á Branco eru til meðferðar hjá þingréttinum í Sunnmöre en stöðin varð gjaldþrota eftir níu ára rekstur. Í umfjöllun um málið í Finansavisen er rætt við Christian Garman forstjóra Branco sem segir að verð á eldisþorski sé orðið of lágt til að það standi undir rekstrarkostnaðinum. Þar að auki varð Branco fyrir töluverðu áfalli í fyrra vegna fiskidauða í eldisstöðvum þess. Samkvæmt Finansavisen er Branco ekki eina þorskeldisstöðin sem á í fjárhagsvandræðum í Noregi þessa dagana. Samanlagt tap 12 stærstu stöðvanna á síðasta ári nam hálfum milljarði norskra kr. eða um 11 milljörðum kr. Aslak Berge sérfræðingur í fiskeldi í Noregi sagði s.l. sumar að mikil kreppa væri í vændum fyrir norskar þorskeldisstöðvar og hann reiknar ekki með að verð á eldisþorski hækki á næstunni. Það er einkum aukinn kvóti á villtum þorski, sérstaklega í Barentshafi, sem mun halda verði á eldisþorskinum niðri á næsta ári. Mest lesið Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Fjárfestar hafa tapað 100 milljónum norskra kr. eða um 2.2 milljörðum kr. á þorskeldisstöðinni Branco í Noregi. Gjaldþrotaskipti á Branco eru til meðferðar hjá þingréttinum í Sunnmöre en stöðin varð gjaldþrota eftir níu ára rekstur. Í umfjöllun um málið í Finansavisen er rætt við Christian Garman forstjóra Branco sem segir að verð á eldisþorski sé orðið of lágt til að það standi undir rekstrarkostnaðinum. Þar að auki varð Branco fyrir töluverðu áfalli í fyrra vegna fiskidauða í eldisstöðvum þess. Samkvæmt Finansavisen er Branco ekki eina þorskeldisstöðin sem á í fjárhagsvandræðum í Noregi þessa dagana. Samanlagt tap 12 stærstu stöðvanna á síðasta ári nam hálfum milljarði norskra kr. eða um 11 milljörðum kr. Aslak Berge sérfræðingur í fiskeldi í Noregi sagði s.l. sumar að mikil kreppa væri í vændum fyrir norskar þorskeldisstöðvar og hann reiknar ekki með að verð á eldisþorski hækki á næstunni. Það er einkum aukinn kvóti á villtum þorski, sérstaklega í Barentshafi, sem mun halda verði á eldisþorskinum niðri á næsta ári.
Mest lesið Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira