Landsbankinn var fordæmi í Bretlandi 15. október 2009 04:00 Bresk fjármálayfirvöld vilja ekki sjá útibú erlendra banka sem þeir telja líkur á að geti alið af sér vandræði. Nordicphotos/AFP Breska fjármálaeftirlitið (FSA) hefur bannað banka frá Lettlandi að opna útibú í Bretlandi. Þetta segir dagblaðið Telegraph, sem bendir á að bannið sé í samræmi við kröfur breskra fjármálayfirvalda um endurskoðun á reglum um starfsemi erlendra banka. Krafan var sett fram eftir að fjármálayfirvöld urðu að greiða þeim sem lagt höfðu fé inn á Icesave-innlánsreikninga Landsbankans í Bretlandi 7,5 milljarða punda eftir að bankinn fór í þrot fyrir ári. Samkvæmt reglum Evrópusambandsins (ESB) og Evrópska efnahagssvæðisins má banki í einu ríki stofna útibú í öðru en lýtur eftirliti í heimalandi sínu. Efnahagskreppa hrjáir Letta sem hafa fengið 7,5 milljarða evra, jafnvirði tæpra 1.400 milljarða íslenskra króna, úr sjóðum ESB, frá AGS og Svíum til að forða greiðsluþroti þjóðarbúsins. Haft var eftir Adair Turner, stjórnarformanni FSA, í breskum fjölmiðlum í síðustu viku að eftirlitsstofnanir ESB-ríkja ættu að hafa heimild til að takmarka starfsemi útibúa erlendra banka sem standa höllum fæti og talið er að sæti ekki nægilegu eftirliti heima fyrir. - jab Mest lesið Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Breska fjármálaeftirlitið (FSA) hefur bannað banka frá Lettlandi að opna útibú í Bretlandi. Þetta segir dagblaðið Telegraph, sem bendir á að bannið sé í samræmi við kröfur breskra fjármálayfirvalda um endurskoðun á reglum um starfsemi erlendra banka. Krafan var sett fram eftir að fjármálayfirvöld urðu að greiða þeim sem lagt höfðu fé inn á Icesave-innlánsreikninga Landsbankans í Bretlandi 7,5 milljarða punda eftir að bankinn fór í þrot fyrir ári. Samkvæmt reglum Evrópusambandsins (ESB) og Evrópska efnahagssvæðisins má banki í einu ríki stofna útibú í öðru en lýtur eftirliti í heimalandi sínu. Efnahagskreppa hrjáir Letta sem hafa fengið 7,5 milljarða evra, jafnvirði tæpra 1.400 milljarða íslenskra króna, úr sjóðum ESB, frá AGS og Svíum til að forða greiðsluþroti þjóðarbúsins. Haft var eftir Adair Turner, stjórnarformanni FSA, í breskum fjölmiðlum í síðustu viku að eftirlitsstofnanir ESB-ríkja ættu að hafa heimild til að takmarka starfsemi útibúa erlendra banka sem standa höllum fæti og talið er að sæti ekki nægilegu eftirliti heima fyrir. - jab
Mest lesið Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira