Orlando Magic fór illa með Cleveland í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. apríl 2009 11:00 Dwight Howard og félagar settust snemma á bekkinn í öruggum sigri á Cleveland. Mynd/GettyImages Cleveland Cavaliers fékk slæman skell á móti Orlando Magic í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Tapið þýðir að Los Angeles Lakers er komið einum leik á eftir LeBron James og félögum í baráttunni um besta árangurinn í NBA-deildinni og heimavallarrétt út úrslitakeppnina. Orlando vann Cleveland með 29 stiga mun, 116-87, sem langstærsta tap Cleveland í vetur en liðið er þó enn með besta árangurinn í deildinni. Cleveland hafði mest tapað með 17 stigum í vetur en það tap var á móti Los Angeles Lakers. Dwight Howard var með 20 stig og 11 fráköst fyrir Orlando sem náði mest 41 stigs forskoti í seinni hálfleik. Rashard Lewis var með 22 stig og Hedo Turkoglu skoraði 13 stig. Þetta var áttundi sigur Orlando í síðustu 11 leikjum á móti Cleveland. LeBron James var með 26 stig og 9 fráköst hjá Cleveland en hitti aðeins úr 7 af 20 skotum sínum. James lék stóran hluta af fjórða leikhluta til að hjálpa sínum við að bjarga andlitinu. Pau Gasol var með 23 stig og 10 fráköst og Kobe Bryant skoraði 20 stig þegar Los Angeles Lakers vann sextugasta leik sinn á tímabilinu, 93-81, á Houston Rockets. Þetta er í ellefta sinn sem Lakers nær að vinna 60 leiki á tímabili í NBA-deildinni. Ron Artest var með 21 stig fyrir Houston. Dwyane Wade var með 27 stig og 10 stoðsendingar í 97-92 sigri Miami Heat á Charlotte Bobcats en sigurinn tryggði Miami sæti í úrslitakeppninni. Miami varð þannig aðeins annað liðið í sögunni til þess að komast í úrslitakeppnina eftir að hafa aðeins unnið 15 leiki tímabilið á undan. Gerald Wallace var með 21 stig hjá Charlotte. Boston Celtics vann tólf stiga sigur á Atlanta Hawks, 104-92 þar sem Paul Pierce skoraði 21 stig og Rajon Rondo bætti við 20 stigum. Kevin Garnett missti af fjórða leiknum í röð og sínum 17. leik af síðasta 21 en Kendrick Perkins (12 stig og 10 fráköst) og Glen "Big Baby" Davis (19 stig) stóðu sig vel inn í teig. Flip Murray var stigahæstur hjá Atlanta með 21 stig. Tony Parker var frábær í 126-121 sigri San Antonio Spurs á Indiana Pacers. Parker var með 31 stig og 10 stoðsendingar og fékk líka góðan stuðning frá Tim Duncan sem bætti við 22 stigum og 11 fráköstum. Danny Granger skoraði 35 stig fyrir Indiana. Rudy Gay var með 27 stig og 10 fráköst í 197-102 sigri Memphis Grizzlies á Dallas Mavericks en þetta var þriðji sigurleikur liðsins í röð. Mike Conley var líka með 25 stig fyrir Memphis en Dirk Nowitzki skoraði 36 stig fyrir Dallas þar af 25 þeirra í seinni hálfleik. Phoenix Suns skoraði 139 stig í 28 stiga sigri á Sacramento Kings, 139-111, þar sem Steve Nash var með 29 stig og 9 stoðsendingar. Phoenix á enn möguleika á því að komast í úrslitakeppnina en eftir tap Dallas munar aðeins þremur leikjum á liðunum í baráttunni um áttunda og síðasta sætið. Portland Trail Blazers vann 107-72 sigur á Oklahoma City Thunder þar sem LaMarcus Aldridge lék frábærlega og var með 35 stig og 18 fráköst. Kevin Durant skoraði með fyrir Oklahoma eða 13 stig. Minnesota Timberwolves vann óvæntan 103-102 útisigur á Utah en liðið var fyrir leikinn búið að tapa níu síðustu útileikjum sínum. Rodney Carney skoraði 10 af 25 stigum sínum í fjórða leikhlutanum og var stigahæstur ásamt Ryan Gomes sem skoraði líka 25 stig. Deron Williams var neð 34 stig og 11 stoðsendingar hjá Utah en klikkaði á lokaskoti leiksins sem hefði tryggt Utah sigurinn. Golden State Warriors vann að lokum 111-103 sigur á New Orleans Hornets þrátt fyrir að Chris Paul hafi skoraði 43 stig fyrir Hornets. Jamal Crawford var með 39 stig fyrir Golden State og Anthony Morrow var með 24 stig. David West átti einnig fínan leik fyrir New Orleans þar sem hann var með 31 stig og 14 fráköst. NBA Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Fleiri fréttir Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Sjá meira
Cleveland Cavaliers fékk slæman skell á móti Orlando Magic í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Tapið þýðir að Los Angeles Lakers er komið einum leik á eftir LeBron James og félögum í baráttunni um besta árangurinn í NBA-deildinni og heimavallarrétt út úrslitakeppnina. Orlando vann Cleveland með 29 stiga mun, 116-87, sem langstærsta tap Cleveland í vetur en liðið er þó enn með besta árangurinn í deildinni. Cleveland hafði mest tapað með 17 stigum í vetur en það tap var á móti Los Angeles Lakers. Dwight Howard var með 20 stig og 11 fráköst fyrir Orlando sem náði mest 41 stigs forskoti í seinni hálfleik. Rashard Lewis var með 22 stig og Hedo Turkoglu skoraði 13 stig. Þetta var áttundi sigur Orlando í síðustu 11 leikjum á móti Cleveland. LeBron James var með 26 stig og 9 fráköst hjá Cleveland en hitti aðeins úr 7 af 20 skotum sínum. James lék stóran hluta af fjórða leikhluta til að hjálpa sínum við að bjarga andlitinu. Pau Gasol var með 23 stig og 10 fráköst og Kobe Bryant skoraði 20 stig þegar Los Angeles Lakers vann sextugasta leik sinn á tímabilinu, 93-81, á Houston Rockets. Þetta er í ellefta sinn sem Lakers nær að vinna 60 leiki á tímabili í NBA-deildinni. Ron Artest var með 21 stig fyrir Houston. Dwyane Wade var með 27 stig og 10 stoðsendingar í 97-92 sigri Miami Heat á Charlotte Bobcats en sigurinn tryggði Miami sæti í úrslitakeppninni. Miami varð þannig aðeins annað liðið í sögunni til þess að komast í úrslitakeppnina eftir að hafa aðeins unnið 15 leiki tímabilið á undan. Gerald Wallace var með 21 stig hjá Charlotte. Boston Celtics vann tólf stiga sigur á Atlanta Hawks, 104-92 þar sem Paul Pierce skoraði 21 stig og Rajon Rondo bætti við 20 stigum. Kevin Garnett missti af fjórða leiknum í röð og sínum 17. leik af síðasta 21 en Kendrick Perkins (12 stig og 10 fráköst) og Glen "Big Baby" Davis (19 stig) stóðu sig vel inn í teig. Flip Murray var stigahæstur hjá Atlanta með 21 stig. Tony Parker var frábær í 126-121 sigri San Antonio Spurs á Indiana Pacers. Parker var með 31 stig og 10 stoðsendingar og fékk líka góðan stuðning frá Tim Duncan sem bætti við 22 stigum og 11 fráköstum. Danny Granger skoraði 35 stig fyrir Indiana. Rudy Gay var með 27 stig og 10 fráköst í 197-102 sigri Memphis Grizzlies á Dallas Mavericks en þetta var þriðji sigurleikur liðsins í röð. Mike Conley var líka með 25 stig fyrir Memphis en Dirk Nowitzki skoraði 36 stig fyrir Dallas þar af 25 þeirra í seinni hálfleik. Phoenix Suns skoraði 139 stig í 28 stiga sigri á Sacramento Kings, 139-111, þar sem Steve Nash var með 29 stig og 9 stoðsendingar. Phoenix á enn möguleika á því að komast í úrslitakeppnina en eftir tap Dallas munar aðeins þremur leikjum á liðunum í baráttunni um áttunda og síðasta sætið. Portland Trail Blazers vann 107-72 sigur á Oklahoma City Thunder þar sem LaMarcus Aldridge lék frábærlega og var með 35 stig og 18 fráköst. Kevin Durant skoraði með fyrir Oklahoma eða 13 stig. Minnesota Timberwolves vann óvæntan 103-102 útisigur á Utah en liðið var fyrir leikinn búið að tapa níu síðustu útileikjum sínum. Rodney Carney skoraði 10 af 25 stigum sínum í fjórða leikhlutanum og var stigahæstur ásamt Ryan Gomes sem skoraði líka 25 stig. Deron Williams var neð 34 stig og 11 stoðsendingar hjá Utah en klikkaði á lokaskoti leiksins sem hefði tryggt Utah sigurinn. Golden State Warriors vann að lokum 111-103 sigur á New Orleans Hornets þrátt fyrir að Chris Paul hafi skoraði 43 stig fyrir Hornets. Jamal Crawford var með 39 stig fyrir Golden State og Anthony Morrow var með 24 stig. David West átti einnig fínan leik fyrir New Orleans þar sem hann var með 31 stig og 14 fráköst.
NBA Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Fleiri fréttir Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Sjá meira