Hlutabréfamarkaður í London á fljúgandi ferð Gunnar Örn Jónsson skrifar 22. júlí 2009 20:29 FTSE 100 hlutabréfavísitalan í London, er nú á fljúgandi ferð, í jákvæðum skilningi. Vísitalan hefur hækkað samfleytt undanfarna átta viðskiptadaga, slíkt hefur ekki gerst í heil fimm ár. Vísitalan hefur hækkað um 9% síðan í byrjun síðustu viku. Það er Sky fréttaveitan sem greinir frá þessu. Síðast náði FTSE 100 vísitalan álíka flugi í desember 2003 og í byrjun árs 2004. Footsie vísitalan, eins og hún er gjarnan kölluð, hefur rétt ansi vel úr kútnum síðan 3. mars síðastliðinn. Þá náði vísitalan sínu lægsta gildi eftir að lánsfjárkrísan hófst, seinni hluta árs 2007. Þann 3. mars stóð vísitalan í 3.500 stigum en er nú 4.493,7 stig, sem er hækkun um 28,4% á rúmum fjórum mánuðum. Markaðir í London og New York hafa notið góðs af frábærum afkomufréttum einstakra fyrirtækja. Markaðsaðilar hafa flestir hækkað spár sínar um gengi hlutabréfa á mörkuðum og hafa góðar fréttir af fjármálamörkuðum og afkomum stórra banka, sitt að segja í þeirri spá. Sérfræðingur í City, aðalfjármálahverfi Lundúna, lét þessi orð falla í viðtali við Sky fréttastofuna: „Það hefur verið algjörlega frábært skrið á mörkuðum, en sú staðreynd að vísitalan hefur ekki enn brotið 4.500 stiga múrinn sýnir að fjárfestar eru enn jarðbundnir hvað varðar stöðuna í hagkerfum heimsins." Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
FTSE 100 hlutabréfavísitalan í London, er nú á fljúgandi ferð, í jákvæðum skilningi. Vísitalan hefur hækkað samfleytt undanfarna átta viðskiptadaga, slíkt hefur ekki gerst í heil fimm ár. Vísitalan hefur hækkað um 9% síðan í byrjun síðustu viku. Það er Sky fréttaveitan sem greinir frá þessu. Síðast náði FTSE 100 vísitalan álíka flugi í desember 2003 og í byrjun árs 2004. Footsie vísitalan, eins og hún er gjarnan kölluð, hefur rétt ansi vel úr kútnum síðan 3. mars síðastliðinn. Þá náði vísitalan sínu lægsta gildi eftir að lánsfjárkrísan hófst, seinni hluta árs 2007. Þann 3. mars stóð vísitalan í 3.500 stigum en er nú 4.493,7 stig, sem er hækkun um 28,4% á rúmum fjórum mánuðum. Markaðir í London og New York hafa notið góðs af frábærum afkomufréttum einstakra fyrirtækja. Markaðsaðilar hafa flestir hækkað spár sínar um gengi hlutabréfa á mörkuðum og hafa góðar fréttir af fjármálamörkuðum og afkomum stórra banka, sitt að segja í þeirri spá. Sérfræðingur í City, aðalfjármálahverfi Lundúna, lét þessi orð falla í viðtali við Sky fréttastofuna: „Það hefur verið algjörlega frábært skrið á mörkuðum, en sú staðreynd að vísitalan hefur ekki enn brotið 4.500 stiga múrinn sýnir að fjárfestar eru enn jarðbundnir hvað varðar stöðuna í hagkerfum heimsins."
Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira