Opinber lífeyrissjóður hagnast vel á andláti Jackson 3. júlí 2009 12:48 Hinn opinberi lífeyrissjóður ABP í Hollandi hagnast nú vel á andláti Michael Jackson því sjóðurinn á réttindin á hluta af lagasafni Jacksons. Eftirspurn eftir lögum Jackson hefur verið gríðarleg frá því hann lést í vikunni og í hvert sinn sem lag eftir hann er spilað fljóta peningar inn í sjóði ABP, það er af þeim lögum sem sjóðurinn á. „Það eru ætíð ákveðin lög sem skyndilega verða vinsæl af einni eða öðrum ástæðum, í þetta sinn vegna hörmulegs atburðar," segir talsmaður ABP í samtali við Reuters. „Þetta getur verið grundvöllur fjárfestingar." Talsmaðurinn vildi ekki gefa upp hve miklar fjárhæðir er um að ræða hvað Jackson varðar. ABP eyddi 140 milljónum evra, eða um 25 milljörðum kr., á síðasta ári við að kaupa lagasöfn af þekktum dægurlagastjörnum. Í þessu eignasafni sjóðsins eru nú m.a. lög Justin Timberlake, Beyonce og Kaiser Chiefs. Þá á sjóðurinn einnig réttindin á tónverkum klassískra tónlistarmanna eins og Stravinsky og Rachmaninov. Reuters segir ennfremur að nú hafi sjóðurinn áhuga á að kaupa lagasafn Bítlanna sem var í eigu Jacksons, það er svo framarlega sem fjölskyldan vilji selja það. „Við höfum ætíð áhuga á góðum fjárfestingarmöguleikum. Bítla-safnið er að sjálfsögðu eitt af því fallegasta í sögu poppsins," segir talsmaður ABP. Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fimm prósenta aukning í september Viðskipti innlent Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair Neytendur Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Hinn opinberi lífeyrissjóður ABP í Hollandi hagnast nú vel á andláti Michael Jackson því sjóðurinn á réttindin á hluta af lagasafni Jacksons. Eftirspurn eftir lögum Jackson hefur verið gríðarleg frá því hann lést í vikunni og í hvert sinn sem lag eftir hann er spilað fljóta peningar inn í sjóði ABP, það er af þeim lögum sem sjóðurinn á. „Það eru ætíð ákveðin lög sem skyndilega verða vinsæl af einni eða öðrum ástæðum, í þetta sinn vegna hörmulegs atburðar," segir talsmaður ABP í samtali við Reuters. „Þetta getur verið grundvöllur fjárfestingar." Talsmaðurinn vildi ekki gefa upp hve miklar fjárhæðir er um að ræða hvað Jackson varðar. ABP eyddi 140 milljónum evra, eða um 25 milljörðum kr., á síðasta ári við að kaupa lagasöfn af þekktum dægurlagastjörnum. Í þessu eignasafni sjóðsins eru nú m.a. lög Justin Timberlake, Beyonce og Kaiser Chiefs. Þá á sjóðurinn einnig réttindin á tónverkum klassískra tónlistarmanna eins og Stravinsky og Rachmaninov. Reuters segir ennfremur að nú hafi sjóðurinn áhuga á að kaupa lagasafn Bítlanna sem var í eigu Jacksons, það er svo framarlega sem fjölskyldan vilji selja það. „Við höfum ætíð áhuga á góðum fjárfestingarmöguleikum. Bítla-safnið er að sjálfsögðu eitt af því fallegasta í sögu poppsins," segir talsmaður ABP.
Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fimm prósenta aukning í september Viðskipti innlent Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair Neytendur Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira