NBA í nótt: Cleveland bætti félagsmetið - Orlando vann Boston Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. mars 2009 09:16 LeBron James og félagar í leiknum í nótt. Nordic Photos / Getty Images Cleveland bætti í nótt félagsmet sitt í NBA-deildinni í körfubolta er liðið vann sinn 58. sigur á tímabilinu. Cleveland vann New Jersey, 98-87, þar sem LeBron James skoraði 22 stig og gaf ellefu stoðsendingar. Þetta var einnig tíundi sigur liðsins í röð en Cleveland er með bestan árangur allra liða í NBA-deildinni. Liðið náði síðast að vinna 57 leiki á einu og sama tímabilinu fyrst 1988-89 og svo aftur þremur árum síðar. Þá léku stórstjörnur með liðinu eins og Brad Daugherty og Mark Price. Óneitanlega féll þó Cleveland í skuggann á Michael Jordan og félögum í Chicago. En nú er Cleveland í sviðsljósinu, ekki síst vegna LeBron James sem þykir af mörgum vera einn sá allra besti síðan að Jordan lét ljós sitt skína. James komst einnig í sögubækurnar í nótt. Í leiknum í nótt kom hann sér yfir 2000 stig, 500 fráköst og 500 stoðsendingar á tímabilinu og er það í fjórða sinn sem hann gerir það. Aðeins einum manni hefur tekist þetta áður. Það var Oscar Robertson sem gerði þetta alls sex sinnum. Robertson afrekaði meira að segja eitt tímabilið að vera með þrefalda tvennu í meðaltali sínu yfir heilt tímabil. Larry Bird náði þessum árangri þrívegis, John Havlicek og Michael Jordan tvívegis hvor. Þar að auki var þetta 33. sigur Cleveland í 34 heimaleikjum til þessa á tímabilinu. Vince Carter skoraði 20 stig fyrir New Jersey og Jarvis Hayes átján en liðið er óðum að missa af sæti í úrslitakeppninni. Liðið er í ellefta sæti Austurdeildarinnar, þremur og hálfum sigurleik á eftir Chicago sem er í áttunda sæti. Það voru önnur stórtíðindi í Austurdeildinni því Orlando gerði sér lítið fyrir og vann meistarana í Boston á heimavelli, 84-82. Þar með komst Orlando upp í annað sæti Austurdeildarinnar á kostnað Boston. Ef þetta verður niðurstaðan að lokinni deildakeppninni munu Cleveland og Boston að öllum líkindum mætast í undanúrslitum Austurdeildarinnar en því áttu afar fáir von á fyrir aðeins fáeinum vikum síðan. Hins vegar hafa Dwight Howard og félagar í Orlando komið mörgum á óvart og Howard sýndi enn og aftur í nótt hvers hann er megnugur. Hann blokkaði sniðskot Paul Pierce í blálok leiksins og kom í veg fyrir að Boston næði að jafna metin á síðustu stundu og knýja fram framlengingu. Howard var alls með 24 stig og 21 frákast í leiknum í nótt. Rashard Lewis var með 21 stig og Hedo Turkoglu þrettán. Þetta var ellefti sigur liðsins í síðustu fjórtán leikjum sínum. Pierce var með 26 stig fyrir Boston og Ray Allen sextán. Önnur úrslit næturinnar: Atlanta Hawks - San Antonio Spurs 92-102 Indiana Pacers - Miami Heat 90-88 Philadelphia 76ers - Minnesota Timberwolves 96-88 Toronto Raptors - Milwaukee Bucks 115-106 Washington Wizards - Charlotte Bobcats 95-93 New York Knicks - LA Clippers 135-140 New Orleans Hornets - Denver Nuggets 88-101 Dallas Mavericks - Golden State Warriors 128-106 Phoenix Suns - Utah Jazz 118-114 NBA Mest lesið Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Fleiri fréttir Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Sjá meira
Cleveland bætti í nótt félagsmet sitt í NBA-deildinni í körfubolta er liðið vann sinn 58. sigur á tímabilinu. Cleveland vann New Jersey, 98-87, þar sem LeBron James skoraði 22 stig og gaf ellefu stoðsendingar. Þetta var einnig tíundi sigur liðsins í röð en Cleveland er með bestan árangur allra liða í NBA-deildinni. Liðið náði síðast að vinna 57 leiki á einu og sama tímabilinu fyrst 1988-89 og svo aftur þremur árum síðar. Þá léku stórstjörnur með liðinu eins og Brad Daugherty og Mark Price. Óneitanlega féll þó Cleveland í skuggann á Michael Jordan og félögum í Chicago. En nú er Cleveland í sviðsljósinu, ekki síst vegna LeBron James sem þykir af mörgum vera einn sá allra besti síðan að Jordan lét ljós sitt skína. James komst einnig í sögubækurnar í nótt. Í leiknum í nótt kom hann sér yfir 2000 stig, 500 fráköst og 500 stoðsendingar á tímabilinu og er það í fjórða sinn sem hann gerir það. Aðeins einum manni hefur tekist þetta áður. Það var Oscar Robertson sem gerði þetta alls sex sinnum. Robertson afrekaði meira að segja eitt tímabilið að vera með þrefalda tvennu í meðaltali sínu yfir heilt tímabil. Larry Bird náði þessum árangri þrívegis, John Havlicek og Michael Jordan tvívegis hvor. Þar að auki var þetta 33. sigur Cleveland í 34 heimaleikjum til þessa á tímabilinu. Vince Carter skoraði 20 stig fyrir New Jersey og Jarvis Hayes átján en liðið er óðum að missa af sæti í úrslitakeppninni. Liðið er í ellefta sæti Austurdeildarinnar, þremur og hálfum sigurleik á eftir Chicago sem er í áttunda sæti. Það voru önnur stórtíðindi í Austurdeildinni því Orlando gerði sér lítið fyrir og vann meistarana í Boston á heimavelli, 84-82. Þar með komst Orlando upp í annað sæti Austurdeildarinnar á kostnað Boston. Ef þetta verður niðurstaðan að lokinni deildakeppninni munu Cleveland og Boston að öllum líkindum mætast í undanúrslitum Austurdeildarinnar en því áttu afar fáir von á fyrir aðeins fáeinum vikum síðan. Hins vegar hafa Dwight Howard og félagar í Orlando komið mörgum á óvart og Howard sýndi enn og aftur í nótt hvers hann er megnugur. Hann blokkaði sniðskot Paul Pierce í blálok leiksins og kom í veg fyrir að Boston næði að jafna metin á síðustu stundu og knýja fram framlengingu. Howard var alls með 24 stig og 21 frákast í leiknum í nótt. Rashard Lewis var með 21 stig og Hedo Turkoglu þrettán. Þetta var ellefti sigur liðsins í síðustu fjórtán leikjum sínum. Pierce var með 26 stig fyrir Boston og Ray Allen sextán. Önnur úrslit næturinnar: Atlanta Hawks - San Antonio Spurs 92-102 Indiana Pacers - Miami Heat 90-88 Philadelphia 76ers - Minnesota Timberwolves 96-88 Toronto Raptors - Milwaukee Bucks 115-106 Washington Wizards - Charlotte Bobcats 95-93 New York Knicks - LA Clippers 135-140 New Orleans Hornets - Denver Nuggets 88-101 Dallas Mavericks - Golden State Warriors 128-106 Phoenix Suns - Utah Jazz 118-114
NBA Mest lesið Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Fleiri fréttir Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Sjá meira