Síminn sameinar félag sitt í Bretlandi við Daisy Communications 19. maí 2009 10:36 Síminn hefur sameinað félag sitt í Bretlandi, Aerofone UK, við breska félagið Daisy Communications og myndað nýtt félag undir heitinu Daisy Mobile. Um er að ræða samvinnuverkefni milli félaganna tveggja. Fjallað er um málið á vefsíðunni Commsdealer.com. Þar segir að um sé að ræða fyrsta samninginn sem Daisy gerir á þessu fjárhagsári. Það muni gera Daisy kleyft að auka við umfangið á fastlínukerfi sínu með því að fá inn sérhæfða farsímaþjónustu fyrir smærri til meðalstór fyrirtæki í Bretlandi. Rætt er við Sævar Frey Þráinsson forstjóra Símans sem segir að þetta samvinnuverkefni sé rökræn og eðlileg þróun á starfsemi félagsins í Bretlandi. „Síminn býður upp á fjölda af lausnum fyrir fyrirtæki og heimili. Nú munu tækifæri okkar til að bjóða þær lausnir fyrir SME markaðinn í Bretlandi aukast," segir Sævar. Matthew Riley forstjóri Daisy er ánægður með sameiningu félaganna. Verkefnið sé árangur af leit Daisy að farsímaþjónustu sem staðið hafi í nokkurn tíma. „Við erum hæstánægðir með að tækifærið með Aerofone kom upp," segir Riley. „Aerofone er augljóslega þekkt merki á farsímasviðinu." Neil Gething hefur verið ráðinn sem forstjóri Daisy Mobile. Hann er mjög bjartsýnn fyrir hönd félagsins og telur að það verði leiðandi á sínu sviði í Bretlandi framtíðinni. Daisy Communications var stofnað árið 2001. Þróun félagsins undanfarin ár hefur einkennst af miklum vexti en fyrirtækið þjónar um 35.000 viðskiptavinum. Aerofone UK, sem Síminn keypti árið 2007, þjónar um 10.000 viðskiptavinum á fyrirtækjamarkaði. Aerofone hefur hlotið lof fyrir góða þjónustu og vann m.a. verðlaun fyrir „Bestu þjónustu við viðskiptavini" á Mobile News Awards árið 2008. Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Síminn hefur sameinað félag sitt í Bretlandi, Aerofone UK, við breska félagið Daisy Communications og myndað nýtt félag undir heitinu Daisy Mobile. Um er að ræða samvinnuverkefni milli félaganna tveggja. Fjallað er um málið á vefsíðunni Commsdealer.com. Þar segir að um sé að ræða fyrsta samninginn sem Daisy gerir á þessu fjárhagsári. Það muni gera Daisy kleyft að auka við umfangið á fastlínukerfi sínu með því að fá inn sérhæfða farsímaþjónustu fyrir smærri til meðalstór fyrirtæki í Bretlandi. Rætt er við Sævar Frey Þráinsson forstjóra Símans sem segir að þetta samvinnuverkefni sé rökræn og eðlileg þróun á starfsemi félagsins í Bretlandi. „Síminn býður upp á fjölda af lausnum fyrir fyrirtæki og heimili. Nú munu tækifæri okkar til að bjóða þær lausnir fyrir SME markaðinn í Bretlandi aukast," segir Sævar. Matthew Riley forstjóri Daisy er ánægður með sameiningu félaganna. Verkefnið sé árangur af leit Daisy að farsímaþjónustu sem staðið hafi í nokkurn tíma. „Við erum hæstánægðir með að tækifærið með Aerofone kom upp," segir Riley. „Aerofone er augljóslega þekkt merki á farsímasviðinu." Neil Gething hefur verið ráðinn sem forstjóri Daisy Mobile. Hann er mjög bjartsýnn fyrir hönd félagsins og telur að það verði leiðandi á sínu sviði í Bretlandi framtíðinni. Daisy Communications var stofnað árið 2001. Þróun félagsins undanfarin ár hefur einkennst af miklum vexti en fyrirtækið þjónar um 35.000 viðskiptavinum. Aerofone UK, sem Síminn keypti árið 2007, þjónar um 10.000 viðskiptavinum á fyrirtækjamarkaði. Aerofone hefur hlotið lof fyrir góða þjónustu og vann m.a. verðlaun fyrir „Bestu þjónustu við viðskiptavini" á Mobile News Awards árið 2008.
Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira