Rauðlitaðir hlutabréfamarkaðir víða um heim 8. janúar 2009 09:11 Miðlarar rýna í markaðinn. Mynd/AP Lækkun einkennir helstu hlutabréfamarkaði víða um heim eftir verðfall á bandarískum fjármálamörkuðum í gær. Helsta skýringin á fallinu eru væntingar um aukið atvinnuleysi vestanhafs og almennt slæmar afkomutölur bandarískra stórfyrirtækja. Staðfestar atvinnuleysistölur verða gefnar út á föstudag. Almennt er þó búist við að atvinnulausum muni fjölga um sjö hundruð þúsund á milli mánaða. Þá hefur fjármálakreppan sett stórt strik í reikning stórfyrirtækja á borð við bandaríska tæknirisans Intel og afþreyingafyrirtækisins Time Warner auk þess sem bandarísa álfyrirtækið Alcoa tilkynnti í vikunni að það myndi segja upp tíu prósentum af starfsfólki sínu. Bandaríska dagblaðið Los Angeles Times sagðí í gærkvöldi tölurnar endurspegla þá slæmu stöðu sem komin sé upp í efnahagslífinu þar í landi. Í kjölfar tíðindanna féll Dow Jones-hlutabréfavísitalan um 2,72 prósent og S&P 500-vísitalan um slétt þrjú prósent. Þetta smitaði svo út frá sér á aðra markaði, svo sem til Asíu en Nikkei-vísitalan féll um fjögur prósent. Lækkunar gætir sömuleiðis í morgunsárið á evrópskum hlutabréfamörkuðum. Þannig hefur FTSE-hlutabréfavísitalan í Bretlandi lækkað um 0,35 prósent, DAX-vísitalan í Þýskalandi um 0,92 prósent og CAC-40 vísitalan í Frakklandi um 0,76 prósent. Norrænir markaðir hafa ekki farið varhluta af lækkunarhrinunni ef frá er skilin danski hlutabréfamarkaðurinn. Mest er fallið í Helsinki í Finnlandi, eða mínus 2,25 prósent en minnst í kauphöllinni í Stokkhólmi í Svíþjóð. Hún hefur lækkað um 0,86 prósent. C-20 hlutabréfavísitalan í kauphöllinni í Kaupmannahöfn í Danmörku hefur á móti hækkað um 0,36 prósent. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Lækkun einkennir helstu hlutabréfamarkaði víða um heim eftir verðfall á bandarískum fjármálamörkuðum í gær. Helsta skýringin á fallinu eru væntingar um aukið atvinnuleysi vestanhafs og almennt slæmar afkomutölur bandarískra stórfyrirtækja. Staðfestar atvinnuleysistölur verða gefnar út á föstudag. Almennt er þó búist við að atvinnulausum muni fjölga um sjö hundruð þúsund á milli mánaða. Þá hefur fjármálakreppan sett stórt strik í reikning stórfyrirtækja á borð við bandaríska tæknirisans Intel og afþreyingafyrirtækisins Time Warner auk þess sem bandarísa álfyrirtækið Alcoa tilkynnti í vikunni að það myndi segja upp tíu prósentum af starfsfólki sínu. Bandaríska dagblaðið Los Angeles Times sagðí í gærkvöldi tölurnar endurspegla þá slæmu stöðu sem komin sé upp í efnahagslífinu þar í landi. Í kjölfar tíðindanna féll Dow Jones-hlutabréfavísitalan um 2,72 prósent og S&P 500-vísitalan um slétt þrjú prósent. Þetta smitaði svo út frá sér á aðra markaði, svo sem til Asíu en Nikkei-vísitalan féll um fjögur prósent. Lækkunar gætir sömuleiðis í morgunsárið á evrópskum hlutabréfamörkuðum. Þannig hefur FTSE-hlutabréfavísitalan í Bretlandi lækkað um 0,35 prósent, DAX-vísitalan í Þýskalandi um 0,92 prósent og CAC-40 vísitalan í Frakklandi um 0,76 prósent. Norrænir markaðir hafa ekki farið varhluta af lækkunarhrinunni ef frá er skilin danski hlutabréfamarkaðurinn. Mest er fallið í Helsinki í Finnlandi, eða mínus 2,25 prósent en minnst í kauphöllinni í Stokkhólmi í Svíþjóð. Hún hefur lækkað um 0,86 prósent. C-20 hlutabréfavísitalan í kauphöllinni í Kaupmannahöfn í Danmörku hefur á móti hækkað um 0,36 prósent.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira