Norðmenn íhuga olíuleit við Jan Mayen 22. september 2009 09:35 Í dag mun sendinefnd frá Noregi með Terje Riis-Johansen olíu- og orkumálaráðherra landsins í broddi fylkingar heimsækja Jan Mayen. Samkvæmt frétt um málið á vefsíðunni e24.no eru Norðmenn nú að íhuga olíuleit á Jan Mayen hryggnum í framhaldi af áformum Íslendinga á Drekasvæðinu. Fram kemur í fréttinni að olíuleit Íslendinga á Jan Mayen hryggnum, sem Drekasvæðið tilheyrir, hafi komið flatt upp á hinn alþjóðlega olíuiðnað. Bente Nyland forstjóri olíudeildar ráðuneytisns segir að enn sé ekki mögulegt fyrir þá að meta möguleikana á olíuvinnslu við Jan Mayen með þeim gögnum sem tiltæk eru. Nyland segir að það þurfi að finnast olía í verulegu magni á þessu svæði til að olíuvinnsla borgi sig en vill ekki segja til um hvert það magn ætti að vera. Hún bendir hinsvegar á að „einhverjir" séu á þeirri skoðun að í Íslandshluta lögsögunnar sé mögulegt að finna olíulindir af sömu stærðargráðu og á Troll-svæðinu norska. Talið er að um 1,4 milljarðar tunna af olíu hafi verið undir Troll-svæðinu þegar það fannst. Vinnslan náði hámarki árið 2002 þegar 400.000 tunnum var dælt þar upp daglega. Fram kemur að Íslendingar og Norðmenn áttu með sér samstarf við upphaf níunda áratugarns á síðustu öld um rannsóknir á landgrunninu umhverfis Jan Mayen. Á árunum 2001 og 2008 hafi Íslendingar svo aflað sér frekari upplýsinga með rannsóknum. Raunar hafa Íslendingar þegar veitt tvö leyfi til olíuleitar og tilraunaborana á Drekasvæðinu. Upphaflega ætluðu þrír aðilar að stunda slíkt en Aker hefur dregið sig út úr hópnum. Eins og fram kemur á e24.no má búast við að umhverfisverndunarsamtök muni leggjast hart gegn olíuvinnslu við Jan Mayen. Bæði Norðurpólsstofnun Noregs (Norsk Polarinstitutt) og Náttúrurannsóknarstofnun landsins (NINA) segja að eyjan sé mikilvægt svæði fyrir sjófugla og annað dýralíf ofan og neðan sjávar. Þar að auki er hægt að stunda mikilvægar rannsóknir á loftslagsbreytingum á eyjunni. Mest lesið „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Í dag mun sendinefnd frá Noregi með Terje Riis-Johansen olíu- og orkumálaráðherra landsins í broddi fylkingar heimsækja Jan Mayen. Samkvæmt frétt um málið á vefsíðunni e24.no eru Norðmenn nú að íhuga olíuleit á Jan Mayen hryggnum í framhaldi af áformum Íslendinga á Drekasvæðinu. Fram kemur í fréttinni að olíuleit Íslendinga á Jan Mayen hryggnum, sem Drekasvæðið tilheyrir, hafi komið flatt upp á hinn alþjóðlega olíuiðnað. Bente Nyland forstjóri olíudeildar ráðuneytisns segir að enn sé ekki mögulegt fyrir þá að meta möguleikana á olíuvinnslu við Jan Mayen með þeim gögnum sem tiltæk eru. Nyland segir að það þurfi að finnast olía í verulegu magni á þessu svæði til að olíuvinnsla borgi sig en vill ekki segja til um hvert það magn ætti að vera. Hún bendir hinsvegar á að „einhverjir" séu á þeirri skoðun að í Íslandshluta lögsögunnar sé mögulegt að finna olíulindir af sömu stærðargráðu og á Troll-svæðinu norska. Talið er að um 1,4 milljarðar tunna af olíu hafi verið undir Troll-svæðinu þegar það fannst. Vinnslan náði hámarki árið 2002 þegar 400.000 tunnum var dælt þar upp daglega. Fram kemur að Íslendingar og Norðmenn áttu með sér samstarf við upphaf níunda áratugarns á síðustu öld um rannsóknir á landgrunninu umhverfis Jan Mayen. Á árunum 2001 og 2008 hafi Íslendingar svo aflað sér frekari upplýsinga með rannsóknum. Raunar hafa Íslendingar þegar veitt tvö leyfi til olíuleitar og tilraunaborana á Drekasvæðinu. Upphaflega ætluðu þrír aðilar að stunda slíkt en Aker hefur dregið sig út úr hópnum. Eins og fram kemur á e24.no má búast við að umhverfisverndunarsamtök muni leggjast hart gegn olíuvinnslu við Jan Mayen. Bæði Norðurpólsstofnun Noregs (Norsk Polarinstitutt) og Náttúrurannsóknarstofnun landsins (NINA) segja að eyjan sé mikilvægt svæði fyrir sjófugla og annað dýralíf ofan og neðan sjávar. Þar að auki er hægt að stunda mikilvægar rannsóknir á loftslagsbreytingum á eyjunni.
Mest lesið „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira