Er von að glæðast á bandarískum fjármálamarkaði? 14. júlí 2009 15:51 Bandaríski fjárfestingabankinn Goldman Sachs, skilaði hagnaði uppá 3,4 milljarða bandaríkjadala á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Tekjur bankans á ársfjórðungnum námu 13,8 milljörðum dala sem eru mestu ársfjórðungstekjur bankans frá upphafi. „Á meðan fjármálamarkaðir eru mjög brothættir og efnahagslífið er enn í miklum vandræðum, gefa þessar rekstrarniðurstöður von um að fjármálamarkaðurinn sé að rétta úr kútnum," segir yfirmaður hjá Goldman Sachs, í samtali við breska viðskiptablaðið Financial Times. Flestar deildir Goldman Sachs skiluðu mjög góðum árangri á ársfjórðungnum en margir yfirmenn bankans seldu hlutabréf í bankanum fyrir 700 milljónir bandaríkjadala eftir hrun fjárfestingabankans Lehman Brothers í september síðastliðnum. Þrátt fyrir fall Lehman Brothers virðist Goldman Sachs standa teinréttur. Búist er við því að bandarískir bankar skili góðri afkomu á öðrum ársfjórðungi með auknum hlutabréfa- og skuldabréfaútgáfum. Auk þess hefur eitruðum eignum bankanna, eins og til að mynda undirmálslánunum, fækkað verulega. Ennfremur er talið að velta á verðbréfamarkaðinum verði töluvert meiri á síðari ársfjórðungi þessar árs en á þeim fyrri. Benda þessar fréttir til þess að von sé að glæðast á bandarískum fjármálamarkaði. Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fimm prósenta aukning í september Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Bandaríski fjárfestingabankinn Goldman Sachs, skilaði hagnaði uppá 3,4 milljarða bandaríkjadala á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Tekjur bankans á ársfjórðungnum námu 13,8 milljörðum dala sem eru mestu ársfjórðungstekjur bankans frá upphafi. „Á meðan fjármálamarkaðir eru mjög brothættir og efnahagslífið er enn í miklum vandræðum, gefa þessar rekstrarniðurstöður von um að fjármálamarkaðurinn sé að rétta úr kútnum," segir yfirmaður hjá Goldman Sachs, í samtali við breska viðskiptablaðið Financial Times. Flestar deildir Goldman Sachs skiluðu mjög góðum árangri á ársfjórðungnum en margir yfirmenn bankans seldu hlutabréf í bankanum fyrir 700 milljónir bandaríkjadala eftir hrun fjárfestingabankans Lehman Brothers í september síðastliðnum. Þrátt fyrir fall Lehman Brothers virðist Goldman Sachs standa teinréttur. Búist er við því að bandarískir bankar skili góðri afkomu á öðrum ársfjórðungi með auknum hlutabréfa- og skuldabréfaútgáfum. Auk þess hefur eitruðum eignum bankanna, eins og til að mynda undirmálslánunum, fækkað verulega. Ennfremur er talið að velta á verðbréfamarkaðinum verði töluvert meiri á síðari ársfjórðungi þessar árs en á þeim fyrri. Benda þessar fréttir til þess að von sé að glæðast á bandarískum fjármálamarkaði.
Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fimm prósenta aukning í september Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira